Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar 19. mars 2025 15:00 Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar