Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 14:46 Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun