Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar 10. apríl 2025 10:01 Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun