„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 16:00 Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Tíminn í kringum árstíðarbundin frí eins og páska, sumarleyfi eða jól- og áramót er einmitt sá tími sem við þurfum að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart mögulegum svikum. Þá fjölgar svikatilraunum oftast nær í hinum stafræna heimi. Í gær fékk samstarfsmaður minn meðfylgjandi tölvupóst sem virtist vera frá mér. Reyndar er íslenskan frekar klunnaleg, ég tel mig í það minnsta hafa betra vald á tungumálinu og því var tölvupósturinn ekki mjög trúverðugur. Skemmst er frá því að segja að við féllum ekki fyrir þessari tilraun. Pósturinn er hins vegar einn af fjölmörgum efnislega sambærilegum svikapóstum sem dynja á einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alla daga ársins. Í mörgum tilfellum eru skrifin á mun betri íslensku og auðvelt getur verið að falla fyrir þeim. Oft er veikasti hlekkurinn í svikum við mannfólkið og því er gott að hafa í huga að flýta sér hægt og sýna heilbrigða tortryggni er snýr að öllum samskiptum í hinum stafræna heimi. Þegar kemur að greiðslu fjármuna er gott að temja sér það verklag að staðfesta með símtali að greiðsla eigi að fara á viðkomandi stað. Vöxtur í svikatilraunum í gegnum skilaboð og símtöl Það er afar mikilvægt að fara sérstaklega varlega í kringum rafrænu skilríkin og opna þau ekki nema vera þess fullviss hvað er verið að samþykkja. Það hefur ítrekað verið varað við Messenger svindli þar sem óskað er eftir símanúmeri í gegnum Messenger. Í kjölfarið freistast glæpamennirnir að komast inn í gegnum samþykkt á rafrænum skilríkjum. Alla tengla sem fólk fær senda, hvort sem er á SMS formi, tölvupósti eða í gegnum samskiptaforrit, skal forðast að opna nema vera fullviss um hvað sé þar að baki, sérstaklega ef skilaboðin tengjast greiðslu fjármuna, t.d. meintri inneign hjá Skattinum eða skuld við Póstinn. Þá eru fjölmörg dæmi um svikatilraunir þar sem svikarar hringja úr því sem virðist vera íslensk símanúmer þó þeir séu yfirleitt enskumælandi. Í símtölunum er aðilum oftar en ekki talin trú um að viðkomandi eigi rafmyntir eða boðin fjárfestingatækifæri í rafmyntum. Best er að slíta slíkum símtölum strax enda að öllum líkindum tilraun til svika. Það sem skiptir máli er heilbrigð tortryggni og að láta ekki leiða sig í gildru. Þaulskipulögð svik sem nýta gervigreind í vaxandi mæli Svikararnir eru oftar en ekki hluti af glæpasamtökum sem verða sífellt þróaðri, skipulagðari og gerðir út af fjársterkum aðilum, jafnvel af þjóðríkjum. Þeir nýta sér gervigreind þannig að það getur oft verið erfitt að greina og verjast svikum. Nokkur góð ráð gegn svikum Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum eða gangið frá greiðslu fjármuna er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum. Til að mynda er gott að skoða hvort um rétt símanúmer, netfang eða slóð á heimasíðu sé að ræða. Velta fyrir sér hvort þú hafir átt von á skilaboðum, tölvupósti eða símtali frá viðkomandi aðila eða hvort mögulega sé um svikatilraun að ræða. Endurnýtið ekki lykilorð, notið lykilorðabanka og fjölþátta auðkenningu. Í sumum tilfellum geta fyrirtæki einnig tekið upp auðkennislykla. Þessar varúðarráðstafanir hafa bjargað háum fjárhæðum. Einnig er skynsamlegt að skoða reglulega kortayfirlit til að kanna hvort þar sé að finna greiðslur sem þú kannast ekki við. Fleiri ráð til að verjast netsvikum má finna á vefnum taktutvær.is Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Yfirleitt er hægt að byrja á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Sýnum árverkni og látum ekki glæpamenn skemma fyrir okkur páskana og taka frá okkur góða skapið. Gleðilega páska. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármál heimilisins Netglæpir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Tíminn í kringum árstíðarbundin frí eins og páska, sumarleyfi eða jól- og áramót er einmitt sá tími sem við þurfum að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart mögulegum svikum. Þá fjölgar svikatilraunum oftast nær í hinum stafræna heimi. Í gær fékk samstarfsmaður minn meðfylgjandi tölvupóst sem virtist vera frá mér. Reyndar er íslenskan frekar klunnaleg, ég tel mig í það minnsta hafa betra vald á tungumálinu og því var tölvupósturinn ekki mjög trúverðugur. Skemmst er frá því að segja að við féllum ekki fyrir þessari tilraun. Pósturinn er hins vegar einn af fjölmörgum efnislega sambærilegum svikapóstum sem dynja á einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alla daga ársins. Í mörgum tilfellum eru skrifin á mun betri íslensku og auðvelt getur verið að falla fyrir þeim. Oft er veikasti hlekkurinn í svikum við mannfólkið og því er gott að hafa í huga að flýta sér hægt og sýna heilbrigða tortryggni er snýr að öllum samskiptum í hinum stafræna heimi. Þegar kemur að greiðslu fjármuna er gott að temja sér það verklag að staðfesta með símtali að greiðsla eigi að fara á viðkomandi stað. Vöxtur í svikatilraunum í gegnum skilaboð og símtöl Það er afar mikilvægt að fara sérstaklega varlega í kringum rafrænu skilríkin og opna þau ekki nema vera þess fullviss hvað er verið að samþykkja. Það hefur ítrekað verið varað við Messenger svindli þar sem óskað er eftir símanúmeri í gegnum Messenger. Í kjölfarið freistast glæpamennirnir að komast inn í gegnum samþykkt á rafrænum skilríkjum. Alla tengla sem fólk fær senda, hvort sem er á SMS formi, tölvupósti eða í gegnum samskiptaforrit, skal forðast að opna nema vera fullviss um hvað sé þar að baki, sérstaklega ef skilaboðin tengjast greiðslu fjármuna, t.d. meintri inneign hjá Skattinum eða skuld við Póstinn. Þá eru fjölmörg dæmi um svikatilraunir þar sem svikarar hringja úr því sem virðist vera íslensk símanúmer þó þeir séu yfirleitt enskumælandi. Í símtölunum er aðilum oftar en ekki talin trú um að viðkomandi eigi rafmyntir eða boðin fjárfestingatækifæri í rafmyntum. Best er að slíta slíkum símtölum strax enda að öllum líkindum tilraun til svika. Það sem skiptir máli er heilbrigð tortryggni og að láta ekki leiða sig í gildru. Þaulskipulögð svik sem nýta gervigreind í vaxandi mæli Svikararnir eru oftar en ekki hluti af glæpasamtökum sem verða sífellt þróaðri, skipulagðari og gerðir út af fjársterkum aðilum, jafnvel af þjóðríkjum. Þeir nýta sér gervigreind þannig að það getur oft verið erfitt að greina og verjast svikum. Nokkur góð ráð gegn svikum Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum eða gangið frá greiðslu fjármuna er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum. Til að mynda er gott að skoða hvort um rétt símanúmer, netfang eða slóð á heimasíðu sé að ræða. Velta fyrir sér hvort þú hafir átt von á skilaboðum, tölvupósti eða símtali frá viðkomandi aðila eða hvort mögulega sé um svikatilraun að ræða. Endurnýtið ekki lykilorð, notið lykilorðabanka og fjölþátta auðkenningu. Í sumum tilfellum geta fyrirtæki einnig tekið upp auðkennislykla. Þessar varúðarráðstafanir hafa bjargað háum fjárhæðum. Einnig er skynsamlegt að skoða reglulega kortayfirlit til að kanna hvort þar sé að finna greiðslur sem þú kannast ekki við. Fleiri ráð til að verjast netsvikum má finna á vefnum taktutvær.is Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Yfirleitt er hægt að byrja á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Sýnum árverkni og látum ekki glæpamenn skemma fyrir okkur páskana og taka frá okkur góða skapið. Gleðilega páska. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar