Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2025 15:33 Vísir/Ernir Þór/KA hafði betur gegn Fram í 6.umferð Bestu deildar kvenna í dag. 3-1 sigur gestanna sem sýndu ákefð og gæði í sóknarleiknum með frammistöðu sinni í dag. Leikurinn byrjaði jafnt en stelpurnar í Þór/KA náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Á 20. mínútu skoraði Amalía Árnadóttir glæsilegt mark eftir þríhyrningsspil við Söndru Maríu Jessen. Skot Amalíu lenti fyrst í stönginni en hún fylgdi eftir og skoraði. Elaina La Macchia kýlir boltann frá marki sínu.Vísir/Ernir Sandra María Jessen var svo á ferðinni á 30. mínútu þegar hún skoraði eftir stórkostlega utanfótar sendingu frá Henríettu Ágústsdóttur. Á 31. mínútu leiksins braut Alda Ólafsdóttir á Henríettu Ágústsdóttir og hlaut gult spjald fyrir brotið. Henríetta lá eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda en hélt þó áfram leiknum. Strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik þurfti hún þó að sætta sig við það að setjast í grasið og var í kjölfarið tekin útaf. Hart barist í Úlfarsárdalnum.Vísir/Ernir Bæði lið héldu áfram að sækja í leit að marki sem kom á fimmtu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Murielle Tiernan skoraði þá í þaknetið eftir aukaspyrnu sem datt fyrir Mackenzie Elyze Smith sem sendi boltann fyrir markið á Murielle Tiernan. Á 60. Mínútu skorar Sandra María Jessen síðan sitt seinna mark með föstum skalla eftir fyrirgjöf frá Angelu Mary Helgadóttur. Þór/KA var sterkari aðilinn í leiknum og vann að lokum verðskuldaðan 3-1 sigur. Atvik leiksins Fyrsta mark Þór/KA setti tóninn í leiknum og eftir það tóku gestirnir völdin og sýndu mikinn kraft í sóknarleiknum. Sandra María Jessen skallar boltann.Vísir/Ernir Stjörnur og skúrkar Maður leiksins er Sandra María Jessen með tvö mörk og eina stoðsendingu. Sóknarlínan hjá Þór/KA var frábær, Hulda Ósk Jónsdóttir var að gera góða hluti á hægri kantinum og kom sér fram hjá öllum leikmönnum sem reyndu að standa í vegi hennar. Henríetta Ágústsdóttir var virkilega örugg í öllum horn og aukaspyrnum og því má segja að það sé afar vont fyrir Þór/KA að missa hana í meiðsli. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Ernir Lily Anna Farkas fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk og Dominiqe Evangeline Bond-Flasza fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að það var búið að dæma aukaspyrnu. Á 90. mínútu leiksins fer Dominiqe svo í hættulega tæklingu en slapp við annað gult spjald. Tvö ódýr og óþarfa spjöld hjá Fram. Dómarar Guðni Páll Kristjánsson, Steinar Stephensen og Eydís Ragna Einarsdóttir héldu þokkalega utan um leikinn í dag. Engin sérstök atvik eða vafamál og hélt leikurinn góðu flæði. Aukaspyrna dómari!Vísir/Ernir Stemning og umgjörð Góð stemning hérna í Grafarholtinu og gátu stuðningsmenn beggja liða notið sín í sólinni í stúkunni. Það heyrðist vel í stuðningsmönnunum en eins og ég hef sagt áður og mun segja aftur er að það vantar fleira fólk á leikina. Það voru svo algjörir englar sem sáu um að við fengum mat og drykk í blaðamannastúkunni. Viðtöl „Við ætluðum að stoppa Söndu Maríu“ Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram sagði hans lið ekki hafa náð að fylgja því eftir sem talað var um fyrir leikinn. „Við ætluðum að stoppa Söndru Maríu Jessen og Huldu Ósk Jónsdóttir og spila á köntunum sem við ætluðum að loka á en við gerum það ekki. Þær komast bara of oft í of góðar stöður og ég held það sé óhætt að segja að betra liðið í dag hafi unnið.“ Hart barist um boltann.Vísir/Ernir Hann gat þó tekið nokkra jákvæða punkta úr leiknum. „Við getum alltaf tekið eitthvað jákvætt úr leiknum eins og að ná marki fyrir lok fyrri hálfleiks. Við náðum fínum spil köflum og náðum að laga ákveðna hluti í hálfleik sem við fórum yfir sem voru betri í seinni hálfleik þannig það er alltaf eitthvað jákvætt sem við týnum saman og tökum með okkur.“ „Við náðum ekki að stoppa skyndisóknirnar“ Alda Ólafsdóttir sagði að Framliðið hefði ekki náð að jafna orkustig andstæðinganna úr Þór/KA í dag. „Frammistaðan var fín þrátt fyrir þetta tap. Mér fannst við ekki alveg ná að „matcha“ orkuna þeirra í fyrri hálfleik en mér fannst við koma samt sterkar til baka í seinni hálfleik. Við hefðum geta nýtt hættulegu svæðin á köntunum betur sem við náðum ekki að gera, þær voru með mjög hættulegar skyndisóknir sem við náðum ekki að stoppa.“ Murielle Tiernan með boltann.Vísir/Ernir Framliðið hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leikinn gegn Þór/KA og var Alda ánægð með stígandann í liðinu. „Mér finnst við mega vera sáttar með undirfarna leiki, það er mikill stígandi í okkar liði að halda bolta og við verðum að byggja meira ofan á það.“ „Liðsheild einkennir okkur í Þór/KA“ Sandra María Jessen var afar lífleg í leiknum með tvö mörk og eina stoðsendingu. „Fyrri hálfleikur var ekki sá okkar besti í sumar og við komum frekar ósáttar inn í hálfleik þrátt fyrir að vera 2-1 yfir í hálfleik. Mér fannst við vera hleypa þeim óþarfa mikið inn í leikinn og þær voru að skapa sér góðar stöður sem að sem betur fer fyrir okkur þær nýttu ekki,“ sagði Sandra María í viðtali eftir leik. „Það var bara pínu einbeitingarleysi en það að þær hafi skorað rétt fyrir hálfleik var smá spark í rassinn og við mættum í seinni hálfleik sannfærðar um að við ætluðum að taka öll stigin heim og bæta við mörkum. Ég er mjög stolt af liðinu því við héldum áfram alveg þangað til á 90 mínútu og reyndum alltaf að bæta í.“ Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Ernir Sandra María sagði liðsheildina afar góða í Akureyrarliðinu. „Það er mjög góð stemning innan liðsins, þetta er eitt af því sem einkennir okkur í Þór/KA og það er sterk liðsheild. Við erum gott lið í heildina og það er erfitt að vinna gegn liði sem stendur saman, er með sterka liðsheild og marga stóra karaktera sem vinna saman og það er alltaf gaman að spila með þessu liði.“ „Við náum að vinna vel úr breytingum á liðinu, við erum með góðan hóp og góðar stelpur sem eru búnar að spila lengi saman og við þekkjum hvor aðra vel. Það að það sé ein til tvær breytingar á milli leikja hefur ekki mikil áhrif á liðið okkar. Það er bara frábært að fleiri leikmenn séu að fá traust og fá mínútur í reynslubankann. Besta deild kvenna Fram Þór Akureyri KA
Þór/KA hafði betur gegn Fram í 6.umferð Bestu deildar kvenna í dag. 3-1 sigur gestanna sem sýndu ákefð og gæði í sóknarleiknum með frammistöðu sinni í dag. Leikurinn byrjaði jafnt en stelpurnar í Þór/KA náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Á 20. mínútu skoraði Amalía Árnadóttir glæsilegt mark eftir þríhyrningsspil við Söndru Maríu Jessen. Skot Amalíu lenti fyrst í stönginni en hún fylgdi eftir og skoraði. Elaina La Macchia kýlir boltann frá marki sínu.Vísir/Ernir Sandra María Jessen var svo á ferðinni á 30. mínútu þegar hún skoraði eftir stórkostlega utanfótar sendingu frá Henríettu Ágústsdóttur. Á 31. mínútu leiksins braut Alda Ólafsdóttir á Henríettu Ágústsdóttir og hlaut gult spjald fyrir brotið. Henríetta lá eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda en hélt þó áfram leiknum. Strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik þurfti hún þó að sætta sig við það að setjast í grasið og var í kjölfarið tekin útaf. Hart barist í Úlfarsárdalnum.Vísir/Ernir Bæði lið héldu áfram að sækja í leit að marki sem kom á fimmtu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Murielle Tiernan skoraði þá í þaknetið eftir aukaspyrnu sem datt fyrir Mackenzie Elyze Smith sem sendi boltann fyrir markið á Murielle Tiernan. Á 60. Mínútu skorar Sandra María Jessen síðan sitt seinna mark með föstum skalla eftir fyrirgjöf frá Angelu Mary Helgadóttur. Þór/KA var sterkari aðilinn í leiknum og vann að lokum verðskuldaðan 3-1 sigur. Atvik leiksins Fyrsta mark Þór/KA setti tóninn í leiknum og eftir það tóku gestirnir völdin og sýndu mikinn kraft í sóknarleiknum. Sandra María Jessen skallar boltann.Vísir/Ernir Stjörnur og skúrkar Maður leiksins er Sandra María Jessen með tvö mörk og eina stoðsendingu. Sóknarlínan hjá Þór/KA var frábær, Hulda Ósk Jónsdóttir var að gera góða hluti á hægri kantinum og kom sér fram hjá öllum leikmönnum sem reyndu að standa í vegi hennar. Henríetta Ágústsdóttir var virkilega örugg í öllum horn og aukaspyrnum og því má segja að það sé afar vont fyrir Þór/KA að missa hana í meiðsli. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Ernir Lily Anna Farkas fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk og Dominiqe Evangeline Bond-Flasza fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að það var búið að dæma aukaspyrnu. Á 90. mínútu leiksins fer Dominiqe svo í hættulega tæklingu en slapp við annað gult spjald. Tvö ódýr og óþarfa spjöld hjá Fram. Dómarar Guðni Páll Kristjánsson, Steinar Stephensen og Eydís Ragna Einarsdóttir héldu þokkalega utan um leikinn í dag. Engin sérstök atvik eða vafamál og hélt leikurinn góðu flæði. Aukaspyrna dómari!Vísir/Ernir Stemning og umgjörð Góð stemning hérna í Grafarholtinu og gátu stuðningsmenn beggja liða notið sín í sólinni í stúkunni. Það heyrðist vel í stuðningsmönnunum en eins og ég hef sagt áður og mun segja aftur er að það vantar fleira fólk á leikina. Það voru svo algjörir englar sem sáu um að við fengum mat og drykk í blaðamannastúkunni. Viðtöl „Við ætluðum að stoppa Söndu Maríu“ Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram sagði hans lið ekki hafa náð að fylgja því eftir sem talað var um fyrir leikinn. „Við ætluðum að stoppa Söndru Maríu Jessen og Huldu Ósk Jónsdóttir og spila á köntunum sem við ætluðum að loka á en við gerum það ekki. Þær komast bara of oft í of góðar stöður og ég held það sé óhætt að segja að betra liðið í dag hafi unnið.“ Hart barist um boltann.Vísir/Ernir Hann gat þó tekið nokkra jákvæða punkta úr leiknum. „Við getum alltaf tekið eitthvað jákvætt úr leiknum eins og að ná marki fyrir lok fyrri hálfleiks. Við náðum fínum spil köflum og náðum að laga ákveðna hluti í hálfleik sem við fórum yfir sem voru betri í seinni hálfleik þannig það er alltaf eitthvað jákvætt sem við týnum saman og tökum með okkur.“ „Við náðum ekki að stoppa skyndisóknirnar“ Alda Ólafsdóttir sagði að Framliðið hefði ekki náð að jafna orkustig andstæðinganna úr Þór/KA í dag. „Frammistaðan var fín þrátt fyrir þetta tap. Mér fannst við ekki alveg ná að „matcha“ orkuna þeirra í fyrri hálfleik en mér fannst við koma samt sterkar til baka í seinni hálfleik. Við hefðum geta nýtt hættulegu svæðin á köntunum betur sem við náðum ekki að gera, þær voru með mjög hættulegar skyndisóknir sem við náðum ekki að stoppa.“ Murielle Tiernan með boltann.Vísir/Ernir Framliðið hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leikinn gegn Þór/KA og var Alda ánægð með stígandann í liðinu. „Mér finnst við mega vera sáttar með undirfarna leiki, það er mikill stígandi í okkar liði að halda bolta og við verðum að byggja meira ofan á það.“ „Liðsheild einkennir okkur í Þór/KA“ Sandra María Jessen var afar lífleg í leiknum með tvö mörk og eina stoðsendingu. „Fyrri hálfleikur var ekki sá okkar besti í sumar og við komum frekar ósáttar inn í hálfleik þrátt fyrir að vera 2-1 yfir í hálfleik. Mér fannst við vera hleypa þeim óþarfa mikið inn í leikinn og þær voru að skapa sér góðar stöður sem að sem betur fer fyrir okkur þær nýttu ekki,“ sagði Sandra María í viðtali eftir leik. „Það var bara pínu einbeitingarleysi en það að þær hafi skorað rétt fyrir hálfleik var smá spark í rassinn og við mættum í seinni hálfleik sannfærðar um að við ætluðum að taka öll stigin heim og bæta við mörkum. Ég er mjög stolt af liðinu því við héldum áfram alveg þangað til á 90 mínútu og reyndum alltaf að bæta í.“ Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Ernir Sandra María sagði liðsheildina afar góða í Akureyrarliðinu. „Það er mjög góð stemning innan liðsins, þetta er eitt af því sem einkennir okkur í Þór/KA og það er sterk liðsheild. Við erum gott lið í heildina og það er erfitt að vinna gegn liði sem stendur saman, er með sterka liðsheild og marga stóra karaktera sem vinna saman og það er alltaf gaman að spila með þessu liði.“ „Við náum að vinna vel úr breytingum á liðinu, við erum með góðan hóp og góðar stelpur sem eru búnar að spila lengi saman og við þekkjum hvor aðra vel. Það að það sé ein til tvær breytingar á milli leikja hefur ekki mikil áhrif á liðið okkar. Það er bara frábært að fleiri leikmenn séu að fá traust og fá mínútur í reynslubankann.
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast