Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar 19. maí 2025 10:32 Gagnrýni á þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfara Að gefnu tilefni – og mér þvert um geð - sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar og hans fylgisfólks í minn garð – nú síðast á nýliðnu íþróttaþingi ÍSÍ þar sem ég var sakaður að vera annar upphafsmanna (ásamt Hafrúnu Kristjánsdóttir, prófessor og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík) að skipulögðu „mannorðsmorði“ í hans garð með „með lygum og óhróðri“ sem hafi staðið yfir í nær átta ár – sem og þá afvegaleiðingu sem hópurinn hefur stuðlað að í tengslum við gagnrýni á störf og háttsemi þjálfarans. Áður en lengra er haldið er brýnt að rifja upp forsögu málsins. Í febrúar árið 2021 var heimildarmyndin Hækkum rána sýnd í sjónvarpi Símans. Í myndinni var varpað ljósi á óhefðbundnar þjálfunaraðferðir umrædds þjálfara á mjög ungum stúlkum. Myndin vakti mikla athygli. Mörgum þóttu aðferðirnar hressilegar og mikilvægar í nafni kynjajafnréttis sem og að tímabært væri að „herða“ börn upp í samfélagi sem vefði þau í bómul, á meðan öðrum þóttu aðferðirnar og háttsemi þjálfarans óviðeigandi og skemmandi. Ég skrifaði pistil um þessa mynd í Kjarnann, ekki síst vegna vinsældar hennar (síðar Heimildin, sjá hér). Í pistlinum gagnrýndi ég vinnubrögð þjálfarans sem sýnd voru í myndinni á fræðilegum forsendum. Meðal annars með þeim orðum að aðferðirnar sem sýndar voru í myndinni gengu gegn „fræðilegri þekkingu vísindasamfélagsins, hagnýtri þekkingu íþróttasamfélagins, stefnu íþróttayfirvalda, skipulagi íþróttastarfs hér á landi og þeirri íþróttamenningu sem hér ríkir.” Kjarni gagnrýninnar fólst í því að þjálfarar geta ekki gert eftirlitslausar tilraunir á börnum í íþróttum, sem ganga þvert á vísindalega þekkingu hvers tíma – líkt og þjálfarinn sjálfur staðfesti að hann væri að gera í viðtali við Kastljós á þessum tíma og ítrekað síðan. Í viðtalinu hélt þjálfarinn því enn fremur fram að hann væri í raun einn fær um að gera þessa tilteknu tilraun á börnunum, enda væri alfarið byggt á hans hugmyndum og því væri sú þekking og færni ekki á færi annarra. En slík tilraunastarfsemi einstaklinga á börnum, sem þetta dæmi er merki um, er algjörlega ótæk. Ekki síst þegar slíkar tilraunir eru ekki undir eftirliti fagaðila, og hvað þá heldur þegar þær ganga gegn stefnu íþróttayfirvalda, viðurkenndri fræðilegri þekkingu á þjálfun og þroska barna, og taka ekki mið af þeim fjölþættu, flóknu og ófyrirséðu afleiðingum sem óreyndar þjálfunaraðferðir kunna að hafa í för með sér fyrir iðkendur. Frá upphaflegri gagnrýni minni fyrir ríflega fjórum árum síðan hef ég lítið sem ekkert tjáð mig um þjálfarann eða hans störf – þrátt fyrir að þjálfarinn taki sér reglulega talsvert pláss í fjölmiðlum og af nógu sé að taka. Ég hef í sannleika sagt lítið fylgst með málum þjálfarans. Af og til á undanförnum árum hafa mér aftur á móti borist ábendingar af málflutningi þjálfarans og fylgisfólks hans þar sem „nafn” og orðspor mitt hefur borið á góma, og því meðal annars haldið fram að ég sé með þjálfarann á „heilanum” – sem hljómar í mín eyru sem áhugaverð öfugmæli. Ég hef þó ekki látið mig málið varða á nýjan leik, þangað til nú. Viðbrögð þjálfarans og fylgisfólks hans Þjálfarinn og fylgisfólk hans hafa síðastliðin ár ítrekað vegið að starfsheiðri mínum sem fræðimanns á þeim forsendum að ég hafi tjáð mig um málefni sem ég hafi ekki gert formlega rannsókn á, og látið í ljós skína að það sé fræðafólki ekki sæmandi. Með þessari gagnrýni hafa þau þó fyrst og fremst opinberað vanþekkingu sína á félagsvísindum almennt sem og almennu hlutverki fræðafólks í samfélaginu. Fræðafólki, til að mynda í félagsvísindum, er ekki einungis ætlað að tjá sig um rannsóknir sem það hefur framkvæmt heldur er því einnig ætlað að taka þátt í almennri samfélagsumræðu með fræðilega þekkingu sína sem grundvöll. Minna má á að í ályktun Rannsóknarskýrslu Alþingis var fræðafólk hvatt til að taka þátt í almennri umræðu um málefni á þeirra sérsviðum, sérstaklega þar sem grunur leikur á að ryki sér þyrlað í augu almennings, honum til upplýsingar. Sýning heimildarmyndarinnar Hækkum rána kallaði á slík viðbrögð frá fræðasamfélaginu enda skrifaði fjöldi fræðafóks undir yfirlýsingu þess efnis að það hefði áhyggjur af þeim þjálfunaraðferðum sem sýnt var frá í myndinni (sjá hér). Þjálfarinn og fylgisfólk hans byggja sína aðför að mér á því engu að síður á að ég hafi ekki kynnt mér málin og skilji því ekki snilldina í aðferðum þjálfarans. Að ég vaði villu vegar og viti ekkert um hvað ég er að tala. Ég er á öðru máli, sennilega þar sem beiti öðru og gagnrýnna sjónarhorni. Umræddri heimildarmynd var ætlað, og veitti innsýn í þjálfunaraðferðir þjálfarans, sem hann hefur alla tíð síðan talað fyrir og gengist stoltur við. Þannig má álykta að myndin hafi sýnt réttmæta mynd af þeim þjálfunaraðferðum sem þjálfarinn beitir. Það þyrfti því varla frekari vitnanna við fyrir utanaðkomandi að gera sér grein fyrir hvað þarna fer fram. En sem fræðimaður taldi ég þó réttast að kynna mér málin betur – þar sem heimildarmyndir segja ekki endilega alla söguna, eða sannleikann – og leitaði ég því til fjölda fólks til að fá betri innsýn í það sem þarna færi fram. Það fólk sem ég komst í samband við tengdist málinu og þjálfaranum með einum eða öðrum hætti og átti það sameiginlegt að þekkja vel til þjálfarans og vinnubragða hans. Allt þetta fólk hafði svipaða sögu að segja, að myndin veitti ekki einungis góða innsýn í aðferðir þjálfarans heldur að málin væru í mörgum tilvikum alvarlegri en kom fram í myndinni. Sumir hvöttu mig til að stíga fram og gagnrýna aðferðir þjálfarans því það væri mikilvægt að einhver, eins og einhver í minni stöðu, myndi benda á að ekki væri endilega allt með felldu. Gagnrýni mín varð því hvassari, ef eitthvað er, eftir að hafa leitað mér frekari upplýsinga en upphaflega stóð til eftir áhorf myndarinnar. Til að mynda komu sjónarhorn fórnarlamba þjálfunaraðferða þjálfarans og háttsemi hans, þeirra ungu stúlkna sem hröktust úr körfuboltanum, jafnvel með sár á sálinni, ekki fram í myndinni. Myndin sagði eingöngu sögu sigurvegaranna en ekki hinna sem var fórnað á þeirra kostnað. En þjálfarinn hefur ítrekað gert lítið úr upplifunum þeirra á öðrum vettvangi. Með öðrum orðum þá hefði frekar verið hægt að gagnrýna mig ef ég hefði farið og fylgst með æfingum hjá þjálfaranum og þeim iðkendum sem eftir voru, en hunsað hin óæskilegu fórnarlömb tilraunarinnar sem ekki stóðust forsendur hennar. Það er fullkomlega réttmætt að koma sjónarhornum annarra en sigurvegaranna til skila. Að þau börn eigi sér málsvara var mikilvægt inntak gagnrýni minnar. Í öðru lagi þá hafa þjálfarinn og fylgisfólk hans ítrekað afvegaleitt umræðuna um kjarna þeirrar gagnrýni sem að honum hefur beinst. Til dæmis hefur umræðunni verið snúið að kynjajafnrétti, foreldravandamálum, og mikilvægi þess að þjálfa þrautseigju og andlegan styrk hjá börnum og ungmennum – sem allt eru mál sem ég get að hluta til tekið undir. Slík afvegaleiðing skautar þó fram hjá kjarna gagnrýninnar, og stendur í vegi fyrir upplýsta umræðu um hana. Í þriðja lagi þá hafa þjálfarinn og fylgisfólk hans ítrekað farið með rógburð og ósannindi gagnvart mér (sem og öðrum) í málinu. Þjálfarinn fullyrti til dæmis í viðtali í hlaðvarpsþætti að hafa boðið mér að mæta sér í rökræðum en ég hafi ekki þorað að mæta honum – væntanlega til að láta líta svo út að ég hafi slakan málstað að verja. En ég get tekið það skýrt fram hér að ég hef ekki átt nein samskipti við þjálfarann eða hans fylgisfólk frá því að að gagnrýni mín birtist fyrir fjórum árum síðan. Þetta var það fyrsta sem ég heyrði af málinu. Þessi fullyrðing þjálfarans er einfaldlega ósönn. Þessu tengt þá hafa þjálfarinn og fylgisfólk hans ráðist af harðfylgi að fjölda fólks sem hefur vogað sér að gagnrýna þjálfunaraðferðirnar eða háttvísi þjálfarans og kaupir ekki frásögn þeirra. Þar er ítrekað vegið að æru og starfsheiðri fólks, eins og fræðafólks og starfsfólks Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Taktíkin er að ráðast á manninn en ekki boltann. Ég fæ af og til skilaboð frá fólki sem vill gagnrýna aðferðir þjálfarans en þorir ekki að tjá sig um málin opinberlega af ótta við afleiðingarnar. Það er skiljanlegt þegar slíkt offors og yfirgangur gegn gagnrýnendum er fylgifiskur þess og sér í lagi þar sem óvönduð ummæli rata gjarnan í fjölmiðla. Og því tengt þá hefur þjálfarinn, sem er gerandinn í augum margra, stillt sér upp sem fórnarlambi í málinu og gengisfellt eineltishugtakið svo um munar – samanber þau tilhæfulausu ummæli sem þjálfarinn lét falla um okkur Hafrúnu, og vitnað var til í byrjun greinarinnar. Að síðustu má geta þess að þjálfarinn kallar mig alltaf „Víði” í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi en ekki mínu rétta nafni, sem er Viðar. Þetta gerir hann þrátt fyrir að hafa ítrekað verið leiðréttur af viðmælendum sýnum – sem ber merki aðferðar þeirra sem reyna að gera lítið úr andstæðingum sínum á ómálefnalegan hátt. Kjarni málins En hver er kjarni gagnrýni minnar og annars fræðafólks á aðferðir og háttsemi þjálfarans? Til að það sé á hreinu þá vil ég fyrst ítreka hvað er ekki kjarni málsins. Kjarni gagnrýninnar er ekki sá að stelpur megi ekki spila á móti strákum í íþróttum. Kjarni gagnrýninnar er ekki sá að sumir foreldrar kunni að umvefja börn sín í óþarfa bómul. Kjarni gagnrýninnar er ekki sá að það sé ekki hægt að nota íþróttir til að þjálfa þrautseigju og andlegan styrk. Allt ofangreint er afvegaleiðing frá kjarna málsins. Kjarni gagnrýni minnar á aðferðir og háttsemi þjálfarans er sá að einstaklingar geta ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að gera öfgafulla og eftirlitslausa tilraunastarfsemi á börnum og ungmennum í íþróttum. Tilraunastarfsemi sem gengur gegn viðurkenndri þekkingu vísinda og almennu siðferði, og getur haft í för með sér alvarlegar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir heilsu og velferð iðkenda. Hvort sem þær afleiðingar eru líkamlegs, andlegs, eða félagslegs eðlis, og hvort þær koma fram strax eða síðar. Þessar forsendur tel ég vera óumdeildar, ekki síst í vestrænu velferðarsamfélagi þar sem íþróttastarf er styrkt með opinberu fjármagni. Í vísindaheiminum, þar sem ég starfa, þurfa slíkar tilraunir til að mynda að hljóta samþykki Vísindasiðanefndar og Persónuverndar að vel athuguðu máli þar sem rannsakandur þurfa að gera viðeigandi skil á forsendum, framgangi og niðurstöðum slíkrar tilraunastarfsemi til þar til bærra aðila. Allt til að tryggja að þátttakendur eigi ekki í hættu að hljóta skaða af þátttöku í slíkri tilraunastarfsemi. Það þykir alvarlegt mál ef einhverjir þátttakendur í vísindatilraunum hljóta skaða af þátttöku sinni, það sama gildir auðvitað um íþróttir, og þá sérstaklega þegar um börn er að ræða. Sú gagnrýni sem ég setti fram í greininni minni á sínum tíma hefur því miður verið staðfest á undanförnum árum, og þá helst af þjálfaranum sjálfum og nú síðast í skýrslu samskiptafulltrúa Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Um var að ræða óboðlega tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum. Gagnrýni mín á slíkar aðferðir stendur nú sem fyrr. Það er með öðrum orðum ekki forsvaranlegt fyrir íþróttahreyfingu, sem haldið er uppi af opinberu fé ríkis og sveitarfélaga, að gera þjálfun barna og ungmenna að einkamáli einstaka þjálfara. Þannig gildir einu hvaða trú þjálfarinn og fylgisfólk hans hefur á þeim aðferðum sem þjálfarinn beitir. Því þrátt fyrir að þjálfarar þurfi ekki allir að vera steyptir í sama mót og það sé æskilegt og réttmætt að þeir leiti leiða til framfara og framþróunar, þá er aðhald sem byggist á forsendum bestu þekkingar fræða og vísinda, sem og siðferðis og reynslu hvers tíma, nauðsynleg og eðlileg forsenda í öllu barna- og ungmennastarfi. Svo notast sé við myndlíkingu þá getur vettvangur íþróttastarfsins ekki verið eins og í villta vestrinu, þar sem engin lög, reglur, eða viðmið gilda. Slíkt væri ábyrgðarlaust. Ég trúi jafnframt ekki öðru en að foreldar barna og ungmenna hljóti að gera þá kröfu að þjálfarar þeirra í íþróttum sýni almennt velsæmi í samskiptum sínum, hvort sem er við iðkendur eða annað fólk í samfélaginu. Sú krafa fylgir því starfi að vera fyrirmynd fyrir börn og ungmenni, og gildir þá einu hvaða þjálfari á í hlut. Að lokum frábið ég mér allt tal um „skipulagt mannorðsmorð” og „lygar og óhróður” af minni hálfu í garð þjálfarans og hans fólks. Þær ásakanir þjálfarans eru úr lausu lofti gripnar og ummælin dæma sig sjálf. Ég hef að öllu framansögðu ekkert að ræða við þjálfara sem tekur ekki rökum og ræðst að gagnrýnendum sýnum með yfirgangi og ærumeiðingum. Virðing er áunnin. Gagnrýni á þjálfara sem annars vegar fara gegn viðurkenndum þjálfunaraðferðum og fræðum með því að gera tilraunir á börnum og ungmennum, og hinsvegar gagnrýni á háttsemi þjálfara sem ganga gegn almennu velsæmi er bæði eðlileg og réttmæt og verður ekki flúin með afvegaleiðingu og skætingi. Það er kjarni málsins. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aþena Körfubolti ÍSÍ Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Gagnrýni á þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfara Að gefnu tilefni – og mér þvert um geð - sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar og hans fylgisfólks í minn garð – nú síðast á nýliðnu íþróttaþingi ÍSÍ þar sem ég var sakaður að vera annar upphafsmanna (ásamt Hafrúnu Kristjánsdóttir, prófessor og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík) að skipulögðu „mannorðsmorði“ í hans garð með „með lygum og óhróðri“ sem hafi staðið yfir í nær átta ár – sem og þá afvegaleiðingu sem hópurinn hefur stuðlað að í tengslum við gagnrýni á störf og háttsemi þjálfarans. Áður en lengra er haldið er brýnt að rifja upp forsögu málsins. Í febrúar árið 2021 var heimildarmyndin Hækkum rána sýnd í sjónvarpi Símans. Í myndinni var varpað ljósi á óhefðbundnar þjálfunaraðferðir umrædds þjálfara á mjög ungum stúlkum. Myndin vakti mikla athygli. Mörgum þóttu aðferðirnar hressilegar og mikilvægar í nafni kynjajafnréttis sem og að tímabært væri að „herða“ börn upp í samfélagi sem vefði þau í bómul, á meðan öðrum þóttu aðferðirnar og háttsemi þjálfarans óviðeigandi og skemmandi. Ég skrifaði pistil um þessa mynd í Kjarnann, ekki síst vegna vinsældar hennar (síðar Heimildin, sjá hér). Í pistlinum gagnrýndi ég vinnubrögð þjálfarans sem sýnd voru í myndinni á fræðilegum forsendum. Meðal annars með þeim orðum að aðferðirnar sem sýndar voru í myndinni gengu gegn „fræðilegri þekkingu vísindasamfélagsins, hagnýtri þekkingu íþróttasamfélagins, stefnu íþróttayfirvalda, skipulagi íþróttastarfs hér á landi og þeirri íþróttamenningu sem hér ríkir.” Kjarni gagnrýninnar fólst í því að þjálfarar geta ekki gert eftirlitslausar tilraunir á börnum í íþróttum, sem ganga þvert á vísindalega þekkingu hvers tíma – líkt og þjálfarinn sjálfur staðfesti að hann væri að gera í viðtali við Kastljós á þessum tíma og ítrekað síðan. Í viðtalinu hélt þjálfarinn því enn fremur fram að hann væri í raun einn fær um að gera þessa tilteknu tilraun á börnunum, enda væri alfarið byggt á hans hugmyndum og því væri sú þekking og færni ekki á færi annarra. En slík tilraunastarfsemi einstaklinga á börnum, sem þetta dæmi er merki um, er algjörlega ótæk. Ekki síst þegar slíkar tilraunir eru ekki undir eftirliti fagaðila, og hvað þá heldur þegar þær ganga gegn stefnu íþróttayfirvalda, viðurkenndri fræðilegri þekkingu á þjálfun og þroska barna, og taka ekki mið af þeim fjölþættu, flóknu og ófyrirséðu afleiðingum sem óreyndar þjálfunaraðferðir kunna að hafa í för með sér fyrir iðkendur. Frá upphaflegri gagnrýni minni fyrir ríflega fjórum árum síðan hef ég lítið sem ekkert tjáð mig um þjálfarann eða hans störf – þrátt fyrir að þjálfarinn taki sér reglulega talsvert pláss í fjölmiðlum og af nógu sé að taka. Ég hef í sannleika sagt lítið fylgst með málum þjálfarans. Af og til á undanförnum árum hafa mér aftur á móti borist ábendingar af málflutningi þjálfarans og fylgisfólks hans þar sem „nafn” og orðspor mitt hefur borið á góma, og því meðal annars haldið fram að ég sé með þjálfarann á „heilanum” – sem hljómar í mín eyru sem áhugaverð öfugmæli. Ég hef þó ekki látið mig málið varða á nýjan leik, þangað til nú. Viðbrögð þjálfarans og fylgisfólks hans Þjálfarinn og fylgisfólk hans hafa síðastliðin ár ítrekað vegið að starfsheiðri mínum sem fræðimanns á þeim forsendum að ég hafi tjáð mig um málefni sem ég hafi ekki gert formlega rannsókn á, og látið í ljós skína að það sé fræðafólki ekki sæmandi. Með þessari gagnrýni hafa þau þó fyrst og fremst opinberað vanþekkingu sína á félagsvísindum almennt sem og almennu hlutverki fræðafólks í samfélaginu. Fræðafólki, til að mynda í félagsvísindum, er ekki einungis ætlað að tjá sig um rannsóknir sem það hefur framkvæmt heldur er því einnig ætlað að taka þátt í almennri samfélagsumræðu með fræðilega þekkingu sína sem grundvöll. Minna má á að í ályktun Rannsóknarskýrslu Alþingis var fræðafólk hvatt til að taka þátt í almennri umræðu um málefni á þeirra sérsviðum, sérstaklega þar sem grunur leikur á að ryki sér þyrlað í augu almennings, honum til upplýsingar. Sýning heimildarmyndarinnar Hækkum rána kallaði á slík viðbrögð frá fræðasamfélaginu enda skrifaði fjöldi fræðafóks undir yfirlýsingu þess efnis að það hefði áhyggjur af þeim þjálfunaraðferðum sem sýnt var frá í myndinni (sjá hér). Þjálfarinn og fylgisfólk hans byggja sína aðför að mér á því engu að síður á að ég hafi ekki kynnt mér málin og skilji því ekki snilldina í aðferðum þjálfarans. Að ég vaði villu vegar og viti ekkert um hvað ég er að tala. Ég er á öðru máli, sennilega þar sem beiti öðru og gagnrýnna sjónarhorni. Umræddri heimildarmynd var ætlað, og veitti innsýn í þjálfunaraðferðir þjálfarans, sem hann hefur alla tíð síðan talað fyrir og gengist stoltur við. Þannig má álykta að myndin hafi sýnt réttmæta mynd af þeim þjálfunaraðferðum sem þjálfarinn beitir. Það þyrfti því varla frekari vitnanna við fyrir utanaðkomandi að gera sér grein fyrir hvað þarna fer fram. En sem fræðimaður taldi ég þó réttast að kynna mér málin betur – þar sem heimildarmyndir segja ekki endilega alla söguna, eða sannleikann – og leitaði ég því til fjölda fólks til að fá betri innsýn í það sem þarna færi fram. Það fólk sem ég komst í samband við tengdist málinu og þjálfaranum með einum eða öðrum hætti og átti það sameiginlegt að þekkja vel til þjálfarans og vinnubragða hans. Allt þetta fólk hafði svipaða sögu að segja, að myndin veitti ekki einungis góða innsýn í aðferðir þjálfarans heldur að málin væru í mörgum tilvikum alvarlegri en kom fram í myndinni. Sumir hvöttu mig til að stíga fram og gagnrýna aðferðir þjálfarans því það væri mikilvægt að einhver, eins og einhver í minni stöðu, myndi benda á að ekki væri endilega allt með felldu. Gagnrýni mín varð því hvassari, ef eitthvað er, eftir að hafa leitað mér frekari upplýsinga en upphaflega stóð til eftir áhorf myndarinnar. Til að mynda komu sjónarhorn fórnarlamba þjálfunaraðferða þjálfarans og háttsemi hans, þeirra ungu stúlkna sem hröktust úr körfuboltanum, jafnvel með sár á sálinni, ekki fram í myndinni. Myndin sagði eingöngu sögu sigurvegaranna en ekki hinna sem var fórnað á þeirra kostnað. En þjálfarinn hefur ítrekað gert lítið úr upplifunum þeirra á öðrum vettvangi. Með öðrum orðum þá hefði frekar verið hægt að gagnrýna mig ef ég hefði farið og fylgst með æfingum hjá þjálfaranum og þeim iðkendum sem eftir voru, en hunsað hin óæskilegu fórnarlömb tilraunarinnar sem ekki stóðust forsendur hennar. Það er fullkomlega réttmætt að koma sjónarhornum annarra en sigurvegaranna til skila. Að þau börn eigi sér málsvara var mikilvægt inntak gagnrýni minnar. Í öðru lagi þá hafa þjálfarinn og fylgisfólk hans ítrekað afvegaleitt umræðuna um kjarna þeirrar gagnrýni sem að honum hefur beinst. Til dæmis hefur umræðunni verið snúið að kynjajafnrétti, foreldravandamálum, og mikilvægi þess að þjálfa þrautseigju og andlegan styrk hjá börnum og ungmennum – sem allt eru mál sem ég get að hluta til tekið undir. Slík afvegaleiðing skautar þó fram hjá kjarna gagnrýninnar, og stendur í vegi fyrir upplýsta umræðu um hana. Í þriðja lagi þá hafa þjálfarinn og fylgisfólk hans ítrekað farið með rógburð og ósannindi gagnvart mér (sem og öðrum) í málinu. Þjálfarinn fullyrti til dæmis í viðtali í hlaðvarpsþætti að hafa boðið mér að mæta sér í rökræðum en ég hafi ekki þorað að mæta honum – væntanlega til að láta líta svo út að ég hafi slakan málstað að verja. En ég get tekið það skýrt fram hér að ég hef ekki átt nein samskipti við þjálfarann eða hans fylgisfólk frá því að að gagnrýni mín birtist fyrir fjórum árum síðan. Þetta var það fyrsta sem ég heyrði af málinu. Þessi fullyrðing þjálfarans er einfaldlega ósönn. Þessu tengt þá hafa þjálfarinn og fylgisfólk hans ráðist af harðfylgi að fjölda fólks sem hefur vogað sér að gagnrýna þjálfunaraðferðirnar eða háttvísi þjálfarans og kaupir ekki frásögn þeirra. Þar er ítrekað vegið að æru og starfsheiðri fólks, eins og fræðafólks og starfsfólks Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Taktíkin er að ráðast á manninn en ekki boltann. Ég fæ af og til skilaboð frá fólki sem vill gagnrýna aðferðir þjálfarans en þorir ekki að tjá sig um málin opinberlega af ótta við afleiðingarnar. Það er skiljanlegt þegar slíkt offors og yfirgangur gegn gagnrýnendum er fylgifiskur þess og sér í lagi þar sem óvönduð ummæli rata gjarnan í fjölmiðla. Og því tengt þá hefur þjálfarinn, sem er gerandinn í augum margra, stillt sér upp sem fórnarlambi í málinu og gengisfellt eineltishugtakið svo um munar – samanber þau tilhæfulausu ummæli sem þjálfarinn lét falla um okkur Hafrúnu, og vitnað var til í byrjun greinarinnar. Að síðustu má geta þess að þjálfarinn kallar mig alltaf „Víði” í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi en ekki mínu rétta nafni, sem er Viðar. Þetta gerir hann þrátt fyrir að hafa ítrekað verið leiðréttur af viðmælendum sýnum – sem ber merki aðferðar þeirra sem reyna að gera lítið úr andstæðingum sínum á ómálefnalegan hátt. Kjarni málins En hver er kjarni gagnrýni minnar og annars fræðafólks á aðferðir og háttsemi þjálfarans? Til að það sé á hreinu þá vil ég fyrst ítreka hvað er ekki kjarni málsins. Kjarni gagnrýninnar er ekki sá að stelpur megi ekki spila á móti strákum í íþróttum. Kjarni gagnrýninnar er ekki sá að sumir foreldrar kunni að umvefja börn sín í óþarfa bómul. Kjarni gagnrýninnar er ekki sá að það sé ekki hægt að nota íþróttir til að þjálfa þrautseigju og andlegan styrk. Allt ofangreint er afvegaleiðing frá kjarna málsins. Kjarni gagnrýni minnar á aðferðir og háttsemi þjálfarans er sá að einstaklingar geta ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að gera öfgafulla og eftirlitslausa tilraunastarfsemi á börnum og ungmennum í íþróttum. Tilraunastarfsemi sem gengur gegn viðurkenndri þekkingu vísinda og almennu siðferði, og getur haft í för með sér alvarlegar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir heilsu og velferð iðkenda. Hvort sem þær afleiðingar eru líkamlegs, andlegs, eða félagslegs eðlis, og hvort þær koma fram strax eða síðar. Þessar forsendur tel ég vera óumdeildar, ekki síst í vestrænu velferðarsamfélagi þar sem íþróttastarf er styrkt með opinberu fjármagni. Í vísindaheiminum, þar sem ég starfa, þurfa slíkar tilraunir til að mynda að hljóta samþykki Vísindasiðanefndar og Persónuverndar að vel athuguðu máli þar sem rannsakandur þurfa að gera viðeigandi skil á forsendum, framgangi og niðurstöðum slíkrar tilraunastarfsemi til þar til bærra aðila. Allt til að tryggja að þátttakendur eigi ekki í hættu að hljóta skaða af þátttöku í slíkri tilraunastarfsemi. Það þykir alvarlegt mál ef einhverjir þátttakendur í vísindatilraunum hljóta skaða af þátttöku sinni, það sama gildir auðvitað um íþróttir, og þá sérstaklega þegar um börn er að ræða. Sú gagnrýni sem ég setti fram í greininni minni á sínum tíma hefur því miður verið staðfest á undanförnum árum, og þá helst af þjálfaranum sjálfum og nú síðast í skýrslu samskiptafulltrúa Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Um var að ræða óboðlega tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum. Gagnrýni mín á slíkar aðferðir stendur nú sem fyrr. Það er með öðrum orðum ekki forsvaranlegt fyrir íþróttahreyfingu, sem haldið er uppi af opinberu fé ríkis og sveitarfélaga, að gera þjálfun barna og ungmenna að einkamáli einstaka þjálfara. Þannig gildir einu hvaða trú þjálfarinn og fylgisfólk hans hefur á þeim aðferðum sem þjálfarinn beitir. Því þrátt fyrir að þjálfarar þurfi ekki allir að vera steyptir í sama mót og það sé æskilegt og réttmætt að þeir leiti leiða til framfara og framþróunar, þá er aðhald sem byggist á forsendum bestu þekkingar fræða og vísinda, sem og siðferðis og reynslu hvers tíma, nauðsynleg og eðlileg forsenda í öllu barna- og ungmennastarfi. Svo notast sé við myndlíkingu þá getur vettvangur íþróttastarfsins ekki verið eins og í villta vestrinu, þar sem engin lög, reglur, eða viðmið gilda. Slíkt væri ábyrgðarlaust. Ég trúi jafnframt ekki öðru en að foreldar barna og ungmenna hljóti að gera þá kröfu að þjálfarar þeirra í íþróttum sýni almennt velsæmi í samskiptum sínum, hvort sem er við iðkendur eða annað fólk í samfélaginu. Sú krafa fylgir því starfi að vera fyrirmynd fyrir börn og ungmenni, og gildir þá einu hvaða þjálfari á í hlut. Að lokum frábið ég mér allt tal um „skipulagt mannorðsmorð” og „lygar og óhróður” af minni hálfu í garð þjálfarans og hans fólks. Þær ásakanir þjálfarans eru úr lausu lofti gripnar og ummælin dæma sig sjálf. Ég hef að öllu framansögðu ekkert að ræða við þjálfara sem tekur ekki rökum og ræðst að gagnrýnendum sýnum með yfirgangi og ærumeiðingum. Virðing er áunnin. Gagnrýni á þjálfara sem annars vegar fara gegn viðurkenndum þjálfunaraðferðum og fræðum með því að gera tilraunir á börnum og ungmennum, og hinsvegar gagnrýni á háttsemi þjálfara sem ganga gegn almennu velsæmi er bæði eðlileg og réttmæt og verður ekki flúin með afvegaleiðingu og skætingi. Það er kjarni málsins. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun