Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar 10. júlí 2025 14:33 Ísland, landið okkar, er í stórhættu og við öll íbúar þess verðum að vita af því og verja það. Áskorun á Alþingi Íslands að banna nú þegar, með lögum, uppsetningu á vindorkuverum á og í kringum Ísland! Kort frá Landvernd sem sýnir eitthvað af staðsetningum fyrirhugaðra vindorkuvera. Mis margar vindtúrbínur eru undir hverju gulu merki á kortinu.Landvernd Ber ekki Alþingi og forseta Íslands að vernda landið gegn hverskonar hryðjuverkum sem vinna á á því, hvort sem það er gert í nafni svonefnds orkuskorts eða annars. Það stendur til að eyðileggja framtíð Íslands og Alþingi virðist ætla að taka þátt í því með leppa við bæði augun. En hver er ábyrgð stóru fjölmiðlanna á Íslandi ? Ber þeim ekki að fjalla um málefni sem varða framtíðarheill landsins ? Ríkisútvarpið Sjónvarp, eign okkar landsmanna, á bara að segja frá einum áformum í einum fréttatíma og svo búið mál ? Á að þegja á meðan unnið er að því hörðum höndum að eyðileggja Ísland sem vel byggilegt og sjálfbært land ? Sýn hvar er ykkar styrkur, ætluðuð þið ekki að veita ríkisfjölmiðlunum samkeppni ? Sýnið að ykkur sé alvara. Þetta mál þarf að vera til umræðu þar til sett verða lög sem banna vindorkuver á Íslandi. Það þurfa allir landsmenn að vita af þessari ógn sem vindorkuver eru. Hjálpið til og gerið það sem ykkur ber að gera, upplýsa, fræða, fjalla um og það ofaní kjölinn þar til árangri er náð. Vitið þið að á aðalfundi Landverndar var samþykkt ályktun um að skora á Alþingi að banna vindorkuver á Íslandi, með lögum ? Það var ekki gert bara uppá grín ! Síðan það var hef ég hvergi heyrt púst eða stunu um málið. Hér er hún: „ Aðalfundur Landverndar haldinn í Tjarnarbíói 23.maí 2025 skorar á Alþingi Íslands að banna nú þegar, með lögum, uppsetningu á vindorkuverum á og í kringum Ísland. Vindorkuver munu valda óbætanlegum og óafturkræfum náttúruspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og ógna líffræðilegum fjölbreytileika og skaða samfélög og atvinnulíf í landinu. Þess er líka krafist að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir landsins, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar til að tryggja beina aðkomu almennings að orku- og afkomuöryggi, matvælaöryggi og náttúruvernd.” Hafið þið virkilega enga hugmynd um hvað er í húfi ? Hafi þið lesið pósta sem ykkur hafa verið sendir til fræðslu með von um efnistöku á ykkar miðlum ? Sent á frétta- og þáttagerðafólk, þingheim, alla bæjar- og sveitastjórnafulltrúa og varafulltrúa sem ég fann á skrá ásamt borgarfulltrúum og fjölda annarra, þá eigið þið að vita að það er dauðans alvara fyrir landið okkar að fá yfir sig vindorkuver. Þökk ykkur sem þökkuðuð fyrir póstinn. Ég er að tala um byggð í landinu, eyðilagða náttúru sem ekki verður endurheimt, eitruð landsvæði sem ekki henta neinu dýra- eða plöntulífi, mengað grunnvatn á eins stórum svæðum og vindurinn ber örplast , fiskurinn í ánum fær að kenna á því og hrun verður í ferðamannaiðnaðinum svo nokkuð sé nefnt. Það á ekki undir neinum kringumstæðum að vera undir sveitafélögum komið hvort þar rísi vindorkuver, þetta er grafalvarlegt mál og varðar alla Íslendinga. Þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að vera geti Alþingi ekki unnið vinnuna sína. Hvað segið þið, er þetta ekki eitthvað til að fjalla um ? Það er ekki nóg að tala við þau sem standa að þessum vindorkuverum og orkumálaráðherra, hjá þeim er bara ein hlið á peningnum og þau ganga um í nýju fötum keisarans sem þau völdu handa hvert öðru. Við sem sjáum, vitum að þau ganga um nakin í blindri gróðavon íslenskra og erlendra lukkuriddara. Við sem sjáum virðumst bara ekki vera mjög mörg, erum ekki mjög sýnileg fólkinu í landinu og þá kemur að því sem ég vil kalla skyldu fjölmiðla, sérstaklega RÚV og SÝN, að sýna fólkinu hina hliðina á peningnum. Ykkur ber skylda til að kafa í þetta mál og fjalla um það, ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur af þunga og festu eins oft og þarf til að opna augu landsmanna. Fólkið í landinu á rétt á og þarf að vita um afleiðingar þessara áforma. Þökk til ykkar fjölmiðlar sem hafið fjallað um málið og birt pisla frá fólki sem vill vekja fólk til vitundar um vindorkuver. Smá upprifjun um skaðsemi og afleiðingar þess að setja upp vindorkuver á Íslandi. Hér er myndband frá Motvind Norge eftir Bård Solem sem sýnir myndir fyrir og eftir vindorkuver. Hér er annað geysi sterkt myndband “ANEO og vinden” eftir Bård Solem með myndum frá Raine Olaf Ørsnes og Frode Morken. Reynið endilega að lesa textann, gott að nota pásutakkann ef þarf. Þrjú vindtúrbínublöð á tveimur vindtúrbínum rifnuðu í sundur og hrundu á Sørmarkfjallið veturinn 2025. Myndbandið sýnir afleiðingarnar. Fjórum mánuðum síðar hefur ANEO enn ekki hafið hreinsunarvinnu! 1 km2 af fjallgarðinum er þakinn stórum og smáum vindtúrbínuhlutum, trefjaplasti, epoxy með bisfenól A og froðuefni. Takið eftir vindtúrbínublaðsbútnum með göddunum, hann hefði drepið hvaða lifandi veru sem hefði orðið fyrir honum. Sørmarkfjallið getur aldrei orðið það sama eftir eyðileggingu ANEO á fjallinu Júlíus Valsson Þetta eru engar litlar dúllur sem verið er að tala um heldur risa skrímsli sem sjást út um víðan völl og eiga ekki heima í íslensku landslagi. Sveinulf Vagene Úrtekt “úr matsáætlun Orkuveitunnar um byggingu og rekstur vindorkugarðs við Dyraveg á Mosfellsheiði. Gert er ráð fyrir að reisa 15 vindmyllur á framkvæmdasvæðinu. Hæð vindmyllanna verður að hámarki 210 m miðað við spaða í hæstu stöðu með vélarhús í 125 m hæð og spaðalengd 87,5 m. Við hverja vindmyllu þarf steypta undirstöðu (allt að 30 m í þvermál og 3-4 m á þykkt), 1.500 m2 kranaplan og 5.000 m geymslusvæði. Leggja þarf 1,3-4,5 km aðkomuveg að svæðinu frá Nesjavallaleið eða Þjóðvegi 1. Einnig þarf þjónustuvegi að hverri vindmyllu, alls um 8-12 km að lengd og 4-4,5 m breiðir. Allar vindmyllur verða tengdar við safnstöð raforku, 2.000-3.000 m2 mannvirki, með 33 kV jarðstrengjum. Vindorkugarðurinn verður líklega tengdur við raforkuflutningskerfið með jarðstreng í tengivirki Landsnets við Kolviðarhól. Efnisþörf er áætluð 250.000-450.000 m3. Líklegt er talið að vindmylluhlutum verði landað í Þorlákshöfn og þeir fluttir þaðan á framkvæmdasvæðið á sérútbúnum flutningabílum.” Þessi mynd sýnir stálstyrkinguna sem notuð er í grunn einnar vindtúrbínu. Eftir að vindtúrbínan hefur verið tekin í sundur verður grunnurinn eftir í jörðinni að eilífu. Hér er hlekkur á síðu Science Acumenþar sem umræður eru um þessar undirstöður og fl.. https://www.facebook.com/photo/?fbid=641199125179673&set=a.158394660126791 Hér er hægt að sjá stærðir og flutningsmáta eins fyrirtækis á vindtúrbínuspöðum og öðrum hlutum þeirra: https://www.facebook.com/windenergytransport/ Eitt vindtúrbínublað og manneskja.Quang Nguyen Vinh Þrjú svona stykki festast á spaðamiðjuna og tengjast síðan aðalöxli túrbínunnar. Lengd fyrirhugaðra spaða á Mosfellsheiði eru tæpir 90 metrar. Krúttlegt ? Áhrif vindorkuvera á náttúruna og heilsu manna og dýra Fugladauði er talsverður og miðað við hvar fyrirhugað er að reysa vindorkuver þá eyðum við sjálfsagt íslenska hafarnarstofninum á met tíma. Mengunin frá spöðunum einum menga jarðveg og grunnvatn þannig að ekki verður hægt að endurheimta landið til ræktunar eða skepnuhalds og ekki hreinsa grunnvatnið. Hljóðmengunin og ljósaflöktið hefur slæm áhrif á dýr og menn. Hreindýr eru sérlega viðkvæm fyrir hljóðum frá vindorkuverum og fælast burt. Ef þessi örn hefði verið þakinn olíu þá hefði myndinni verið dreift út um allt, slík er vitundin um olíumengun en það sem það var vindtúrbína sem varð honum að bana og vitundin um skaðsemi þeirra ekki eins á allra vitorði þá heyrist lítið. Hlekkur hér: https://www.onenewspage.com/video/20240424/16844762/700K-Birds-Killed-By-Wind-Turbines-Per-Year.htm Umrót í náttúrunni við vegalagningu að vindorkuverum. Myndir frá Noregi. Ljósmyndari: Sveinulf Vagene Ljósmyndari Jacob B. Kryvi Ljósmyndari Raine Olaf Ørsnes Hér má sjá blöð vindtúrbínu sem hafa verið til rannsóknar vegna áhrifa regndropa við mismunandi aðstæður. Sjá nánar hér: https://www.researchgate.net/figure/Leading-edge-erosion-of-wind-turbine-blades-16_fig16_339517021 Við þekkjum ísingu á loftlínum. Það kemur líka ísing á vindtúrbínur og spaðarnir þeyta ísnálum út í loftið allt að 400m metrum frá túrbínunni og þær geta valdið bæði mönnum og dýrum skaða. Veðráttan á Íslandi er þess eðlis að spaðar túrbínanna koma ekki til með að endast lengi og mengunin frá þeim meiri en á mörgum öðrum stöðum,nefna má sandrok, moldrok, særok og ísinguna. Hér er linkur þar sem Adriána Hudecz fjallar er um þessi efni á ítarlegan hátt og margar fleiri myndir: https://backend.orbit.dtu.dk/ws/portalfiles/portal/103715241/Adri_na_Hudecz_Afhandling.pdf?fbclid=IwY2xjawLSPz1leHRuA2FlbQIxMABicmlkETBodmltNGVFWlZqVTZwOWNSAR79iY94J2QL1CFGVLP8Zz29fV7mlhmA5IkmP2VDm3jWnt5JxqRAx1ti1GFIbg_aem_thIImzhWpqClwBJoB8oYPA Adriána Hudecz Danmarks Tekniske Universitet Institut for Vindenergi Rusl frá vindtúrbínuspöðum. Myndir frá Noregi. Ljósmyndari Raine Olaf Ørsnes Áhrif vindorkuvera á landbúnað og sjálfbærni. Í dag erum við með viðurkennt vistvænt lambakjöt sem er stolt bænda og annara Íslendinga. Spaðar túrbínanna dreifa örplasti, flúor og Bisfenól A ásamt öðru eitri í umhverfið sem mun koma í veg fyrir að bændur geti selt kjötið sem vistvænt. Túnin, lækirnir, fiskarnir og beitilöndin verða menguð, grunnvatnið líka. Væri ekki nær að styrkja núverandi orkukerfi og forgangsraða í hvað orkan okkar fer? Það er algjörlega galið að hugsa til þess að grænmetisbændir geti ekki rekist á Íslandi! Talandi um að við þurfum að huga að fæðuöryggi í landinu á þessum víðsjárverðu tímum. Við étum ekki ál eða rafmyntir. Hvaða fjandans rugl er í gangi í þessu landi? Áhrif vindorkuvera á ferðaþjónustuna Um 2 milljónir ferðamanna koma til Íslands á ári og má reikna með því að 80% komi til að upplifa ósnortna náttúru. Hún verður ekki ósnortin ef fyrirhuguð vindorkuver rísa. Friðsæl fegurð verður þá rofin af vélamengun á gígantískum skala og vegum sem skera heiðar og fjöll þvers og kruss. Ekkert verður sem áður, vinsælar ferðir um hálendið, að fossum, um hraun og víðáttu, að skoða skriðjökla, fara á hestbak í sveitasælunni, upplifa norðurljósin og njóta kyrrðar í baðlónum, allt farið og vindorkuver út um allt. Öll sú uppbygging sem átt hefur sér stað um land allt til að taka á móti ferðamönnum verður þá lítið annað en skuldir og tapað fé. Hætta á stórslysi ! Vindorkuver hafa truflandi áhrif á flug og skal þá t.d. nefna þyrluflug, sjúkraflug, kennsluflug, flug lítilla flugvéla og því áætlunarflug innanlands. Þarf að segja eitthvað meira ? Skapast störf við vindorkuverin? Vindorkuver skapa mjög fá störf. Eignarhald á 90% þessara vindorkuvera er í höndum erlendra fjárfesta. Þeir fá styrki frá EB auk þess sem þeir fá lán erlendis og hafa fengið lán í því landi sem þeir eru að setja orkuverin upp, sem mundi vera hjá íslenska ríkinu? Vegagerðin ætlar ekki að byggja þungaflutningavegi upp á hálendi, yfir votlendi, jarðir og beitilönd, allt eftir staðsetningu vindorkuveranna sem taka yfir mörg hundruð hektara lands, það þarf því innflutt vinnuafl ef það á að verða að veruleika. Land sem verður að iðnaðarsvæði. Raforkuflutningskerfið er ekki í neinu standi til að flytja orku, hvorki til eða frá öllum virkjunaáforunum enda þarf að uppfæra kerfið til að anna núverandi flutningi. Kostnaðinn má telja í tugum milljarða og fellur hann trúlega á íbúa með gjöldum og himinháum orkureikningum. Það hefur gerst í Noregi og Svíþjóð sem dæmi. Vindorkuver þurfa auka orku Jöfnunarorka tekur við af vindorkuverunum þegar þau, af einhverjum ástæðum geta ekki gengið, svo sem í of miklum vindi, í of litlum vindi, í miklu frosti þegar ísing myndast á spöðunum og meðan verið er að afísa spaðana eða af öðrum orsökum. Jöfnunarorka tryggir að rafmagnskerfið sé alltaf í jafnvægi þó vindorkuverin geti ekki að framleitt það. Þessi orka verður alltaf að vera til staðar til að taka við þegar spaðarnir geta ekki gengið eða skila of litlu. Jöfnunarorkan er fengin frá vatnsaflsvirkjunum eða jarðolíu. Íslenska ríkið/Landsvirkjun sér svo um að veita jöfnunarorku sem vindorkufjárfestar fá á umsömdu verði. Það er ekki hlaupið að því að fá jöfnunarorkuna og þýðir það meiri uppbyggingu á kostnað ríkisins. Leggja þarf flutningskerfi frá virkjun að hverri vindorkutúrbínu. Hvernig verður með flutningskerfi raforkunnar til vindorkuveranna, hver leggur það og hver borgar fyrir það? Vindorkufjárfestar selja síðan raforkuna á margföldu verði til notenda, enda eru þeir að þessu til að græða. Við landsmenn sitjum uppi með Orkupakka 3 sem stjórnvöld þessa lands samþykktu án samráðs við þjóðina. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefði verið eðlileg miðað við út á hvað hann gengur en með honum ruddu þau leiðina fyrir erlenda aðila að eignast orkuna okkar og hasla sér völl hér. EB er með styrki sem lukkuriddarar vindorkunnar geta fengið til að vera með í „orkuskiptunum“ og græða án þess að þurfa nokkurt eigið fé. Við, skattborgarar munum fá reikninginn. Vindorkuverin endast mjög stutt miðað við önnur orkuver, 15-20 ár eru fljót að líða. Sveitarfélögin geta þá verið nokkuð viss um að viðhaldi á túrbínum er ábótavant, olíuleki, örplast og brotnir spaðar á jörðu. Fjárfestarnir eru á bak og burt með gróðann en sveitarfélögin þurfa að kosta niðurrif og förgun á risavöxnum möstrum og spöðum ásamt vélarhlutum. Náttúran eyðilögð. Í nágrannalöndum okkar eins og t.d. Noregi og Svíþjóð eru sveitarfélög hætt að svara áreitum fjárfesta. Þau hafa hafnað vindorkuverum sem skaðlegum vistkerfinu öllu og íbúum. Það hafa ekki skapast ný störf, fasteignir hafa fallið í verði, ferðaþjónustan flutti burt ásamt ferðamönnum og íbúar flytja úr sveitarfélaginu. Hávaðamengun, sjónmengun, fugladauði og fjarvera villtra dýra eru þær sýnilegu breytingar sem eiga sér stað strax. Er þetta boðlegt? Við íbúar í þessu landi eigum að taka ákvarðanir sem munu hafa áhrif á komandi líf í landinu, geri Alþingi það ekki með sóma og banni vindorkuver með lögum hér á Íslandi. Við "eigum" ekki þetta land, við höfum það að láni frá framtíðar kynslóðum og ber að fara vel með það. Gefum barnabörnunum okkar og þeirra afkomendum möguleika í þessu fagra og gefandi landi. Vindorkuver eiga alls ekki heima á Íslandi! Raine Olaf Ørsnes Er þetta vænleg auglýsing til að lokka ferðamenn á staðinn ? Varla. 31 vindtúrbína. 27 km af vegum vegna framkvæmda. Ljótir skurðir og steypufyllingar. Risa stór undirstaða fyrir hverja vindtúrbínu. Helvítis hávaði sem nær langt út fyrir vindorkusvæðið. Öryggisfjarlægð 225 metrar. Allir ferðast á eigin ábyrgð. Velkomin í Sörmarksfjellet "Vindgarðinn." Hvaða kosti hefur vindorkuver? Svar: Enga! Höfundur er listamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Alþingi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland, landið okkar, er í stórhættu og við öll íbúar þess verðum að vita af því og verja það. Áskorun á Alþingi Íslands að banna nú þegar, með lögum, uppsetningu á vindorkuverum á og í kringum Ísland! Kort frá Landvernd sem sýnir eitthvað af staðsetningum fyrirhugaðra vindorkuvera. Mis margar vindtúrbínur eru undir hverju gulu merki á kortinu.Landvernd Ber ekki Alþingi og forseta Íslands að vernda landið gegn hverskonar hryðjuverkum sem vinna á á því, hvort sem það er gert í nafni svonefnds orkuskorts eða annars. Það stendur til að eyðileggja framtíð Íslands og Alþingi virðist ætla að taka þátt í því með leppa við bæði augun. En hver er ábyrgð stóru fjölmiðlanna á Íslandi ? Ber þeim ekki að fjalla um málefni sem varða framtíðarheill landsins ? Ríkisútvarpið Sjónvarp, eign okkar landsmanna, á bara að segja frá einum áformum í einum fréttatíma og svo búið mál ? Á að þegja á meðan unnið er að því hörðum höndum að eyðileggja Ísland sem vel byggilegt og sjálfbært land ? Sýn hvar er ykkar styrkur, ætluðuð þið ekki að veita ríkisfjölmiðlunum samkeppni ? Sýnið að ykkur sé alvara. Þetta mál þarf að vera til umræðu þar til sett verða lög sem banna vindorkuver á Íslandi. Það þurfa allir landsmenn að vita af þessari ógn sem vindorkuver eru. Hjálpið til og gerið það sem ykkur ber að gera, upplýsa, fræða, fjalla um og það ofaní kjölinn þar til árangri er náð. Vitið þið að á aðalfundi Landverndar var samþykkt ályktun um að skora á Alþingi að banna vindorkuver á Íslandi, með lögum ? Það var ekki gert bara uppá grín ! Síðan það var hef ég hvergi heyrt púst eða stunu um málið. Hér er hún: „ Aðalfundur Landverndar haldinn í Tjarnarbíói 23.maí 2025 skorar á Alþingi Íslands að banna nú þegar, með lögum, uppsetningu á vindorkuverum á og í kringum Ísland. Vindorkuver munu valda óbætanlegum og óafturkræfum náttúruspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og ógna líffræðilegum fjölbreytileika og skaða samfélög og atvinnulíf í landinu. Þess er líka krafist að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir landsins, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar til að tryggja beina aðkomu almennings að orku- og afkomuöryggi, matvælaöryggi og náttúruvernd.” Hafið þið virkilega enga hugmynd um hvað er í húfi ? Hafi þið lesið pósta sem ykkur hafa verið sendir til fræðslu með von um efnistöku á ykkar miðlum ? Sent á frétta- og þáttagerðafólk, þingheim, alla bæjar- og sveitastjórnafulltrúa og varafulltrúa sem ég fann á skrá ásamt borgarfulltrúum og fjölda annarra, þá eigið þið að vita að það er dauðans alvara fyrir landið okkar að fá yfir sig vindorkuver. Þökk ykkur sem þökkuðuð fyrir póstinn. Ég er að tala um byggð í landinu, eyðilagða náttúru sem ekki verður endurheimt, eitruð landsvæði sem ekki henta neinu dýra- eða plöntulífi, mengað grunnvatn á eins stórum svæðum og vindurinn ber örplast , fiskurinn í ánum fær að kenna á því og hrun verður í ferðamannaiðnaðinum svo nokkuð sé nefnt. Það á ekki undir neinum kringumstæðum að vera undir sveitafélögum komið hvort þar rísi vindorkuver, þetta er grafalvarlegt mál og varðar alla Íslendinga. Þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að vera geti Alþingi ekki unnið vinnuna sína. Hvað segið þið, er þetta ekki eitthvað til að fjalla um ? Það er ekki nóg að tala við þau sem standa að þessum vindorkuverum og orkumálaráðherra, hjá þeim er bara ein hlið á peningnum og þau ganga um í nýju fötum keisarans sem þau völdu handa hvert öðru. Við sem sjáum, vitum að þau ganga um nakin í blindri gróðavon íslenskra og erlendra lukkuriddara. Við sem sjáum virðumst bara ekki vera mjög mörg, erum ekki mjög sýnileg fólkinu í landinu og þá kemur að því sem ég vil kalla skyldu fjölmiðla, sérstaklega RÚV og SÝN, að sýna fólkinu hina hliðina á peningnum. Ykkur ber skylda til að kafa í þetta mál og fjalla um það, ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur af þunga og festu eins oft og þarf til að opna augu landsmanna. Fólkið í landinu á rétt á og þarf að vita um afleiðingar þessara áforma. Þökk til ykkar fjölmiðlar sem hafið fjallað um málið og birt pisla frá fólki sem vill vekja fólk til vitundar um vindorkuver. Smá upprifjun um skaðsemi og afleiðingar þess að setja upp vindorkuver á Íslandi. Hér er myndband frá Motvind Norge eftir Bård Solem sem sýnir myndir fyrir og eftir vindorkuver. Hér er annað geysi sterkt myndband “ANEO og vinden” eftir Bård Solem með myndum frá Raine Olaf Ørsnes og Frode Morken. Reynið endilega að lesa textann, gott að nota pásutakkann ef þarf. Þrjú vindtúrbínublöð á tveimur vindtúrbínum rifnuðu í sundur og hrundu á Sørmarkfjallið veturinn 2025. Myndbandið sýnir afleiðingarnar. Fjórum mánuðum síðar hefur ANEO enn ekki hafið hreinsunarvinnu! 1 km2 af fjallgarðinum er þakinn stórum og smáum vindtúrbínuhlutum, trefjaplasti, epoxy með bisfenól A og froðuefni. Takið eftir vindtúrbínublaðsbútnum með göddunum, hann hefði drepið hvaða lifandi veru sem hefði orðið fyrir honum. Sørmarkfjallið getur aldrei orðið það sama eftir eyðileggingu ANEO á fjallinu Júlíus Valsson Þetta eru engar litlar dúllur sem verið er að tala um heldur risa skrímsli sem sjást út um víðan völl og eiga ekki heima í íslensku landslagi. Sveinulf Vagene Úrtekt “úr matsáætlun Orkuveitunnar um byggingu og rekstur vindorkugarðs við Dyraveg á Mosfellsheiði. Gert er ráð fyrir að reisa 15 vindmyllur á framkvæmdasvæðinu. Hæð vindmyllanna verður að hámarki 210 m miðað við spaða í hæstu stöðu með vélarhús í 125 m hæð og spaðalengd 87,5 m. Við hverja vindmyllu þarf steypta undirstöðu (allt að 30 m í þvermál og 3-4 m á þykkt), 1.500 m2 kranaplan og 5.000 m geymslusvæði. Leggja þarf 1,3-4,5 km aðkomuveg að svæðinu frá Nesjavallaleið eða Þjóðvegi 1. Einnig þarf þjónustuvegi að hverri vindmyllu, alls um 8-12 km að lengd og 4-4,5 m breiðir. Allar vindmyllur verða tengdar við safnstöð raforku, 2.000-3.000 m2 mannvirki, með 33 kV jarðstrengjum. Vindorkugarðurinn verður líklega tengdur við raforkuflutningskerfið með jarðstreng í tengivirki Landsnets við Kolviðarhól. Efnisþörf er áætluð 250.000-450.000 m3. Líklegt er talið að vindmylluhlutum verði landað í Þorlákshöfn og þeir fluttir þaðan á framkvæmdasvæðið á sérútbúnum flutningabílum.” Þessi mynd sýnir stálstyrkinguna sem notuð er í grunn einnar vindtúrbínu. Eftir að vindtúrbínan hefur verið tekin í sundur verður grunnurinn eftir í jörðinni að eilífu. Hér er hlekkur á síðu Science Acumenþar sem umræður eru um þessar undirstöður og fl.. https://www.facebook.com/photo/?fbid=641199125179673&set=a.158394660126791 Hér er hægt að sjá stærðir og flutningsmáta eins fyrirtækis á vindtúrbínuspöðum og öðrum hlutum þeirra: https://www.facebook.com/windenergytransport/ Eitt vindtúrbínublað og manneskja.Quang Nguyen Vinh Þrjú svona stykki festast á spaðamiðjuna og tengjast síðan aðalöxli túrbínunnar. Lengd fyrirhugaðra spaða á Mosfellsheiði eru tæpir 90 metrar. Krúttlegt ? Áhrif vindorkuvera á náttúruna og heilsu manna og dýra Fugladauði er talsverður og miðað við hvar fyrirhugað er að reysa vindorkuver þá eyðum við sjálfsagt íslenska hafarnarstofninum á met tíma. Mengunin frá spöðunum einum menga jarðveg og grunnvatn þannig að ekki verður hægt að endurheimta landið til ræktunar eða skepnuhalds og ekki hreinsa grunnvatnið. Hljóðmengunin og ljósaflöktið hefur slæm áhrif á dýr og menn. Hreindýr eru sérlega viðkvæm fyrir hljóðum frá vindorkuverum og fælast burt. Ef þessi örn hefði verið þakinn olíu þá hefði myndinni verið dreift út um allt, slík er vitundin um olíumengun en það sem það var vindtúrbína sem varð honum að bana og vitundin um skaðsemi þeirra ekki eins á allra vitorði þá heyrist lítið. Hlekkur hér: https://www.onenewspage.com/video/20240424/16844762/700K-Birds-Killed-By-Wind-Turbines-Per-Year.htm Umrót í náttúrunni við vegalagningu að vindorkuverum. Myndir frá Noregi. Ljósmyndari: Sveinulf Vagene Ljósmyndari Jacob B. Kryvi Ljósmyndari Raine Olaf Ørsnes Hér má sjá blöð vindtúrbínu sem hafa verið til rannsóknar vegna áhrifa regndropa við mismunandi aðstæður. Sjá nánar hér: https://www.researchgate.net/figure/Leading-edge-erosion-of-wind-turbine-blades-16_fig16_339517021 Við þekkjum ísingu á loftlínum. Það kemur líka ísing á vindtúrbínur og spaðarnir þeyta ísnálum út í loftið allt að 400m metrum frá túrbínunni og þær geta valdið bæði mönnum og dýrum skaða. Veðráttan á Íslandi er þess eðlis að spaðar túrbínanna koma ekki til með að endast lengi og mengunin frá þeim meiri en á mörgum öðrum stöðum,nefna má sandrok, moldrok, særok og ísinguna. Hér er linkur þar sem Adriána Hudecz fjallar er um þessi efni á ítarlegan hátt og margar fleiri myndir: https://backend.orbit.dtu.dk/ws/portalfiles/portal/103715241/Adri_na_Hudecz_Afhandling.pdf?fbclid=IwY2xjawLSPz1leHRuA2FlbQIxMABicmlkETBodmltNGVFWlZqVTZwOWNSAR79iY94J2QL1CFGVLP8Zz29fV7mlhmA5IkmP2VDm3jWnt5JxqRAx1ti1GFIbg_aem_thIImzhWpqClwBJoB8oYPA Adriána Hudecz Danmarks Tekniske Universitet Institut for Vindenergi Rusl frá vindtúrbínuspöðum. Myndir frá Noregi. Ljósmyndari Raine Olaf Ørsnes Áhrif vindorkuvera á landbúnað og sjálfbærni. Í dag erum við með viðurkennt vistvænt lambakjöt sem er stolt bænda og annara Íslendinga. Spaðar túrbínanna dreifa örplasti, flúor og Bisfenól A ásamt öðru eitri í umhverfið sem mun koma í veg fyrir að bændur geti selt kjötið sem vistvænt. Túnin, lækirnir, fiskarnir og beitilöndin verða menguð, grunnvatnið líka. Væri ekki nær að styrkja núverandi orkukerfi og forgangsraða í hvað orkan okkar fer? Það er algjörlega galið að hugsa til þess að grænmetisbændir geti ekki rekist á Íslandi! Talandi um að við þurfum að huga að fæðuöryggi í landinu á þessum víðsjárverðu tímum. Við étum ekki ál eða rafmyntir. Hvaða fjandans rugl er í gangi í þessu landi? Áhrif vindorkuvera á ferðaþjónustuna Um 2 milljónir ferðamanna koma til Íslands á ári og má reikna með því að 80% komi til að upplifa ósnortna náttúru. Hún verður ekki ósnortin ef fyrirhuguð vindorkuver rísa. Friðsæl fegurð verður þá rofin af vélamengun á gígantískum skala og vegum sem skera heiðar og fjöll þvers og kruss. Ekkert verður sem áður, vinsælar ferðir um hálendið, að fossum, um hraun og víðáttu, að skoða skriðjökla, fara á hestbak í sveitasælunni, upplifa norðurljósin og njóta kyrrðar í baðlónum, allt farið og vindorkuver út um allt. Öll sú uppbygging sem átt hefur sér stað um land allt til að taka á móti ferðamönnum verður þá lítið annað en skuldir og tapað fé. Hætta á stórslysi ! Vindorkuver hafa truflandi áhrif á flug og skal þá t.d. nefna þyrluflug, sjúkraflug, kennsluflug, flug lítilla flugvéla og því áætlunarflug innanlands. Þarf að segja eitthvað meira ? Skapast störf við vindorkuverin? Vindorkuver skapa mjög fá störf. Eignarhald á 90% þessara vindorkuvera er í höndum erlendra fjárfesta. Þeir fá styrki frá EB auk þess sem þeir fá lán erlendis og hafa fengið lán í því landi sem þeir eru að setja orkuverin upp, sem mundi vera hjá íslenska ríkinu? Vegagerðin ætlar ekki að byggja þungaflutningavegi upp á hálendi, yfir votlendi, jarðir og beitilönd, allt eftir staðsetningu vindorkuveranna sem taka yfir mörg hundruð hektara lands, það þarf því innflutt vinnuafl ef það á að verða að veruleika. Land sem verður að iðnaðarsvæði. Raforkuflutningskerfið er ekki í neinu standi til að flytja orku, hvorki til eða frá öllum virkjunaáforunum enda þarf að uppfæra kerfið til að anna núverandi flutningi. Kostnaðinn má telja í tugum milljarða og fellur hann trúlega á íbúa með gjöldum og himinháum orkureikningum. Það hefur gerst í Noregi og Svíþjóð sem dæmi. Vindorkuver þurfa auka orku Jöfnunarorka tekur við af vindorkuverunum þegar þau, af einhverjum ástæðum geta ekki gengið, svo sem í of miklum vindi, í of litlum vindi, í miklu frosti þegar ísing myndast á spöðunum og meðan verið er að afísa spaðana eða af öðrum orsökum. Jöfnunarorka tryggir að rafmagnskerfið sé alltaf í jafnvægi þó vindorkuverin geti ekki að framleitt það. Þessi orka verður alltaf að vera til staðar til að taka við þegar spaðarnir geta ekki gengið eða skila of litlu. Jöfnunarorkan er fengin frá vatnsaflsvirkjunum eða jarðolíu. Íslenska ríkið/Landsvirkjun sér svo um að veita jöfnunarorku sem vindorkufjárfestar fá á umsömdu verði. Það er ekki hlaupið að því að fá jöfnunarorkuna og þýðir það meiri uppbyggingu á kostnað ríkisins. Leggja þarf flutningskerfi frá virkjun að hverri vindorkutúrbínu. Hvernig verður með flutningskerfi raforkunnar til vindorkuveranna, hver leggur það og hver borgar fyrir það? Vindorkufjárfestar selja síðan raforkuna á margföldu verði til notenda, enda eru þeir að þessu til að græða. Við landsmenn sitjum uppi með Orkupakka 3 sem stjórnvöld þessa lands samþykktu án samráðs við þjóðina. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefði verið eðlileg miðað við út á hvað hann gengur en með honum ruddu þau leiðina fyrir erlenda aðila að eignast orkuna okkar og hasla sér völl hér. EB er með styrki sem lukkuriddarar vindorkunnar geta fengið til að vera með í „orkuskiptunum“ og græða án þess að þurfa nokkurt eigið fé. Við, skattborgarar munum fá reikninginn. Vindorkuverin endast mjög stutt miðað við önnur orkuver, 15-20 ár eru fljót að líða. Sveitarfélögin geta þá verið nokkuð viss um að viðhaldi á túrbínum er ábótavant, olíuleki, örplast og brotnir spaðar á jörðu. Fjárfestarnir eru á bak og burt með gróðann en sveitarfélögin þurfa að kosta niðurrif og förgun á risavöxnum möstrum og spöðum ásamt vélarhlutum. Náttúran eyðilögð. Í nágrannalöndum okkar eins og t.d. Noregi og Svíþjóð eru sveitarfélög hætt að svara áreitum fjárfesta. Þau hafa hafnað vindorkuverum sem skaðlegum vistkerfinu öllu og íbúum. Það hafa ekki skapast ný störf, fasteignir hafa fallið í verði, ferðaþjónustan flutti burt ásamt ferðamönnum og íbúar flytja úr sveitarfélaginu. Hávaðamengun, sjónmengun, fugladauði og fjarvera villtra dýra eru þær sýnilegu breytingar sem eiga sér stað strax. Er þetta boðlegt? Við íbúar í þessu landi eigum að taka ákvarðanir sem munu hafa áhrif á komandi líf í landinu, geri Alþingi það ekki með sóma og banni vindorkuver með lögum hér á Íslandi. Við "eigum" ekki þetta land, við höfum það að láni frá framtíðar kynslóðum og ber að fara vel með það. Gefum barnabörnunum okkar og þeirra afkomendum möguleika í þessu fagra og gefandi landi. Vindorkuver eiga alls ekki heima á Íslandi! Raine Olaf Ørsnes Er þetta vænleg auglýsing til að lokka ferðamenn á staðinn ? Varla. 31 vindtúrbína. 27 km af vegum vegna framkvæmda. Ljótir skurðir og steypufyllingar. Risa stór undirstaða fyrir hverja vindtúrbínu. Helvítis hávaði sem nær langt út fyrir vindorkusvæðið. Öryggisfjarlægð 225 metrar. Allir ferðast á eigin ábyrgð. Velkomin í Sörmarksfjellet "Vindgarðinn." Hvaða kosti hefur vindorkuver? Svar: Enga! Höfundur er listamaður
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar