Fjöldi mótmælenda kom saman á Austurvelli
Viðburðaríkur dagur er að baki á þinginu en töluverður fjöldi mótmælenda kom saman á Austurvelli við upphaf fyrsta þingfundar dagsins. Farið er fram á að stjórnvöld fordæmi árásir Ísraela á Gasa, slíti stjórnmálasambandi við Ísrael, veiti palestínsku flóttafólki hér á landi hæli og knýi fram fjölskyldusameiningar.