Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Naomi Judd látin

Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd.

Ís­firðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita

Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna.

Skæð hita­bylgja setur líf Ind­verja úr skorðum

Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði.

Náttúru­fræðingar segja stjórn­völdum að hysja upp um sig buxurnar

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) skorar á Alþingi, stjórnvöld, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands að „hysja upp um sig buxurnar“ og ganga frá yfirflutningum Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi svo sómi sé að.

Verðbólga eykst í 7,2 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%.

Sýnatakan færð af Suðurlandsbraut yfir í Mjóddina

Sýnataka vegna Covid-19 á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) mun færast af Suðurlandsbraut í Mjóddina á föstudag. Þar mun hún fara fram í anddyri húsnæðis heilsugæslunnar að Álfabakka 16.

Sjá meira