Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku. 25.3.2022 14:49
Mátti ekki senda viðkvæmar upplýsingar um barn á aðra foreldra Grunnskóla var óheimilt að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum um barn til foreldra tveggja annarra barna í skólanum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en tölvupóstsendingin varðaði eineltismál sem unnið var að hjá skólanum. 25.3.2022 14:01
Flestir launþegar fá launahækkun 1. maí Hagvaxtarauki Lífskjarasamningsins kemur til framkvæmda þann 1. apríl og verður greiddur út 1. maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 krónur og almenn laun um 7.875 krónur. 24.3.2022 15:45
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24.3.2022 13:18
Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ 24.3.2022 09:20
Stjórnvöld hætta að niðurgreiða hraðpróf Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19 fellur úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Með tilkomu reglugerðarinnar gátu einkafyrirtæki boðið fólki upp á endurgjaldslaus hraðpróf. 23.3.2022 15:51
Fluttur á sjúkrahús eftir að grjót á stærð við jeppling féll á gröfuna Karlmaður var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri á tíunda tímanum í morgun eftir stærðarinnar grjót féll á hann í grjótnámu skammt frá Akureyri. Hann er sagður vera töluvert slasaður. 23.3.2022 15:11
ESA vísar þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ætlar að vísa þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna tafa á innleiðingu 37 gerða á sviði fjármálaþjónustu. Gerðirnar eru hluti regluverks á sviði banka- og verðbréfamarkaðar. 23.3.2022 12:46
Guðrún Helgadóttir er látin Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri. 23.3.2022 12:03
Handboltahetja til Terra Eininga Fannar Örn Þorbjörnsson er nýr framkvæmdastjóri Terra Eininga. Starfsemin er hluti af Terra Umhverfisþjónustu og hefur áratuga reynslu af sölu og leigu á húseiningum. 23.3.2022 11:07