Cintamani tekur yfir rekstur hjólabúðarinnar GÁP Cintamani hefur keypt húsnæði og rekstur hjólabúðarinnar GÁP í Faxafeni 7 í Reykjavík. Í kjölfar kaupanna var gerður samstarfssamningur um rekstur vefverslunarinnar Adidas.is sem rekin hefur verið í Faxafeni af Sportmönnum, umboðsaðila Adidas á Íslandi, undanfarinn áratug. 14.3.2022 17:18
Vaktin: Alþjóðadómstóllinn í Haag kynnir úrskurð á miðvikudag Átökin í Úkraínu hafa nú borist af alvöru til höfuðborgarinnar Kænugarðs en tveir létust og þrír særðust þegar fallbyssuskot hitti fjölbýlishús í norðurhluta borgarinnar í morgun. Eldur kviknaði í byggingunni en flestum var bjargað. 14.3.2022 06:54
Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11.3.2022 14:17
Áköf framganga lögmannins vísbending um að eitthvað meira héngi á spýtunni Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með skráðum trúfélögum og lífskoðunarfélögum segir að hann hafi frá upphafi haft efasemdir um lögmæti trúfélagsins Zuism. Hann hafi verið beittur blekkingum þegar hópur fólks tók yfir félagið með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld. 10.3.2022 17:26
Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10.3.2022 16:10
Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10.3.2022 15:00
23 vilja verða skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Alls sóttu 23 einstaklingar um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára en umsóknarfrestur rann út 3. mars síðastliðinn. 9.3.2022 11:01
Auka aftur réttindi sjóðfélaga og heimila lífeyristöku frá 60 ára aldri Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aukið réttindi sjóðfélaga vegna sterkrar stöðu sjóðsins í annað sinn á innan við hálfu ári. Réttindi verða aukin til viðbótar þeirri 10% hækkun sem varð í nóvember 2021 og hækka lífeyrisgreiðslur um liðlega 7%. 9.3.2022 10:12
Sex milljóna króna hækkun á innan við viku Ásett verð þriggja herbergja blokkaríbúðar í Kópavogi hækkaði um sex milljónir króna á fimm daga tímabili. Fasteignasali segir að aðstæður hafi breyst hjá seljenda sem vilji reyna fá hærra verð fyrir eignina. 9.3.2022 07:00
Vaktin: Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og fleiri loka í Rússlandi Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8.3.2022 23:00