Ole Gunnar Solskjær staddur á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 20:42 Ole Gunnar Solskjær kvaddi Manchester United sem Englandsmeistari í byrjun tímabilsins 2007. vísir/getty Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira
Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira