Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 21:39 England hefur aðeins unnið tvo af átta leikjum sínum undir stjórn Hodgson á stórmótum. vísir/getty Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira