Ótrúlegur viðsnúningur í leik Tékka og Króata | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2016 18:00 Tékkar fagna jöfnunarmarki Necid. vísir/getty Króatar fóru illa að ráði sínu gegn Tékkum í D-riðli á EM 2016 í Saint-Étienne í dag. Lokatölur 2-2. Króatíska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og allt benti til þess að það myndi landa þægilegum sigri. Ivan Perisic kom Króötum í 1-0 með góðu skoti á 37. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ivan Rakitic virtist svo vera búinn að tryggja Króatíu sigurinn þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Petr Cech á 59. mínútu og staðan 2-0. En á 76. mínútu minnkaði varamaðurinn Milan Skoda muninn með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Tomás Rosický og gaf Tékkum von.Króatískir aðdáendur köstuðu blysum inn á völlinn á síðustu mínútum leiksins. #EMÍslandhttps://t.co/QyZoUbETSU — Síminn (@siminn) June 17, 2016Skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma köstuðu nokkrir stuðningsmenn Króatíu flugeldum inn á völlinn og Mark Clattenburg þurfti að stöðva leikinn. Fáránleg hegðun sem dregur örugglega dilk á eftir sér. Þetta hlé sem var gert á leiknum fór illa í leikmenn Króatíu og á þriðju mínútu í uppbótartíma handlék Domagoj Vida boltann innan vítateigs og Clattenburg benti á punktinn. Varamaðurinn Tomás Necid steig fram og skoraði af fádæma öryggi úr vítinu og jafnaði metin. Ótrúlegur viðsnúningur og enn aftur er skorað í uppbótartíma á EM. Eftir leikinn eru Króatar með fjögur stig í C-riðli en Tékkar með eitt.Tékkland 0-1 Króatía Perišić kemur Króatíu yfir gegn Tékklandi. Talsverðir yfirburði í fyrri hálfleik. 1-0. #EMÍsland https://t.co/nmIhPmAYhO— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 0-2 Króatía Rakitic skorar annað mark Króatíu; fagnar innilega með Srna. 2-0. #EMÍsland https://t.co/VAmmdpdmvd— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 1-2 Króatía Skoda minnkar muninn fyrir Tékka! Ekki fyrsti Skódinn sem hefur reynst fólki vel á ögurstundu. #EMÍsland https://t.co/oNG27B8BXf— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 2-2 Króatía ÓTRÚLEGAR lokamínútur. Blysum kastað inn á völlinn og vítaspyrna í uppbótartíma. 2-2. #EMÍsland https://t.co/C3wnzjHTgf— Síminn (@siminn) June 17, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Króatar fóru illa að ráði sínu gegn Tékkum í D-riðli á EM 2016 í Saint-Étienne í dag. Lokatölur 2-2. Króatíska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og allt benti til þess að það myndi landa þægilegum sigri. Ivan Perisic kom Króötum í 1-0 með góðu skoti á 37. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ivan Rakitic virtist svo vera búinn að tryggja Króatíu sigurinn þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Petr Cech á 59. mínútu og staðan 2-0. En á 76. mínútu minnkaði varamaðurinn Milan Skoda muninn með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Tomás Rosický og gaf Tékkum von.Króatískir aðdáendur köstuðu blysum inn á völlinn á síðustu mínútum leiksins. #EMÍslandhttps://t.co/QyZoUbETSU — Síminn (@siminn) June 17, 2016Skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma köstuðu nokkrir stuðningsmenn Króatíu flugeldum inn á völlinn og Mark Clattenburg þurfti að stöðva leikinn. Fáránleg hegðun sem dregur örugglega dilk á eftir sér. Þetta hlé sem var gert á leiknum fór illa í leikmenn Króatíu og á þriðju mínútu í uppbótartíma handlék Domagoj Vida boltann innan vítateigs og Clattenburg benti á punktinn. Varamaðurinn Tomás Necid steig fram og skoraði af fádæma öryggi úr vítinu og jafnaði metin. Ótrúlegur viðsnúningur og enn aftur er skorað í uppbótartíma á EM. Eftir leikinn eru Króatar með fjögur stig í C-riðli en Tékkar með eitt.Tékkland 0-1 Króatía Perišić kemur Króatíu yfir gegn Tékklandi. Talsverðir yfirburði í fyrri hálfleik. 1-0. #EMÍsland https://t.co/nmIhPmAYhO— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 0-2 Króatía Rakitic skorar annað mark Króatíu; fagnar innilega með Srna. 2-0. #EMÍsland https://t.co/VAmmdpdmvd— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 1-2 Króatía Skoda minnkar muninn fyrir Tékka! Ekki fyrsti Skódinn sem hefur reynst fólki vel á ögurstundu. #EMÍsland https://t.co/oNG27B8BXf— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 2-2 Króatía ÓTRÚLEGAR lokamínútur. Blysum kastað inn á völlinn og vítaspyrna í uppbótartíma. 2-2. #EMÍsland https://t.co/C3wnzjHTgf— Síminn (@siminn) June 17, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira