Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga Tryggvi Páll Tryggvason á Alvogen-vellinum skrifar 30. júní 2016 21:30 Gunnar Þór í leiknum í kvöld. vísir/eyþór KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur frá 30. maí er liðið vann sigur á n-írska liðinu Glenovan í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Var þetta fyrsti leikur liðsins undir stjórn nýráðins þjálfara, Willums Þórs Þórssonar. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu en gestirnir létu vel fyrir sér vinna út leikinn og voru skeinuhættir í föstum leikatriðum. Það var einmitt úr einu slíku sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Miðvörðurinn Simon Kelly hnoðaði boltanum í markið eftir mikinn barning í teignum á 12. mínútu. KR-ingar blésu og blésu en gekk illa að jafna leikinn þangað til rétt fyrir lok fyrri hálfleiks er Pálmi Rafn Pálmason skoraði gott mark úr vítateignum eftir frábæran undirbúning Finns Orra Margeirssonar og Óskars Arnar Haukssonar. Heimamenn réðu lögum og lofum í síðari hálfleik og áttu tvo skot í slánna áður en að Skúli Jón Friðgeirsson fiskaði víti á 76. mínútu. Hólmbert Aron Friðjónsson, nýkominn inn á sem varamaður skoraði örugglega úr því. KR fer því með 2-1 sigur til N-Írlands en síðari leikurinn fer fram 7. júlí. Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir Grasshoppers í næstu umferð.Af hverju vann KR? KR-liðið var einfaldlega mikið mun betra í þessum leik og hefði með öllu réttu átt að sigra enn stærra. Liðið spilaði vel og þá sérstaklega sóknarlega en í fyrsta skipti í langan tíma var kveikt á leikmönnum liðsins á síðasta þriðjungi vallarins. Markmaður andstæðinganna var þó í góðu stuði og það virðist vera enn smá ryð í framherjum KR sem fengu nokkur góð færi til þess að skora. Þá var einnig ljóst á spilamennsku Glenavon að liðið er nýbyrjað á undirbúningstímabilinu. Það verður þó að hrósa þeim fyrir að ná útivallamarkinu sem gæti reynst mikilvægt þegar uppi er staðið.Hvað gekk vel?Spilamennska KR gekk að mestu leyti vel. Liðið náði að opna vörn andstæðinganna auk þess sem menn voru óhræddir við að skjóta á markið, eitthvað sem hefur verið mikil vöntun á að undanförnu. Þá stóð Pálmi Rafn sig afar vel í holunni fyrir aftan Morten Beck Andersen auk þess sem að Kennie Chopart var gífurlega sprækur. Föst leikatriði gestanna voru þó erfið viðureignar fyrir heimaliðið og það sást glöggt á líkamstjáningu Willums Þórs að hann var stressaður þegar Glenavon fiskaði aukaspyrnu á hættulegum stað.Hvað gekk illa?Miðjuspil KR hefði mátt vera betra, sérstaklega framan af en miðjumönnunum til varnar gekk það betur upp þegar á leið á leikinn enda ljóst að gestirnir eru ekki í toppformi verandi enn á undirbúningstímabilinu. KR-ingar voru einnig sofandi þegar gestirnir skoruðu markið sitt. Það kom eftir fast leikatriði og var ekki glæsilegt en gæti orðið afskaplega mikilvægt þegar uppi er staðið enda hvert útivallamark gulls ígildi í þessari keppni.Hvað gerist næst?Liðin mætast aftur á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi eftir slétta viku, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni.Willum ÞórVísirWillum Þór: Við erum með betra fótboltaliðWillum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld og var þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og það hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en þeir sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði grimmt á sína leikmenn á meðan. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu og vera fókuseraðir. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „KR er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“Indriði: Breytingin gerð til þess að rífa þetta í gangIndriði Sigurðsson, fyrirliði KR, var nokkuð ánægður með sigurinn í kvöld en segir að KR hafi þurft að hafa fyrir honum. „Þetta var baráttusigur. Við vissum að þeir væru týpískt enskt lið sem spilar enskan leikstíl. Þeir spila með tvo framherja og pumpa boltanum fram. Leikurinn byrjaði á sem verstan hátt fyrir okkur og við erum lengi að hrista þá af okkur,“ segir Indriði en bætir við að þegar það hafi loks tekist hafi KR spilað fínan bolta. Það hafi þó verið svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk. Indriði er ánægður með Willum og segir að nú þurfi að rífa KR í gang á ný en til þess hafi breytingin á þjálfarateyminu verið gerð. „Eitthvað verðum við að gera og breytingin er gerð til þess að rífa þetta í gang. Það er samt ekki einn maður sem gerir það. Við sjálfir þurfum að gera það. Ég hef fulla trú á að við, með þjálfarateyminu, náum að gera það,“ segir Indriði. „Það er mjög fínt að fá Willum inn. Hann er auðvitað búinn að vera í stuttan tíma og er varkár í að breyta of miklu. Við höldum áfram að vinna það sem okkur fannst vera að virka en svo kemur hann með sitt inn sem er mjög jákvætt.“vísir/eyþór Evrópudeild UEFA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur frá 30. maí er liðið vann sigur á n-írska liðinu Glenovan í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Var þetta fyrsti leikur liðsins undir stjórn nýráðins þjálfara, Willums Þórs Þórssonar. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu en gestirnir létu vel fyrir sér vinna út leikinn og voru skeinuhættir í föstum leikatriðum. Það var einmitt úr einu slíku sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Miðvörðurinn Simon Kelly hnoðaði boltanum í markið eftir mikinn barning í teignum á 12. mínútu. KR-ingar blésu og blésu en gekk illa að jafna leikinn þangað til rétt fyrir lok fyrri hálfleiks er Pálmi Rafn Pálmason skoraði gott mark úr vítateignum eftir frábæran undirbúning Finns Orra Margeirssonar og Óskars Arnar Haukssonar. Heimamenn réðu lögum og lofum í síðari hálfleik og áttu tvo skot í slánna áður en að Skúli Jón Friðgeirsson fiskaði víti á 76. mínútu. Hólmbert Aron Friðjónsson, nýkominn inn á sem varamaður skoraði örugglega úr því. KR fer því með 2-1 sigur til N-Írlands en síðari leikurinn fer fram 7. júlí. Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir Grasshoppers í næstu umferð.Af hverju vann KR? KR-liðið var einfaldlega mikið mun betra í þessum leik og hefði með öllu réttu átt að sigra enn stærra. Liðið spilaði vel og þá sérstaklega sóknarlega en í fyrsta skipti í langan tíma var kveikt á leikmönnum liðsins á síðasta þriðjungi vallarins. Markmaður andstæðinganna var þó í góðu stuði og það virðist vera enn smá ryð í framherjum KR sem fengu nokkur góð færi til þess að skora. Þá var einnig ljóst á spilamennsku Glenavon að liðið er nýbyrjað á undirbúningstímabilinu. Það verður þó að hrósa þeim fyrir að ná útivallamarkinu sem gæti reynst mikilvægt þegar uppi er staðið.Hvað gekk vel?Spilamennska KR gekk að mestu leyti vel. Liðið náði að opna vörn andstæðinganna auk þess sem menn voru óhræddir við að skjóta á markið, eitthvað sem hefur verið mikil vöntun á að undanförnu. Þá stóð Pálmi Rafn sig afar vel í holunni fyrir aftan Morten Beck Andersen auk þess sem að Kennie Chopart var gífurlega sprækur. Föst leikatriði gestanna voru þó erfið viðureignar fyrir heimaliðið og það sást glöggt á líkamstjáningu Willums Þórs að hann var stressaður þegar Glenavon fiskaði aukaspyrnu á hættulegum stað.Hvað gekk illa?Miðjuspil KR hefði mátt vera betra, sérstaklega framan af en miðjumönnunum til varnar gekk það betur upp þegar á leið á leikinn enda ljóst að gestirnir eru ekki í toppformi verandi enn á undirbúningstímabilinu. KR-ingar voru einnig sofandi þegar gestirnir skoruðu markið sitt. Það kom eftir fast leikatriði og var ekki glæsilegt en gæti orðið afskaplega mikilvægt þegar uppi er staðið enda hvert útivallamark gulls ígildi í þessari keppni.Hvað gerist næst?Liðin mætast aftur á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi eftir slétta viku, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni.Willum ÞórVísirWillum Þór: Við erum með betra fótboltaliðWillum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld og var þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og það hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en þeir sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði grimmt á sína leikmenn á meðan. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu og vera fókuseraðir. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „KR er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“Indriði: Breytingin gerð til þess að rífa þetta í gangIndriði Sigurðsson, fyrirliði KR, var nokkuð ánægður með sigurinn í kvöld en segir að KR hafi þurft að hafa fyrir honum. „Þetta var baráttusigur. Við vissum að þeir væru týpískt enskt lið sem spilar enskan leikstíl. Þeir spila með tvo framherja og pumpa boltanum fram. Leikurinn byrjaði á sem verstan hátt fyrir okkur og við erum lengi að hrista þá af okkur,“ segir Indriði en bætir við að þegar það hafi loks tekist hafi KR spilað fínan bolta. Það hafi þó verið svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk. Indriði er ánægður með Willum og segir að nú þurfi að rífa KR í gang á ný en til þess hafi breytingin á þjálfarateyminu verið gerð. „Eitthvað verðum við að gera og breytingin er gerð til þess að rífa þetta í gang. Það er samt ekki einn maður sem gerir það. Við sjálfir þurfum að gera það. Ég hef fulla trú á að við, með þjálfarateyminu, náum að gera það,“ segir Indriði. „Það er mjög fínt að fá Willum inn. Hann er auðvitað búinn að vera í stuttan tíma og er varkár í að breyta of miklu. Við höldum áfram að vinna það sem okkur fannst vera að virka en svo kemur hann með sitt inn sem er mjög jákvætt.“vísir/eyþór
Evrópudeild UEFA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn