Markaveisla á velli heilagrar Maríu | Ronaldo með fernu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2019 22:06 Jadon Sancho skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska landsliðið í kvöld. vísir/getty England er enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Kósóvó, 5-3, á St. Mary's vellinum í Southampton í kvöld. Þetta var fyrsta tap Kósóvóa í 16 leikjum. Þeir byrjuðu leikinn reyndar af krafti og komust yfir eftir 34 sekúndur þegar Valon Berisha nýtti sér mistök Michaels Keane og skoraði. Þá tóku Englendingar yfir og skoruðu fimm mörk fyrir hálfleik. Jadon Sancho skoraði tvö mörk, sín fyrstu fyrir landsliðið, og þeir Raheem Sterling og Harry Kane sitt markið hvor. Mergim Vojvoda, varnarmaður Kósóvó, skoraði einnig sjálfsmark. Kósóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í 5-3 með mörkum frá Berisha og Vedat Muriqi. Kane klúðraði síðan vítaspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Kósóvó er í 3. sæti A-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Tékklandi sem vann 0-3 útisigur á Svartfjallalandi. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu Litháen, 1-5, í B-riðli. Þetta er í áttunda sinn sem Ronaldo skorar þrjú mörk eða meira í landsleik. Alls eru landsliðsmörk hans 93 talsins. William Carvalho var einnig á skotskónum fyrir Portúgal sem er með átta stig í 2. sæti riðilsins. Litháen er á botninum með eitt stig. Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Serbía Lúxemborg, 1-3. Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk fyrir Serba sem eru í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Lúxemborgarar eru í því fjórða með fjögur stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill England 5-3 Kósóvó Svartfjallaland 0-3 TékklandB-riðill Litháen 1-5 Portúgal Lúxemborg 1-3 SerbíaH-riðill Albanía 4-2 Ísland Frakkland 3-0 Andorra Moldóva 0-4 Tyrkland EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
England er enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Kósóvó, 5-3, á St. Mary's vellinum í Southampton í kvöld. Þetta var fyrsta tap Kósóvóa í 16 leikjum. Þeir byrjuðu leikinn reyndar af krafti og komust yfir eftir 34 sekúndur þegar Valon Berisha nýtti sér mistök Michaels Keane og skoraði. Þá tóku Englendingar yfir og skoruðu fimm mörk fyrir hálfleik. Jadon Sancho skoraði tvö mörk, sín fyrstu fyrir landsliðið, og þeir Raheem Sterling og Harry Kane sitt markið hvor. Mergim Vojvoda, varnarmaður Kósóvó, skoraði einnig sjálfsmark. Kósóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í 5-3 með mörkum frá Berisha og Vedat Muriqi. Kane klúðraði síðan vítaspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Kósóvó er í 3. sæti A-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Tékklandi sem vann 0-3 útisigur á Svartfjallalandi. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu Litháen, 1-5, í B-riðli. Þetta er í áttunda sinn sem Ronaldo skorar þrjú mörk eða meira í landsleik. Alls eru landsliðsmörk hans 93 talsins. William Carvalho var einnig á skotskónum fyrir Portúgal sem er með átta stig í 2. sæti riðilsins. Litháen er á botninum með eitt stig. Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Serbía Lúxemborg, 1-3. Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk fyrir Serba sem eru í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Lúxemborgarar eru í því fjórða með fjögur stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill England 5-3 Kósóvó Svartfjallaland 0-3 TékklandB-riðill Litháen 1-5 Portúgal Lúxemborg 1-3 SerbíaH-riðill Albanía 4-2 Ísland Frakkland 3-0 Andorra Moldóva 0-4 Tyrkland
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00
Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09