Innlent

Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun

Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum.

Innlent

Telur enn mögu­legt að ná sam­komu­lagi

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða.

Innlent

Fagnar á­formum um mótun at­vinnu­stefnu

Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna.

Innlent

B sé ekki best

Foreldri grunnskólabarna segir einkunnakerfi byggt á bókstöfum draga úr hvata nemenda til að gera betur og sé skalinn of víður. Hann segir kennara viðurkenna að kerfið veiti þeim ekki nægar upplýsingar til að sinna starfi sínu og gagnrýnir harðlega „yfirborðskennda“ aðgerðaáætlun menntamálaráðuneytisins.

Innlent

Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Karlmaður sem ákærður var fyrir manndráp fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á hinn látna.

Innlent

Mann­réttinda­barátta ekki í sam­keppni um at­hygli

Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks.

Innlent

Marg­föld að­sókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“

Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS-heilkennis hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands en hjartalæknir og Samtök um POTS á Íslandi óttast um afdrif þeirra sem ekki munu lengur geta sótt þjónustuna. Þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja og eflt getu þeirra til að taka þátt í samfélaginu.

Innlent

Ó­venju­leg á­kvörðun, hol­skefla kvartana og ó­kyrrð

Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Bandaríkjaforseti kynnti þessa óvenjulegu ráðstöfun á blaðamannafundi í dag. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum mætir í myndver og fer yfir málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent

Upp­haf­legasta út­gáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda út­legð

Handritaskipti á sýningunni Heimur í orðum í Eddu verða á morgun og ný handrit munu líta dagsins ljós. Næstu þrjá mánuði verður Trektarbók Snorra-Eddu til sýnis en hún er komin til landsins eftir fjögur hundruð ára útlegð í Hollandi. Hún er einnig um margt áhugaverð. Hún er talin fornlegasta handrit Snorra-Eddu þó hún sé yngsta handritið meginhandrita Eddunnar.

Innlent

„Sannar­lega ekki eitt­hvað sem ég ætlaði að taka þátt í“

Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum.

Innlent

Fylla í skörð reynslubolta

Tækniskólinn hefur ráðið tvo nýja stjórnendur sem tekið hafa til starfa. Guðrún Ýrr Tómasdóttir tekur við starfi skólastjóra Raftækniskólans og Baldvin Freysteinsson stöðu fjármálastjóra Tækniskólans. Þau taka bæði við af lykilstarfsmönnum sem hafa gegnt þessum stöðum frá stofnun Tækniskólans.

Innlent

„Al­var­legar af­leiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt

Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi.

Innlent

Engin byssa reyndist vera í bílnum

Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að taka ökumann fastan vegna gruns um að hann væri með skotvopn í bílnum. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn æki um vopnaður og var stöðvaður í kjölfarið í Mjóddinni. Hann reyndist ekkert skotvopn hafa.

Innlent