Innlent

„Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ó­lifað“

Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur.

Innlent

Missir mikil­vægrar með­ferðar, ó­á­nægja í Ís­rael og sund­kappinn sem tefst

Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu með svokallað Pots-heilkenni, en hún horfir nú fram á að Sjúkratryggingar muni hætta greiðsluþátttöku vegna meðferðar sem hún hefur sótt síðustu ár. Hún segir meðferðina hafa gert henni kleift að framkvæmda daglegar athafnir, eins og að standa upprétt og þvo á sér hárið án aðstoðar, en hún verði svipt þeirri getu ef fram heldur sem horfir.

Innlent

Einn hand­tekinn vegna gruns um í­kveikju

Lögreglan á Vesturlandi hefur handtekið mann á Akranesi vegna gruns um íkveikju. Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag, búið er að ráða niðurlögum eldsins en miklar skemmdir urðu á húsinu.

Innlent

Ný Miðgarðakirkja vígð í Gríms­ey

Ný Miðgarðakirkja í Grímsey var vígð í dag af Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands. Við það tilefni voru tvær nýjar kirkjuklukkur helgaðar og formlega afhentar Miðgarðakirkjusókn, í stað þeirra sem bráðnuðu í kirkjubrunanum 21. september 2021.

Innlent

Átta utan­ríkis­ráðherrar for­dæma her­námið á Gasa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa.

Innlent

Níu gistu fanga­geymslur í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda verkefna í nótt. Í dagbók lögreglu segir að 125 mál hafi verið bókuð í kerfi lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Níu gistu fangageymslur. 

Innlent

Sendi­herra á Ís­landi á grund­velli mis­skilnings

Billy Long, sem er að öllum líkindum næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ýjar að því á samfélagsmiðlum að verið sé að senda hann til Íslands fyrir mistök. Þó er líklega um orðagrín að ræða en hann segist hafa beðið Trump um að fá að ganga til liðs við Bandarísku innflytjendastofnunina ICE en Trump hafi misheyrt það sem „Iceland.“

Innlent

Lög­reglan tekur leigubílamálin fastari tökum

Lögreglan á Suðurnesjum hyggst taka leigubílamálin við Keflavíkurflugvöll fastari tökum og fór í rassíu í dag. Mikið hefur gustað um leigubílamarkaðinn undanfarna mánuði, í mars lýsti innviðaráðherra honum sem villta vestrinu og í apríl vísaði Isavia hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum.

Innlent

Taka þurfi ráð­gjöf Haf­ró til endur­skoðunar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum.

Innlent

Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna.

Innlent

Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. 

Innlent

Enginn árangur af „veiða og sleppa“ að­ferðinni

Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að „veiða og sleppa“ aðferðin við laxveiði, sem felst í að drepa ekki laxinn til að vernda stofninn, hafi augljóslega ekki gengið upp. Öll gögn bendi til að samkeppni um fæðu meðal laxaseiða sé slík, að nauðsynlegt sé að grisja stofninn svo hann viðhaldi sér.

Innlent