Innlent

Ráð­herra skoðar frekari girðingar á strand­veiðar

Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna.

Innlent

„Fyrst hélt ég að þetta væri eitt­hvað grín“

Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið

Innlent

Fá ekki á­heyrn vegna stympinga kennara og nemanda

Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi.

Innlent

Hraðbankinn enn ekki látinn í friði

Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum.

Innlent

„Við þrífumst ekki til lengdar ein“

Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig.

Innlent

„Við erum mjög háð raf­magninu“

Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt.

Innlent

Öryggi ógnað og refsingar fyrnist

Fordæmalaust ástand hefur skapast í fangelsum landsins að sögn fangelsismálastjóra. Ekki sé hægt að taka á móti föngum í gæsluvarðhald eða afplánun. Stærsti hluti þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru með erlent ríkisfang.

Innlent

Starfs­fólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar.

Innlent

Sam­bands­leysi í suðri og óviðunandi á­stand í fangelsum

Samgöngutruflanir og sambandsleysi urðu á Spáni og Portúgal eftir að rafmagn fór af löndunum tveimur í dag. Íslendingar á Spáni lýsa mikilli óvissu um ástandið og framhaldið. Við fjöllum um rafmagnsleysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræðum við rafmagnsverkfræðing um málið, og mögulegar orsakir.

Innlent

Vilja láta rann­saka aðild flóttateymis í máli Oscars

Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, biðla til mennta- og barnamálaráðherra að rannsaka aðild flóttateymis Hafnarfjarðar að brottvísun drengsins. Þau telja flóttateymið hafa brotið lög þar sem opið barnaverndarmál var til staðar vegna ofbeldis sem hann sætti af hálfu föður síns.

Innlent

Fangelsi oft eina úr­ræðið

Alls hafa um ríflega 70 hælisleitendur þurft að sæta fangelsisvist áður en þeim er vísað úr landi síðustu mánuði. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Í flestum tilvikum hafi fólkið ekki brotið neitt annað af sér en að vera ólöglegt í landinu.

Innlent

Björn tekur við af Helga

Landssamband eldri borgara heldur árlegan landsfund sinn á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ á morgun þar sem nýr formaður mun taka við. Björn Snæbjörnsson frá Akureyri verður sjálfkjörinn í embætti formanns og mun því taka við af Helga Péturssyni.

Innlent

Kryfja mál Ást­hildar Lóu fyrir opnum tjöldum

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund á miðvikudaginn til að fjalla um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra.

Innlent

Saka Ingu um metnaðar­leysi eftir skipun flokks­manna í stjórn

Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra bréf með áskorun um að endurskoða skipan í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að tryggja að fagleg hæfni og sérmenntun á sviði mannvirkjagerðar fái raunverulegt vægi við ákvarðanatöku í þessum mikilvæga málaflokki.

Innlent

Nýtt met slegið í fjölda giftinga

Af þeim 5.546 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í þjóðskrá árið 2024 gengu 48,8 prósent í hjúskap hjá Sýslumönnum, 31,2 prósent hjá Þjóðkirkjunni, 10,3 prósent hjá öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum og 9,7 prósent erlendis. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár.

Innlent

Vill þyngri refsingar fyrir al­var­leg kyn­ferðis­brot

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á sviði miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot eigi að vera þyngri. Þá telur hann að bæði lögregla og pólitík eigi að taka betur tillit til öryggistilfinningar almennings. Mikilvægt sé að gæta að rétti grunaðra en á sama tíma þurfi að taka vel utan um þolendur.

Innlent