Anti-sportisti og nammifíkill 15. júní 2004 00:01 "Ég er algjör skömm fyrir Ísland þar sem ég hreyfi mig ekki og borða frekar óhollt þannig að ég er frekar léleg í þessum málum," segir Dagbjört Hákonardóttir, einn af umsjónarmönnum þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi. "Mér finnst gaman að hreyfa mig í góðu veðri en ég er ekki mikið fyrir það að gera eitthvað skipulagt. Ég geri frekar eitthvað alveg út í bláinn," segir Dagbjört, sem fær algjöra innilokunarkennd í líkamsræktarstöðvum. "Ég er algjör anti-sportisti og hef aldrei verið góð í íþróttum. Ég meika til dæmis ekki að eiga líkamsræktarkort því umhverfið heillar mig ekki. Ég vil frekar hreyfa mig á mínum eigin forsendum. Þegar ég æfi í líkamsræktarstöðvum þá rifja ég upp leikfimitímana í barnaskóla og man þá hvað ég er léleg," segir Dagbjört, sem skammast sín þá fyrir það hve léleg hún er í íþróttum og vill helst komast út úr stöðinni. "Ég er að leita að hinni einu sönnu íþrótt fyrir mig. Þegar ég finn hana þá mun ég stunda hana af kappi. Þannig að þetta stendur nú allt til bóta," segir Dagbjört, sem finnst alveg æðislega skemmtilegt að hjóla. "Mér finnst hjólreiðar fínn ferðamáti til að fara í vinnuna eða á milli staða. Reyndar þarf ég að klæðast frekar asnalegum fötum þegar ég hjóla og það setur svolítið strik í reikninginn," segir Dagbjört, en hún var alltaf hjólandi áður en hjólinu hennar var stolið núna fyrir stuttu. Dagbjört segist vera algjör nammifíkill en er ekki mikið fyrir mjög feitan og brasaðan mat. "Mér finnst mjög feitur matur ógeðslegur og er mikið fyrir að fá mér holla og bragðgóða rétti. En eftir hollustuna þá fæ ég mér iðulega nammi." Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég er algjör skömm fyrir Ísland þar sem ég hreyfi mig ekki og borða frekar óhollt þannig að ég er frekar léleg í þessum málum," segir Dagbjört Hákonardóttir, einn af umsjónarmönnum þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi. "Mér finnst gaman að hreyfa mig í góðu veðri en ég er ekki mikið fyrir það að gera eitthvað skipulagt. Ég geri frekar eitthvað alveg út í bláinn," segir Dagbjört, sem fær algjöra innilokunarkennd í líkamsræktarstöðvum. "Ég er algjör anti-sportisti og hef aldrei verið góð í íþróttum. Ég meika til dæmis ekki að eiga líkamsræktarkort því umhverfið heillar mig ekki. Ég vil frekar hreyfa mig á mínum eigin forsendum. Þegar ég æfi í líkamsræktarstöðvum þá rifja ég upp leikfimitímana í barnaskóla og man þá hvað ég er léleg," segir Dagbjört, sem skammast sín þá fyrir það hve léleg hún er í íþróttum og vill helst komast út úr stöðinni. "Ég er að leita að hinni einu sönnu íþrótt fyrir mig. Þegar ég finn hana þá mun ég stunda hana af kappi. Þannig að þetta stendur nú allt til bóta," segir Dagbjört, sem finnst alveg æðislega skemmtilegt að hjóla. "Mér finnst hjólreiðar fínn ferðamáti til að fara í vinnuna eða á milli staða. Reyndar þarf ég að klæðast frekar asnalegum fötum þegar ég hjóla og það setur svolítið strik í reikninginn," segir Dagbjört, en hún var alltaf hjólandi áður en hjólinu hennar var stolið núna fyrir stuttu. Dagbjört segist vera algjör nammifíkill en er ekki mikið fyrir mjög feitan og brasaðan mat. "Mér finnst mjög feitur matur ógeðslegur og er mikið fyrir að fá mér holla og bragðgóða rétti. En eftir hollustuna þá fæ ég mér iðulega nammi."
Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira