Draumahelgin 18. júní 2004 00:01 Viktor Arnar Ingólfsson, rithöfundur og tæknifræðingur, myndi eyða draumahelginni fyrir vestan. "Ég myndi byrja ferðalagið á að aka vestur á Snæfellsnes síðdegis á föstudegi. Ég á rætur að rekja vestur á land en hef ekki verið nógu mikið þar og myndi því grípa tækifærið. Konan og dæturnar kæmu að sjálfsögðu með og við myndum gista á Hótel Búðum. Ég hef ekki ennþá fengið tækifæri til að heimsækja Búðir eftir að nýja hótelið hóf rekstur en ég hef heyrt látið vel af því. Þessu fylgir auðvitað göngutúr í nágrenninu og góður kvöldverður. Á laugardeginum vil ég fara í Stykkishólm og fara í fuglaskoðunarferð með Sæferðum. Ferðirnar taka tvær og hálfa klukkustund og það er svo margt að sjá. Ungarnir eru komnir úr eggjunum og allt iðandi af fugli. Eyjarnar sjálfar eru líka heillandi og þar má sjá margar óvenjulegar jarðfræðimyndanir. Ef þannig stendur á sjávarföllum má sjá að straumarnir milli eyjanna á sundunum eru alveg stórmerkilegir. Skipverjar eru líka vanir að veiða dálítið af skelfiski og bjóða farþegum hann beint úr skelinni. Nóttinni vil ég eyða á Hótel Stykkishólmi og fara síðan snemma á sunnudeginum með Baldri út í Flatey. Þar verður kannski hægt að semja við Hafstein bónda um siglingu um Vestureyjar en þangað hef ég ekki komið frá því ég var níu ára gamall. Ferðin endar seint um kvöld í Stykkishólmi og því ekki um annað að ræða en að gista þar aftur." En hvernig er helgin í raunveruleikanum? "Ég hugsa að ég eyði helginni bara heima í rólegheitum við skriftir en ég er að vinna að nýrri glæpasögu. Þó er aldrei að vita nema fótboltinn freisti mín," segir Viktor að lokum. Hús og heimili Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Viktor Arnar Ingólfsson, rithöfundur og tæknifræðingur, myndi eyða draumahelginni fyrir vestan. "Ég myndi byrja ferðalagið á að aka vestur á Snæfellsnes síðdegis á föstudegi. Ég á rætur að rekja vestur á land en hef ekki verið nógu mikið þar og myndi því grípa tækifærið. Konan og dæturnar kæmu að sjálfsögðu með og við myndum gista á Hótel Búðum. Ég hef ekki ennþá fengið tækifæri til að heimsækja Búðir eftir að nýja hótelið hóf rekstur en ég hef heyrt látið vel af því. Þessu fylgir auðvitað göngutúr í nágrenninu og góður kvöldverður. Á laugardeginum vil ég fara í Stykkishólm og fara í fuglaskoðunarferð með Sæferðum. Ferðirnar taka tvær og hálfa klukkustund og það er svo margt að sjá. Ungarnir eru komnir úr eggjunum og allt iðandi af fugli. Eyjarnar sjálfar eru líka heillandi og þar má sjá margar óvenjulegar jarðfræðimyndanir. Ef þannig stendur á sjávarföllum má sjá að straumarnir milli eyjanna á sundunum eru alveg stórmerkilegir. Skipverjar eru líka vanir að veiða dálítið af skelfiski og bjóða farþegum hann beint úr skelinni. Nóttinni vil ég eyða á Hótel Stykkishólmi og fara síðan snemma á sunnudeginum með Baldri út í Flatey. Þar verður kannski hægt að semja við Hafstein bónda um siglingu um Vestureyjar en þangað hef ég ekki komið frá því ég var níu ára gamall. Ferðin endar seint um kvöld í Stykkishólmi og því ekki um annað að ræða en að gista þar aftur." En hvernig er helgin í raunveruleikanum? "Ég hugsa að ég eyði helginni bara heima í rólegheitum við skriftir en ég er að vinna að nýrri glæpasögu. Þó er aldrei að vita nema fótboltinn freisti mín," segir Viktor að lokum.
Hús og heimili Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira