Æ fleiri fá sér tjörn í garðinn 18. júní 2004 00:01 Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast. Hús og heimili Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast.
Hús og heimili Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira