Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna 21. júní 2004 00:01 Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar