Í kvenmannsjakka með sítt hár 1. júlí 2004 00:01 "Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artíhippatímabili," segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlistarmaður. "Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessum tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum," segir Bent og bætir við að hann eigi örugglega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. "Ég á rosalega lítið af fötum því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryllingur yfir hálfan fataskápinn." Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. "Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og útvíðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár," segir Bent."Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt," segir Bent, sem örvæntir þó ekki. "Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual-karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kolaportinu núna."Bent er nú á fullu í dagskrágerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig er hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokkurt skeið og eru þeir að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljómsveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artíhippatímabili," segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlistarmaður. "Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessum tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum," segir Bent og bætir við að hann eigi örugglega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. "Ég á rosalega lítið af fötum því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryllingur yfir hálfan fataskápinn." Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. "Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og útvíðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár," segir Bent."Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt," segir Bent, sem örvæntir þó ekki. "Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual-karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kolaportinu núna."Bent er nú á fullu í dagskrágerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig er hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokkurt skeið og eru þeir að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljómsveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira