Magnað maður, magnað! Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. júlí 2004 00:01 Þó bíósumarið sé rétt hálfnað þori ég að fullyrða að Spider-Man 2 verði aðalsumarmyndin í ár. Hún toppar allt sem á undan er gengið og það þarf eitthvað mikið að ganga á til þess að þær sumarmyndir sem enn hafa ekki skilað sér í hús skáki Spider-Man 2. Þetta er einfaldlega frábær mynd, spennandi, fyndin, falleg og gerð af svo mikilli og djúpri virðingu fyrir Köngulóarmanninum sem teiknimyndasöguhetju að hrein unun er að horfa á.Peter Parker, vinur okkar, er þó síður en svo í góðum málum þegar hann mætir til leiks. Það er nefnilega ekki tekið út með sældinni að vera ofurhetja og Köngulóarmaðurinn tekur svo mikinn tíma og orku frá honum að hann er að klúðra náminu og fjarlægjast sína nánustu. Peter er sem sagt andlegt flak og það kemur harkalega niður á hetjunni þar sem hann virðist vera að missa yfirnáttúrulega köngulóarhæfileika sína hægt og bítandi vegna þunglyndis. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma þar sem hinn ofurgáfaði vísindamaður Otto Octavius tekur upp á því að sturlast og ganga berserksgang með fjóra tröllslega stálarma á bakinu. New York, eins og hún leggur sig, er því í stórhættu og Spider-Man þarf á öllu sínum kröftum, óskiptum, að halda eigi hann að geta bjargað borginni sinni, ástvinum sínum og síðast en ekki síst sjálfum sér. Það er því nóg að gerast í þessari framhaldsmynd og það verður að segjast eins og er að maður hefur sjaldan séð jafn mikinn metnað settan í handritsgerð teiknimyndasöguhetjumyndar. Sagan er pottþétt og rímar fullkomlega við það sem gerðist í fyrri myndinni og traustur grunnur er lagður að frekara framhaldi. Það er því greinilegt að Sam Raimi hefur lagt upp með ákveðna heildarhugsun og haldi hann áfram á þessari braut verður Spider-Man einn besti og eftirminnilegasti kvikmyndabálkur sögunnar. Þrátt fyrir hraða keyrslu og geggjaðar tæknibrellur sem gera það af verkum að áhorfandann svimar stundum af því að sveifla sér á milli skýjakljúfa með hetjunni er persónusköpuninni gefin góður tími og handritið er skrifað með ákaflega mikilli virðingu fyrir Spider-Man blöðunum þannig að þeir sem hafa átt Lóa að vini síðan í barnæsku fá ofboðslega mikið fyrir sinn snúð en einn helsti galdur myndarinnar er sá að hún skemmtir bæði þeim sem þekkja sögu Spider-Man fram og aftur ekki síður en þeim sem eru bara að koma til að sjá gott bíó. Þessi fer beint á stall með Empire Strikes Back. Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Þó bíósumarið sé rétt hálfnað þori ég að fullyrða að Spider-Man 2 verði aðalsumarmyndin í ár. Hún toppar allt sem á undan er gengið og það þarf eitthvað mikið að ganga á til þess að þær sumarmyndir sem enn hafa ekki skilað sér í hús skáki Spider-Man 2. Þetta er einfaldlega frábær mynd, spennandi, fyndin, falleg og gerð af svo mikilli og djúpri virðingu fyrir Köngulóarmanninum sem teiknimyndasöguhetju að hrein unun er að horfa á.Peter Parker, vinur okkar, er þó síður en svo í góðum málum þegar hann mætir til leiks. Það er nefnilega ekki tekið út með sældinni að vera ofurhetja og Köngulóarmaðurinn tekur svo mikinn tíma og orku frá honum að hann er að klúðra náminu og fjarlægjast sína nánustu. Peter er sem sagt andlegt flak og það kemur harkalega niður á hetjunni þar sem hann virðist vera að missa yfirnáttúrulega köngulóarhæfileika sína hægt og bítandi vegna þunglyndis. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma þar sem hinn ofurgáfaði vísindamaður Otto Octavius tekur upp á því að sturlast og ganga berserksgang með fjóra tröllslega stálarma á bakinu. New York, eins og hún leggur sig, er því í stórhættu og Spider-Man þarf á öllu sínum kröftum, óskiptum, að halda eigi hann að geta bjargað borginni sinni, ástvinum sínum og síðast en ekki síst sjálfum sér. Það er því nóg að gerast í þessari framhaldsmynd og það verður að segjast eins og er að maður hefur sjaldan séð jafn mikinn metnað settan í handritsgerð teiknimyndasöguhetjumyndar. Sagan er pottþétt og rímar fullkomlega við það sem gerðist í fyrri myndinni og traustur grunnur er lagður að frekara framhaldi. Það er því greinilegt að Sam Raimi hefur lagt upp með ákveðna heildarhugsun og haldi hann áfram á þessari braut verður Spider-Man einn besti og eftirminnilegasti kvikmyndabálkur sögunnar. Þrátt fyrir hraða keyrslu og geggjaðar tæknibrellur sem gera það af verkum að áhorfandann svimar stundum af því að sveifla sér á milli skýjakljúfa með hetjunni er persónusköpuninni gefin góður tími og handritið er skrifað með ákaflega mikilli virðingu fyrir Spider-Man blöðunum þannig að þeir sem hafa átt Lóa að vini síðan í barnæsku fá ofboðslega mikið fyrir sinn snúð en einn helsti galdur myndarinnar er sá að hún skemmtir bæði þeim sem þekkja sögu Spider-Man fram og aftur ekki síður en þeim sem eru bara að koma til að sjá gott bíó. Þessi fer beint á stall með Empire Strikes Back. Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira