Með sínu lagi 8. september 2004 00:01 Kvikmyndin "The Shape of Things" er sýnd á indí dögum í Háskólabíói þessa dagana. Hér er á ferð dramatísk-svört kómedía af bestu gerð. Myndin hefst á listasafni þar sem taugaveiklaður safnvörður, Adam (Paul Rudd), reynir að stöðva óheflaðan listnema, Evelyn, (Rachel Weisz) í því að taka ljósmyndir af risavaxinni höggmynd. Adam hefur ekki árangur sem erfiði, Evelyn sannfærir hann um að leyfa sér ekki aðeins að taka myndir heldur einnig að nota úðabrúsa til að mála stóreflis getnaðarlim á styttuna, þar sem fíkjulauf fara í taugarnar á henni. Upp úr orðaskiptum þeirra hefst samband milli þessara ólíku persóna. Sambandið er miðpunktur myndarinnar, nokkurs konar vettvangur til að skoða áhrif ástarsambanda á manneskjur, með áherslu á hvernig fólk lagar sig hvort að öðru. Leikstjórinn Neil LaBute (In the Company of Men, Your Friends and Neighbours, Nurse Betty) byggir handrit myndarinnar á samnefndu leikriti eftir sjálfan sig. Handritið er snilldarlega skrifað, stútfullt af húmor, pælingum um samskipti kynjanna og raunar er hvergi dauðan punkt að finna, hvorki í samtölum né framvindu. Leikarar myndarinnar eru þeir sömu og léku verkið upprunalega á sviði. Þessi leikarahópur vinnur þrekvirki enda ekki einfalt að koma til skila hlutverkum sem byggjast alfarið á löngum samtölum en það tekst með afbrigðum vel. Fremst í flokki er Rachel Weisz sem einnig er ein af framleiðendum myndarinnar. Rachel tekst að skapa ógleymanlega persónu með hinni frjálslegu og óhefluðu listakonu Evelyn. Rachel sýnir með þessu hlutverki að hún er ein af fremstu leikkonum sinnar kynslóðar og getur sannarlega leikið fleira en öskurdúkkuna í B-myndunum "The Mummy" og framhaldi hennar, "The Return of the Mummy". Paul Rudd stendur sig líka sérstaklega vel sem óöruggur en sjarmerandi kærasti Weisz. Öll persónusköpun myndarinnar er sérstaklega góð. The Shape of Things er frumleg, fyndin og ögrandi mynd sem skilur mann eftir með spurningar um ástina, listina og lífið yfirleitt. The Shape of Things Leikstjóri: Neil LaBute Aðalhlutverk: Rachel Weisz, Paul Rudd Einar Árnason Bíó og sjónvarp Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Kvikmyndin "The Shape of Things" er sýnd á indí dögum í Háskólabíói þessa dagana. Hér er á ferð dramatísk-svört kómedía af bestu gerð. Myndin hefst á listasafni þar sem taugaveiklaður safnvörður, Adam (Paul Rudd), reynir að stöðva óheflaðan listnema, Evelyn, (Rachel Weisz) í því að taka ljósmyndir af risavaxinni höggmynd. Adam hefur ekki árangur sem erfiði, Evelyn sannfærir hann um að leyfa sér ekki aðeins að taka myndir heldur einnig að nota úðabrúsa til að mála stóreflis getnaðarlim á styttuna, þar sem fíkjulauf fara í taugarnar á henni. Upp úr orðaskiptum þeirra hefst samband milli þessara ólíku persóna. Sambandið er miðpunktur myndarinnar, nokkurs konar vettvangur til að skoða áhrif ástarsambanda á manneskjur, með áherslu á hvernig fólk lagar sig hvort að öðru. Leikstjórinn Neil LaBute (In the Company of Men, Your Friends and Neighbours, Nurse Betty) byggir handrit myndarinnar á samnefndu leikriti eftir sjálfan sig. Handritið er snilldarlega skrifað, stútfullt af húmor, pælingum um samskipti kynjanna og raunar er hvergi dauðan punkt að finna, hvorki í samtölum né framvindu. Leikarar myndarinnar eru þeir sömu og léku verkið upprunalega á sviði. Þessi leikarahópur vinnur þrekvirki enda ekki einfalt að koma til skila hlutverkum sem byggjast alfarið á löngum samtölum en það tekst með afbrigðum vel. Fremst í flokki er Rachel Weisz sem einnig er ein af framleiðendum myndarinnar. Rachel tekst að skapa ógleymanlega persónu með hinni frjálslegu og óhefluðu listakonu Evelyn. Rachel sýnir með þessu hlutverki að hún er ein af fremstu leikkonum sinnar kynslóðar og getur sannarlega leikið fleira en öskurdúkkuna í B-myndunum "The Mummy" og framhaldi hennar, "The Return of the Mummy". Paul Rudd stendur sig líka sérstaklega vel sem óöruggur en sjarmerandi kærasti Weisz. Öll persónusköpun myndarinnar er sérstaklega góð. The Shape of Things er frumleg, fyndin og ögrandi mynd sem skilur mann eftir með spurningar um ástina, listina og lífið yfirleitt. The Shape of Things Leikstjóri: Neil LaBute Aðalhlutverk: Rachel Weisz, Paul Rudd Einar Árnason
Bíó og sjónvarp Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira