Sundkórinn æfir á föstudagsmorgnum 12. október 2004 00:01 "Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. En það gerir hún svo sannarlega. Fríður hópur fólks á besta aldri kemur saman vikulega og syngur nokkur ættjarðarlög í eimbaðinu í Laugardalslauginni og það er svo sannarlega uppörvandi á kaldranalegum haustmorgni. "Íslendingar hafa gaman af því að syngja og það gerðist eiginlega að sjálfu sér að við fórum að taka lagið saman í gufunni," segir Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður, sem er virkur félagi í Sundkórnum. "Ég held að það sé a.m.k. komið á annað ár síðan við byrjuðum á þessu og nú er svona 15-30 manna kjarni sem syngur saman á hverjum föstudagsmorgni. Allir sem vilja eru velkomnir beint upp úr laugunum og inn í gufubaðið og menn þurfa ekki að þreyta nein sérstök inntökupróf i þennan kór. Við erum hinsvegar nokkuð heppin að því leyti til að þarna eru margir góðir söngvarar sem hafa verið burðarstoðir í góðum kórum og kunna ósköpin öll af lögum og textum. Mest er þó sungið þarna af lífsins list." Gömlu, íslensku lögin eru vinsælust á efnisskrá kórsins."Við syngjum næstum alltaf Á Sprengisandi og útlendingarnir hafa sérstaklega gaman af því að heyra það. Við syngjum oftast bara fjögur lög en ef við höldum að fólk hafi gaman af því að hlusta á okkur þá syngjum við meira." Flestir söngmannanna hafa stundað sund um árabil og mæta í laugarnar á hverjum degi og þeim er nánast sama hvernig viðrar. Er söngurinn heilsubót á við sundið? "Söngurinn er öðruvísi heilsubót því hann er gífurlega góður andlegri heilsu manna og þegar sett er saman söngur og sund er fólk í góðum málum," segir Jón Skaftason sundsöngvari að lokum og byrjar á Blátt lítið blóm eitt er og allir taka hressilega undir. Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. En það gerir hún svo sannarlega. Fríður hópur fólks á besta aldri kemur saman vikulega og syngur nokkur ættjarðarlög í eimbaðinu í Laugardalslauginni og það er svo sannarlega uppörvandi á kaldranalegum haustmorgni. "Íslendingar hafa gaman af því að syngja og það gerðist eiginlega að sjálfu sér að við fórum að taka lagið saman í gufunni," segir Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður, sem er virkur félagi í Sundkórnum. "Ég held að það sé a.m.k. komið á annað ár síðan við byrjuðum á þessu og nú er svona 15-30 manna kjarni sem syngur saman á hverjum föstudagsmorgni. Allir sem vilja eru velkomnir beint upp úr laugunum og inn í gufubaðið og menn þurfa ekki að þreyta nein sérstök inntökupróf i þennan kór. Við erum hinsvegar nokkuð heppin að því leyti til að þarna eru margir góðir söngvarar sem hafa verið burðarstoðir í góðum kórum og kunna ósköpin öll af lögum og textum. Mest er þó sungið þarna af lífsins list." Gömlu, íslensku lögin eru vinsælust á efnisskrá kórsins."Við syngjum næstum alltaf Á Sprengisandi og útlendingarnir hafa sérstaklega gaman af því að heyra það. Við syngjum oftast bara fjögur lög en ef við höldum að fólk hafi gaman af því að hlusta á okkur þá syngjum við meira." Flestir söngmannanna hafa stundað sund um árabil og mæta í laugarnar á hverjum degi og þeim er nánast sama hvernig viðrar. Er söngurinn heilsubót á við sundið? "Söngurinn er öðruvísi heilsubót því hann er gífurlega góður andlegri heilsu manna og þegar sett er saman söngur og sund er fólk í góðum málum," segir Jón Skaftason sundsöngvari að lokum og byrjar á Blátt lítið blóm eitt er og allir taka hressilega undir.
Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira