Íslendingar í Evrópukeppni 20. október 2004 00:01 Tveir Íslendingar tóku þátt í keppni Evrópusamtaka hótel-og ferðamálaskóla um síðustu helgi í Bled í Slóveníu og frammistaða þeirra var glæsileg. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, nemi á ferðamálabraut, fékk gull í keppni um ferðakynningar og Svanur Már Scheving bakaranemi silfur í keppni um gerð eftirrétta. Þau eru bæði nemendur við Menntaskólann í Kópavogi. Í samtökunum eru 350 skólar í 40 löndum og um helmingur skólanna tók þátt í keppninni í ár. Að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur, fagstjóra ferðagreina hjá MK, sem fór með íslensku nemendunum hefur Menntaskólinn í Kópavogi verið í samtökunum í 7 ár og þetta er sjötta árið sem hann kemur heim með verðlaun. Þetta er þó í fyrsta sinn sem báðir fulltrúar Íslands komast í toppsæti. "Þessi frammistaða sýnir á hvaða stigi okkar skóli er í samanburði við aðra enda er virkilega tekið eftir fólkinu okkar í þessum keppnum," segir Sigríður Þrúður. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Birnu, sem var að vonum ánægð með árangurinn. Ferðakynningin var liðakeppni þar sem tíu lið tóku þátt og hún kveðst hafa verið í liði með tveimur stúlkum og einum strák. Stúlkurnar voru frá Ítalíu og Hollandi og strákurinn frá Króatíu. "Við áttum að sýna hvernig við ætluðum að sannfæra landa okkar um að heimsókn til Slóveníu og þá sérstaklega Bled væri eftirsóknarverður kostur og höfðum einn dag til að undirbúa okkur. Reyndum að hafa kynninguna líflega og settum upp smá leikrit," segir hún. "Það sló algerlega í gegn." Nám Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tveir Íslendingar tóku þátt í keppni Evrópusamtaka hótel-og ferðamálaskóla um síðustu helgi í Bled í Slóveníu og frammistaða þeirra var glæsileg. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, nemi á ferðamálabraut, fékk gull í keppni um ferðakynningar og Svanur Már Scheving bakaranemi silfur í keppni um gerð eftirrétta. Þau eru bæði nemendur við Menntaskólann í Kópavogi. Í samtökunum eru 350 skólar í 40 löndum og um helmingur skólanna tók þátt í keppninni í ár. Að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur, fagstjóra ferðagreina hjá MK, sem fór með íslensku nemendunum hefur Menntaskólinn í Kópavogi verið í samtökunum í 7 ár og þetta er sjötta árið sem hann kemur heim með verðlaun. Þetta er þó í fyrsta sinn sem báðir fulltrúar Íslands komast í toppsæti. "Þessi frammistaða sýnir á hvaða stigi okkar skóli er í samanburði við aðra enda er virkilega tekið eftir fólkinu okkar í þessum keppnum," segir Sigríður Þrúður. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Birnu, sem var að vonum ánægð með árangurinn. Ferðakynningin var liðakeppni þar sem tíu lið tóku þátt og hún kveðst hafa verið í liði með tveimur stúlkum og einum strák. Stúlkurnar voru frá Ítalíu og Hollandi og strákurinn frá Króatíu. "Við áttum að sýna hvernig við ætluðum að sannfæra landa okkar um að heimsókn til Slóveníu og þá sérstaklega Bled væri eftirsóknarverður kostur og höfðum einn dag til að undirbúa okkur. Reyndum að hafa kynninguna líflega og settum upp smá leikrit," segir hún. "Það sló algerlega í gegn."
Nám Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira