Fuglarnir hennar Kollu 8. nóvember 2004 00:01 Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla. Hús og heimili Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla.
Hús og heimili Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira