Indverskur matur 11. nóvember 2004 00:01 Ef indverskur matur er í uppáhaldi, þá mæli ég eindregið með þessari tilraun til matreiðslu á ekta austurlenskum rétti. Ég notaði svínahnakka sem uppistöðu í þetta sinn en auðvitað má nota hvaða kjöt sem er: Kjúkling, lamb, jafnvel sojakjöt. Þó að kryddflóra réttarins sé fjölbreytt fást kryddin öll í flestum betri búðum. Skemmtilegt er að gera sér ferð í Sælkerabúðina á Suðurlandsbraut, en þar er ævintýralegt úrval af austurlensku hráefni. 500 g beinlaus svínahnakki 560 kr. 2 laukar (saxaðir smátt) 4 hvítlauksgeirar 1 msk. ferskur engifer (rifinn) 1 msk. hveiti 1 msk. turmeric 1 msk. garam masala 1 msk. cumin fræ 1/2 rautt chili (fræhreinsað og saxað smátt) 1 dós teningaðir tómatar m. hvítlauk 130 kr. 400 g kókosmjólk 120 kr. 600 ml kjúklingasoð (úr teningi eða krafti er í fínu lagi) 3 teningar frosið spínat (ferskt spínat er líka mjög gott, þá ca 2-3 handfyllir) Skerið kjötið í strimla og brúnið á vel heitri pönnu. Takið kjötið af pönnunni, setjið til hliðar og látið fituna renna af. Setjið ólífuolíu á pönnuna og steikið lauk, hvítlauk og engifer saman þar til laukurinn hefur mýkst. Setjið þá hveiti, chili og krydd út á pönnuna og steikið áfram um stund. Setjið þá tómata og kókósmjólk út í og kjötið með. Blandið öllu vel saman og bætið kjúklingasoðinu svo við og látið réttinn malla um 30 mínútur. Þegar um 10 mínútur eru eftir af eldunartímanum, setjið þá spínatið út í og hrærið vel. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og þykjustu nan-brauði sem eru tortillur sem settar eru smá stund undir grillið í ofni og svo penslaðar á báðum hliðum með hvítlaukssmjöri. Kostnaður samtals: um 900 kr. Matur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið
Ef indverskur matur er í uppáhaldi, þá mæli ég eindregið með þessari tilraun til matreiðslu á ekta austurlenskum rétti. Ég notaði svínahnakka sem uppistöðu í þetta sinn en auðvitað má nota hvaða kjöt sem er: Kjúkling, lamb, jafnvel sojakjöt. Þó að kryddflóra réttarins sé fjölbreytt fást kryddin öll í flestum betri búðum. Skemmtilegt er að gera sér ferð í Sælkerabúðina á Suðurlandsbraut, en þar er ævintýralegt úrval af austurlensku hráefni. 500 g beinlaus svínahnakki 560 kr. 2 laukar (saxaðir smátt) 4 hvítlauksgeirar 1 msk. ferskur engifer (rifinn) 1 msk. hveiti 1 msk. turmeric 1 msk. garam masala 1 msk. cumin fræ 1/2 rautt chili (fræhreinsað og saxað smátt) 1 dós teningaðir tómatar m. hvítlauk 130 kr. 400 g kókosmjólk 120 kr. 600 ml kjúklingasoð (úr teningi eða krafti er í fínu lagi) 3 teningar frosið spínat (ferskt spínat er líka mjög gott, þá ca 2-3 handfyllir) Skerið kjötið í strimla og brúnið á vel heitri pönnu. Takið kjötið af pönnunni, setjið til hliðar og látið fituna renna af. Setjið ólífuolíu á pönnuna og steikið lauk, hvítlauk og engifer saman þar til laukurinn hefur mýkst. Setjið þá hveiti, chili og krydd út á pönnuna og steikið áfram um stund. Setjið þá tómata og kókósmjólk út í og kjötið með. Blandið öllu vel saman og bætið kjúklingasoðinu svo við og látið réttinn malla um 30 mínútur. Þegar um 10 mínútur eru eftir af eldunartímanum, setjið þá spínatið út í og hrærið vel. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og þykjustu nan-brauði sem eru tortillur sem settar eru smá stund undir grillið í ofni og svo penslaðar á báðum hliðum með hvítlaukssmjöri. Kostnaður samtals: um 900 kr.
Matur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið