Úrvalið alltaf að aukast 15. nóvember 2004 00:01 Alltaf fjölgar þeim borðplötuefnum á markaðinum sem úr er að velja og eitt þeirra fyrirtækja sem eru sterk á því sviði er steinsmiðjan S. Helgason í Kópavogi. Hefðbundið ítalskt granít og sömuleiðis granít frá Kína og Indlandi er þar til í ýmsum myndum og á mismunandi verði og marmari einnig. Nýjustu tegundirnar eru hinsvegar Hi-Macs sem er úr náttúrulegum steinefnum að 2/3 hlutum en akrýl að 1/3. Þetta efni kemur frá Kóreu að sögn sölufulltrúans Ásgeirs Ólafssonar. Það er til í mismunandi þykktum og litaúrvalið er breitt auk þess sem vaskar fást í sömu tónum. Efnið er sniðið til á verkstæðinu og Ásgeir segir það lagt á borðin þannig að það sé samskeytalaust. "Þetta hentar vel á eldhúsborð en hefur líka verið vinsælt á rannsóknarstofur og sjúkrastofnanir því það er algerlega lokað og dregur ekki í sig bakteríur, sýrur eða litarefni," segir hann og bendir á að efnið geti líka náð upp á veggi ef fólk vilji og sé gott í sturtuklefa. Stone Italiana er önnur grjóthörð gerð borðefnis sem líka er til í flísum, bæði á gólf og veggi. Ásgeir segir hana gerða úr kvars steini að langstærstum hluta (93-95%) en afgangurinn sé bindiefni sem loki steininum algerlega. Stone Italiana fæst í tugum lita og Ásgeir segir framleiðendur varla hafa undan því eftirspurnin sé slík. Rein ehf. Steiniðnaður sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á vörum úr íslensku og innfluttu grjóti. Stefán Örn Magnússon segir granítið vinsælt borðefni og hann flytur það inn frá ýmsum löndum, bæði í Evrópu og Asíu. Rein býður líka borðplötur úr íslensku grágrýti. Þær þykja flottar og eru á sambærilegu verði og hið erlenda efni. Rein er með höfuðstöðvar sínar á Kjalarnesi en með sýningaraðstöðu í Síðumúla 17, hjá versluninni Ísspar.Nero Assaluto granít er ítalskt.Mynd/VilhelmHi-Macs er heitasta efnið núna hjá S. Helgason.Mynd/VilhelmStone Italiana fæst í tugum lita hjá S. Helgason.Mynd/Vilhelm Hús og heimili Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Alltaf fjölgar þeim borðplötuefnum á markaðinum sem úr er að velja og eitt þeirra fyrirtækja sem eru sterk á því sviði er steinsmiðjan S. Helgason í Kópavogi. Hefðbundið ítalskt granít og sömuleiðis granít frá Kína og Indlandi er þar til í ýmsum myndum og á mismunandi verði og marmari einnig. Nýjustu tegundirnar eru hinsvegar Hi-Macs sem er úr náttúrulegum steinefnum að 2/3 hlutum en akrýl að 1/3. Þetta efni kemur frá Kóreu að sögn sölufulltrúans Ásgeirs Ólafssonar. Það er til í mismunandi þykktum og litaúrvalið er breitt auk þess sem vaskar fást í sömu tónum. Efnið er sniðið til á verkstæðinu og Ásgeir segir það lagt á borðin þannig að það sé samskeytalaust. "Þetta hentar vel á eldhúsborð en hefur líka verið vinsælt á rannsóknarstofur og sjúkrastofnanir því það er algerlega lokað og dregur ekki í sig bakteríur, sýrur eða litarefni," segir hann og bendir á að efnið geti líka náð upp á veggi ef fólk vilji og sé gott í sturtuklefa. Stone Italiana er önnur grjóthörð gerð borðefnis sem líka er til í flísum, bæði á gólf og veggi. Ásgeir segir hana gerða úr kvars steini að langstærstum hluta (93-95%) en afgangurinn sé bindiefni sem loki steininum algerlega. Stone Italiana fæst í tugum lita og Ásgeir segir framleiðendur varla hafa undan því eftirspurnin sé slík. Rein ehf. Steiniðnaður sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á vörum úr íslensku og innfluttu grjóti. Stefán Örn Magnússon segir granítið vinsælt borðefni og hann flytur það inn frá ýmsum löndum, bæði í Evrópu og Asíu. Rein býður líka borðplötur úr íslensku grágrýti. Þær þykja flottar og eru á sambærilegu verði og hið erlenda efni. Rein er með höfuðstöðvar sínar á Kjalarnesi en með sýningaraðstöðu í Síðumúla 17, hjá versluninni Ísspar.Nero Assaluto granít er ítalskt.Mynd/VilhelmHi-Macs er heitasta efnið núna hjá S. Helgason.Mynd/VilhelmStone Italiana fæst í tugum lita hjá S. Helgason.Mynd/Vilhelm
Hús og heimili Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira