Kennsla í gerð aðventukransa 24. nóvember 2004 00:01 Jólaskreytinganámskeið Garðyrkjuskólans verða tvö í ár, bæði haldin í húsakynnum skólans að Reykjum í Hveragerði. Hið fyrra verður laugardaginn 27. nóvember og hitt laugardaginn 4. desember og standa þau bæði frá kl. 10 til 16. Leiðbeinandi verður Júlíana Rannveig Einarsdóttir, fagdeildarstjóri á blómaskreytingabraut skólans. Á fyrra námskeiðinu útbúa þátttakendur aðventukransa og jólaskreytingar og 4. desember verða hurðaskreytingar og jólaskreytingar teknar fyrir. Þátttökugjald er kr. 7.500 og verður pizzuveisla í hádeginu. Greiða þarf 3.500 króna staðfestingargjald við skráningu sem er óendurkræft en fjölmörg stéttarfélög taka þátt í greiðslu námskeiðsgjalda sem þessa. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðin fást á skrifstofu skólans í síma 480-4300 eða hjá endurmenntunarstjóra í síma 480-4305 og í netfanginu mhh@reykir.is Jól Mest lesið Skáldskapur getur hreyft við manni Jól Grýla reið með garði Jól Svona gerirðu graflax Jól Ekta amerískur kalkúnn Jól Jólaguðspjallið Jól Öðru vísi jólaverslun Jól Nú er Gunna á nýju skónum Jól Villibráð á veisluborð landsmanna Jól Jólin í fyrri daga Jól Álfar á jólanótt Jól
Jólaskreytinganámskeið Garðyrkjuskólans verða tvö í ár, bæði haldin í húsakynnum skólans að Reykjum í Hveragerði. Hið fyrra verður laugardaginn 27. nóvember og hitt laugardaginn 4. desember og standa þau bæði frá kl. 10 til 16. Leiðbeinandi verður Júlíana Rannveig Einarsdóttir, fagdeildarstjóri á blómaskreytingabraut skólans. Á fyrra námskeiðinu útbúa þátttakendur aðventukransa og jólaskreytingar og 4. desember verða hurðaskreytingar og jólaskreytingar teknar fyrir. Þátttökugjald er kr. 7.500 og verður pizzuveisla í hádeginu. Greiða þarf 3.500 króna staðfestingargjald við skráningu sem er óendurkræft en fjölmörg stéttarfélög taka þátt í greiðslu námskeiðsgjalda sem þessa. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðin fást á skrifstofu skólans í síma 480-4300 eða hjá endurmenntunarstjóra í síma 480-4305 og í netfanginu mhh@reykir.is
Jól Mest lesið Skáldskapur getur hreyft við manni Jól Grýla reið með garði Jól Svona gerirðu graflax Jól Ekta amerískur kalkúnn Jól Jólaguðspjallið Jól Öðru vísi jólaverslun Jól Nú er Gunna á nýju skónum Jól Villibráð á veisluborð landsmanna Jól Jólin í fyrri daga Jól Álfar á jólanótt Jól