Graffití í nýja herbergið 25. nóvember 2004 00:01 "Ég var búinn að sjá svona graffítí niður í bæ og langaði rosalega í svoleiðis í herbergið mitt. Ég og vinir mínir teiknum svoleiðis á blað og þannig kviknaði hugmyndin. Allir vinir mínir eru núna frekar spældir og langar sjálfa í svona í herbergin sín," segir Alex en Rósa, móðir hans, fann "graffara" til að teikna á vegginn hjá honum. "Ég þekki Steina, sem er guðfaðir graffítisins, og hann benti okkur á Orra sem samþykkti að gera svona í herbergið hans Alex. Þetta er tréveggur og ég sagði við manninn minn að ég vildi helst setja graffítí líka hinu megin og taka vegginn síðan með ef við flytjum," segir Rósa og hlær. "Annars langar mig í svona á einn vegg í stofunni eða kannski á striga sem málverk. Mér finnst þetta ótrúlega flott," bætir Rósa við. "Graffarinn" sjálfur, Orri, er búinn að fikta við þetta síðan hann var sextán eða sautján en hann er 24 ára í dag. "Þegar ég byrjaði kunni ég eiginlega ekki neitt og prófaði mig bara áfram. Ég er rólegri núna en ég var og er ekkert að stelast út um helgar lengur. Ég hef aðeins öðruvísi metnað núna," segir Orri. Orri er búinn að gera graffítí á annan vegginn hjá Alex og á eftir smá á öðrum vegg. "Þetta er það nálægt manni að ég þarf að gera öll smáatriði mjög vel. Ég mætti hingað klukkan tíu einn morguninn og var ekki búinn fyrr en um hálf fjögur leytið þannig að þetta er frekar tímafrekt. Fyrir það var ég búin að vinna undirbúningsvinnu, teikna skissur og svoleiðis," segir Orri sem "graffar" töluvert í heimahúsum hjá fólki en þess á milli úðar hann líka á striga. Graffítíð setur vissulega sérstakan svip á herbergið hans Alex. Í verkinu stendur nafn Alex með mjög skemmtilegum stöfum og það gerir verkið enn persónulegra. Graffítí er góð leið til að brjóta upp rými og er ekki ósvipað veggfóðrinu sem tröllríður öllu um þessar mundir. Ekki er ósniðugt að setja svona á einn vegg í herbergi til að skapa smá karakter á nýjum stað. Verkið þarf auðvitað að tóna við persónuna sem býr í herberginu og gerir þetta töff graffítí hjá Alex það svo sannarlega þar sem Alex er algjör töffari sjálfur. Og engin furða að allir vinirnir séu hálf afbrýðissamir út í þessa skemmtilegu tilbreytingu - en þeir koma þá bara oftar í heimsókn. Hús og heimili Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
"Ég var búinn að sjá svona graffítí niður í bæ og langaði rosalega í svoleiðis í herbergið mitt. Ég og vinir mínir teiknum svoleiðis á blað og þannig kviknaði hugmyndin. Allir vinir mínir eru núna frekar spældir og langar sjálfa í svona í herbergin sín," segir Alex en Rósa, móðir hans, fann "graffara" til að teikna á vegginn hjá honum. "Ég þekki Steina, sem er guðfaðir graffítisins, og hann benti okkur á Orra sem samþykkti að gera svona í herbergið hans Alex. Þetta er tréveggur og ég sagði við manninn minn að ég vildi helst setja graffítí líka hinu megin og taka vegginn síðan með ef við flytjum," segir Rósa og hlær. "Annars langar mig í svona á einn vegg í stofunni eða kannski á striga sem málverk. Mér finnst þetta ótrúlega flott," bætir Rósa við. "Graffarinn" sjálfur, Orri, er búinn að fikta við þetta síðan hann var sextán eða sautján en hann er 24 ára í dag. "Þegar ég byrjaði kunni ég eiginlega ekki neitt og prófaði mig bara áfram. Ég er rólegri núna en ég var og er ekkert að stelast út um helgar lengur. Ég hef aðeins öðruvísi metnað núna," segir Orri. Orri er búinn að gera graffítí á annan vegginn hjá Alex og á eftir smá á öðrum vegg. "Þetta er það nálægt manni að ég þarf að gera öll smáatriði mjög vel. Ég mætti hingað klukkan tíu einn morguninn og var ekki búinn fyrr en um hálf fjögur leytið þannig að þetta er frekar tímafrekt. Fyrir það var ég búin að vinna undirbúningsvinnu, teikna skissur og svoleiðis," segir Orri sem "graffar" töluvert í heimahúsum hjá fólki en þess á milli úðar hann líka á striga. Graffítíð setur vissulega sérstakan svip á herbergið hans Alex. Í verkinu stendur nafn Alex með mjög skemmtilegum stöfum og það gerir verkið enn persónulegra. Graffítí er góð leið til að brjóta upp rými og er ekki ósvipað veggfóðrinu sem tröllríður öllu um þessar mundir. Ekki er ósniðugt að setja svona á einn vegg í herbergi til að skapa smá karakter á nýjum stað. Verkið þarf auðvitað að tóna við persónuna sem býr í herberginu og gerir þetta töff graffítí hjá Alex það svo sannarlega þar sem Alex er algjör töffari sjálfur. Og engin furða að allir vinirnir séu hálf afbrýðissamir út í þessa skemmtilegu tilbreytingu - en þeir koma þá bara oftar í heimsókn.
Hús og heimili Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira