Íslenskt te úr arabískum katli 16. desember 2004 00:01 Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu. Hús og heimili Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu.
Hús og heimili Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira