Vá, fimm Hallgrímskirkjuturnar 20. desember 2004 00:01 "Hallgrímskirkja hlýtur að vera mín uppáhaldsbygging í Reykjavík," segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur. "Mér finnst byggingin mjög flott og hún stendur frábærlega vel, hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Hallgrímskirkja er Reykjavík." Huldar gerði mikið af því sem barn að fara upp í turninn enda bjó hann í nágrenninu og ef hann er með útlendinga í heimsókn er turninn fastur áfangastaður. "Maður hugsar líka reglulega um þessa kirkju, til dæmis í hæðum og fjarlægðum, og deilir umsvifalaust með turninum. Hann er um það bil 70 metrar þannig að þegar maður heyrir 500 metrar hugsar maður, vá, fimm Hallgrímskirkjur. Hún nýtist sumsé mjög vel. En þótt ég hafi oft farið upp í turninn og standi í miklu sambandi við þessa kirkju hef ég aldrei komið þar inn fyrir dyr." Huldari finnst Hallgrímskirkja eins og kirkjur eiga að vera og er ekkert sérstaklega hrifinn af þungum kirkjubyggingum í Evrópu. "Mér finnst það yfirleitt ekki flottar byggingar, en Hallgrímskirkja teygir sig til himins eins og kirkjur eiga að gera án þess að vera of íburðarmikil og þung." Nýlega kom út ferðasaga Huldars, Múrinn í Kína, sem segir frá ævintýrum höfundarins í Kína. "Kínverskur arkitektúr er auðvitað misjafn, en kannski er besta lýsingin á honum að því meira því betra," segir hann hlæjandi, Hann flaug heim frá Kína um Kaupmannahöfn og minnist þess hvað viðbrigðin voru mikil. "Eftir að hafa verið í Kína í öllu þessu slarki og hráu aðstæðum, geggjun og látum fannst mér í Kaupmannahöfn, sama hvar ég var, að ég væri inni en ekki úti á götu. Allt var svo hljótt og hreint og öruggt og mér fannst eins að ég gæti gengið um berfættur eða á inniskóm." Hús og heimili Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
"Hallgrímskirkja hlýtur að vera mín uppáhaldsbygging í Reykjavík," segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur. "Mér finnst byggingin mjög flott og hún stendur frábærlega vel, hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Hallgrímskirkja er Reykjavík." Huldar gerði mikið af því sem barn að fara upp í turninn enda bjó hann í nágrenninu og ef hann er með útlendinga í heimsókn er turninn fastur áfangastaður. "Maður hugsar líka reglulega um þessa kirkju, til dæmis í hæðum og fjarlægðum, og deilir umsvifalaust með turninum. Hann er um það bil 70 metrar þannig að þegar maður heyrir 500 metrar hugsar maður, vá, fimm Hallgrímskirkjur. Hún nýtist sumsé mjög vel. En þótt ég hafi oft farið upp í turninn og standi í miklu sambandi við þessa kirkju hef ég aldrei komið þar inn fyrir dyr." Huldari finnst Hallgrímskirkja eins og kirkjur eiga að vera og er ekkert sérstaklega hrifinn af þungum kirkjubyggingum í Evrópu. "Mér finnst það yfirleitt ekki flottar byggingar, en Hallgrímskirkja teygir sig til himins eins og kirkjur eiga að gera án þess að vera of íburðarmikil og þung." Nýlega kom út ferðasaga Huldars, Múrinn í Kína, sem segir frá ævintýrum höfundarins í Kína. "Kínverskur arkitektúr er auðvitað misjafn, en kannski er besta lýsingin á honum að því meira því betra," segir hann hlæjandi, Hann flaug heim frá Kína um Kaupmannahöfn og minnist þess hvað viðbrigðin voru mikil. "Eftir að hafa verið í Kína í öllu þessu slarki og hráu aðstæðum, geggjun og látum fannst mér í Kaupmannahöfn, sama hvar ég var, að ég væri inni en ekki úti á götu. Allt var svo hljótt og hreint og öruggt og mér fannst eins að ég gæti gengið um berfættur eða á inniskóm."
Hús og heimili Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira