Hamborgarhryggur í hverjum poka 22. desember 2004 00:01 Andri Teitsson, Jón Oddgeir Guðmundsson og Ingvar Már Gíslason. Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segja að með þessum gjöfum vilji KEA og Norðlenska létta undir með því fólki sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jólin. Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti matarpokunum viðtöku fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil þörf fyrir aðstoð Hjálparstofnunar og þetta framlag KEA og Norðlenska komi því sannarlega í góðar þarfir. Segir hann að um 50 aðilar í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir aðstoð frá Hjálparstofnun og til viðbótar muni stofnunin hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi og bjóða fram aðstoð sína. Jól Eyjafjarðarsveit Norðurþing Mest lesið Katrín Halldóra syngur Ó, helga nótt Jól Hugljúf útgáfa af Litla trommuleikaranum Jól FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jól Jólalag dagsins: Egill Ólafsson flytur Ó, helga nótt Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Jólamolar: Eiginmanninum ofbauð þegar hún vildi hafa tvö jólatré Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum Jól Gamla tréð frá afa og ömmu Jól
Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segja að með þessum gjöfum vilji KEA og Norðlenska létta undir með því fólki sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jólin. Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti matarpokunum viðtöku fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil þörf fyrir aðstoð Hjálparstofnunar og þetta framlag KEA og Norðlenska komi því sannarlega í góðar þarfir. Segir hann að um 50 aðilar í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir aðstoð frá Hjálparstofnun og til viðbótar muni stofnunin hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi og bjóða fram aðstoð sína.
Jól Eyjafjarðarsveit Norðurþing Mest lesið Katrín Halldóra syngur Ó, helga nótt Jól Hugljúf útgáfa af Litla trommuleikaranum Jól FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jól Jólalag dagsins: Egill Ólafsson flytur Ó, helga nótt Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Jólamolar: Eiginmanninum ofbauð þegar hún vildi hafa tvö jólatré Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum Jól Gamla tréð frá afa og ömmu Jól