Finnur postulínsmuni fyrir fólk 23. desember 2004 00:01 "Ég er með litla antíkverslun í kjallara í Skipasundi 82 í Reykjavík þar sem ég sel antíkborðbúnað. Síðan tek ég líka að mér að leita uppi gömul stell. Það er ekki mikil traffík í versluninni en leitarþjónustan er heldur betur að hlaða utan á sig. Áhugasamir geta því haft samband við mig og ég get fundið það sem vantar inn í stellin fyrir þá. Ég held að ég sé sú eina á Íslandi sem býð upp á svona þjónustu. Ég er með sambönd í Danmörku og Bretlandi en antíkmarkaðurinn er gríðarlega stór. Ég var að leita á netinu að aðilum sem ég gæti keypt af þegar ég rakst á vöruhús í Bretlandi sem sérhæfir sig í gömlu postulíni. Ég ákvað að fara að heimsækja fyrirtækið sem var gjörsamlega ótrúleg upplifun. Það var nýbúið að vera umfjöllun um vöruhúsið í The Telegraph og því var alveg brjálað að gera hjá þeim," segir Ester sem getur varla fært það í orð hve hrifin hún er af póstversluninni. "Þarna eru kílómetrar af hillum með bresku postulíni síðustu fimmtíu ára. Þarna vinna þrjátíu konur og einn karlmaður og allt er handvætt - þau eru ekki einu sinni með ritvél. Þau eru með eina og hálfa milljón muna og allt er handskráð í möppur og númerað eftir munstrum. Þetta er gamaldags bókhald og mjög hægvirkt en þessi eini karlmaður á að tölvuvæða allt saman." Mikil gæðastjórnun er í póstversluninni og munirnir skoðaðir í þaula eins og Ester komst að. "Þau skoða alla muni gaumgæfilega og senda ekkert út úr húsi nema það sé hundrað prósent í lagi. Síðan pakka þær yfir sig eins og þær segja en þær pakka hverjum mun afskaplega vel inn. Þeim fannst mjög spennandi að fá heimsókn frá Íslandi og gáfu sér tíma í öllu amstrinu að tala við mig og fræðast um mitt starf. Ég var þarna í þrjá tíma en þær voru svo hrifnar af Íslandi að þær beina öllum fyrirspurnum um postulín frá Íslandi til mín þannig að ég er eins konar tengiliður fyrir þetta vöruhús," segir Ester. Ester byrjaði með verslun sína, Ömmu Ruth, fyrir nokkrum árum þegar hún erfði postulín, silfur og kristal. "Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við þetta en mig hafði alltaf langað að vera búðarkona. Síðan keypti ég lager af konu sem hafði rekið verslunina Hjá ömmu antik og fólk héðan og þaðan hefur einnig selt mér gamla muni. Ég er með mikið frá Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Japan, Ítalíu og Ungverjalandi sem ég sel í versluninni. Langmest af vörunum mínum eru gamlir munir en ég er einnig með eitthvað nýtt," segir Ester. Ester segir konurnar sem koma til að kaupa í gömul stell skiptast í tvo hópa. "Annar hópurinn er eldri konur sem hafa keypt sín stell sjálfar eða fengið í gjöf. Á þeim tíma kostuðu stell náttúrulega eins og tvenn mánaðarlaun í dag. Þær vantar kannski einn bolla og þegar ég segi þeim verðið eru þær steinhissa yfir því hve ódýrt þetta sé. Hinn hópurinn er ungar stúlkur sem hafa erft stell en eru vanar að kaupa sitt í IKEA. Þeim finnst verð á einum bolla hrikalega hátt. Stellin sem ég sel eru náttúrulega handmáluð og vönduð og sum framleidd síðan á 18. öld. Ódýr stell í IKEA fást bara í eitt ár og síðan ekki söguna meir þannig að það er ekkert hægt að fá inn í þau ef eitthvað brotnar. Það er samt ánægjulegt að sjá hve margar ungar stúlkur heimsækja mig og vilja fá sér gömul og ömmuleg stell." Ester er með heimasíðuna ammaruth.is þar sem hægt er að sjá allar vörur í versluninni. "Síðan er svo að fólk úti á landi geti nálgast vörunar mínar. Það getur hringt ef það er áhugasamt og ég get sent því fleiri myndir. Ég hef nokkrum sinnum sent út á land og fólk hefur verið mjög ánægt. Ég er með breiða flóru í postulíni og því ættu margir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi." Hús og heimili Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
"Ég er með litla antíkverslun í kjallara í Skipasundi 82 í Reykjavík þar sem ég sel antíkborðbúnað. Síðan tek ég líka að mér að leita uppi gömul stell. Það er ekki mikil traffík í versluninni en leitarþjónustan er heldur betur að hlaða utan á sig. Áhugasamir geta því haft samband við mig og ég get fundið það sem vantar inn í stellin fyrir þá. Ég held að ég sé sú eina á Íslandi sem býð upp á svona þjónustu. Ég er með sambönd í Danmörku og Bretlandi en antíkmarkaðurinn er gríðarlega stór. Ég var að leita á netinu að aðilum sem ég gæti keypt af þegar ég rakst á vöruhús í Bretlandi sem sérhæfir sig í gömlu postulíni. Ég ákvað að fara að heimsækja fyrirtækið sem var gjörsamlega ótrúleg upplifun. Það var nýbúið að vera umfjöllun um vöruhúsið í The Telegraph og því var alveg brjálað að gera hjá þeim," segir Ester sem getur varla fært það í orð hve hrifin hún er af póstversluninni. "Þarna eru kílómetrar af hillum með bresku postulíni síðustu fimmtíu ára. Þarna vinna þrjátíu konur og einn karlmaður og allt er handvætt - þau eru ekki einu sinni með ritvél. Þau eru með eina og hálfa milljón muna og allt er handskráð í möppur og númerað eftir munstrum. Þetta er gamaldags bókhald og mjög hægvirkt en þessi eini karlmaður á að tölvuvæða allt saman." Mikil gæðastjórnun er í póstversluninni og munirnir skoðaðir í þaula eins og Ester komst að. "Þau skoða alla muni gaumgæfilega og senda ekkert út úr húsi nema það sé hundrað prósent í lagi. Síðan pakka þær yfir sig eins og þær segja en þær pakka hverjum mun afskaplega vel inn. Þeim fannst mjög spennandi að fá heimsókn frá Íslandi og gáfu sér tíma í öllu amstrinu að tala við mig og fræðast um mitt starf. Ég var þarna í þrjá tíma en þær voru svo hrifnar af Íslandi að þær beina öllum fyrirspurnum um postulín frá Íslandi til mín þannig að ég er eins konar tengiliður fyrir þetta vöruhús," segir Ester. Ester byrjaði með verslun sína, Ömmu Ruth, fyrir nokkrum árum þegar hún erfði postulín, silfur og kristal. "Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við þetta en mig hafði alltaf langað að vera búðarkona. Síðan keypti ég lager af konu sem hafði rekið verslunina Hjá ömmu antik og fólk héðan og þaðan hefur einnig selt mér gamla muni. Ég er með mikið frá Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Japan, Ítalíu og Ungverjalandi sem ég sel í versluninni. Langmest af vörunum mínum eru gamlir munir en ég er einnig með eitthvað nýtt," segir Ester. Ester segir konurnar sem koma til að kaupa í gömul stell skiptast í tvo hópa. "Annar hópurinn er eldri konur sem hafa keypt sín stell sjálfar eða fengið í gjöf. Á þeim tíma kostuðu stell náttúrulega eins og tvenn mánaðarlaun í dag. Þær vantar kannski einn bolla og þegar ég segi þeim verðið eru þær steinhissa yfir því hve ódýrt þetta sé. Hinn hópurinn er ungar stúlkur sem hafa erft stell en eru vanar að kaupa sitt í IKEA. Þeim finnst verð á einum bolla hrikalega hátt. Stellin sem ég sel eru náttúrulega handmáluð og vönduð og sum framleidd síðan á 18. öld. Ódýr stell í IKEA fást bara í eitt ár og síðan ekki söguna meir þannig að það er ekkert hægt að fá inn í þau ef eitthvað brotnar. Það er samt ánægjulegt að sjá hve margar ungar stúlkur heimsækja mig og vilja fá sér gömul og ömmuleg stell." Ester er með heimasíðuna ammaruth.is þar sem hægt er að sjá allar vörur í versluninni. "Síðan er svo að fólk úti á landi geti nálgast vörunar mínar. Það getur hringt ef það er áhugasamt og ég get sent því fleiri myndir. Ég hef nokkrum sinnum sent út á land og fólk hefur verið mjög ánægt. Ég er með breiða flóru í postulíni og því ættu margir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi."
Hús og heimili Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira