Gæðavottun gott framtak en dugar ekki til 27. október 2005 06:00 Lóa Aldísardóttir "Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Spurð um hvað henni sýnist í þeim efnum svarar hún að hún viti ekki til þess að nokkur maður sé á því að kynbundinn launamunur sé eitthvað sem eigi að líða. Lóa veltir fyrir sér hugmyndum Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, sem hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna: "Mér sýnist margir á þeirri skoðun að þessi hugmynd um gæðavottunarkerfi sé vissulega gott skref og fínt framtak en muni ekki nægja til að gera skurk í þessum málum." Lóa segist svo sannarlega vona að menn gleymi sér ekki í því að jafna launamun kynjanna nú þegar kvennafrídagurinn sé að baki. En Lóa þarf að huga að fleiru á næstunni. Brátt verður útvarpsþættinum þeirra Hallgríms sjónvarpað: "Það verður eftir tvær vikur. Eins og er eigum við að byrja mánudaginn 7. nóvember hér á annarri hæðinni," segir Lóa, sem flytur sig þá á milli hæða í húsi 365 miðla í Skaftahlíðinni. En mun hún sakna útvarpsins? "Ég veit það ekki. Já, já, en ég vissi svo sem alltaf að þetta stæði til og að útvarpið væri millibilsástand. Ég hef aldrei unnið í sjónvarpi og hlakka til að takast á við verkefnið." Lífið Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
"Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Spurð um hvað henni sýnist í þeim efnum svarar hún að hún viti ekki til þess að nokkur maður sé á því að kynbundinn launamunur sé eitthvað sem eigi að líða. Lóa veltir fyrir sér hugmyndum Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, sem hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna: "Mér sýnist margir á þeirri skoðun að þessi hugmynd um gæðavottunarkerfi sé vissulega gott skref og fínt framtak en muni ekki nægja til að gera skurk í þessum málum." Lóa segist svo sannarlega vona að menn gleymi sér ekki í því að jafna launamun kynjanna nú þegar kvennafrídagurinn sé að baki. En Lóa þarf að huga að fleiru á næstunni. Brátt verður útvarpsþættinum þeirra Hallgríms sjónvarpað: "Það verður eftir tvær vikur. Eins og er eigum við að byrja mánudaginn 7. nóvember hér á annarri hæðinni," segir Lóa, sem flytur sig þá á milli hæða í húsi 365 miðla í Skaftahlíðinni. En mun hún sakna útvarpsins? "Ég veit það ekki. Já, já, en ég vissi svo sem alltaf að þetta stæði til og að útvarpið væri millibilsástand. Ég hef aldrei unnið í sjónvarpi og hlakka til að takast á við verkefnið."
Lífið Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira