Segir Íraksumræðu á villigötum 8. janúar 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir umræðu hér á landi um stuðning Íslands við innrásina í Írak á villigötum. Þá undrast hann að Gallup skuli hafa tekið þátt í uppþoti stjórnarandstöðunnar með því að kanna hug landsmanna til stríðsins. Spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Í könnun Gallups var spurt: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum? Nei sögðu 84 prósent. Davíð Oddsson segir að með sama hætti ætti að spyrja: Viltu að Saddam Hussein verði áfram við völd í Írak? Hann gerir ráð fyrir að sambærilegar tölur fengjust í þeirri spurningu. Svona spurningar séu ekki mikið innlegg í umræðuna. Davíð segir að hvergi annars staðar sé rætt um að fara af listanum en stundum sé hér rætt um dellu eins og þessa. Fyrir umræðunni standi stjórnarandstaðan. Fjölmiðlar spili undir þessa vitleysu, hann sé svolítið hissa á því. Davíð líkir þessu við uppskurð sem hann fór í vegna veikinda sinna. Hann hafi skrifað undir samþykki við uppskurðinum í júlí. Hann spyr hvort hann eigi að taka samþykkið til baka. Hann spyr einnig hvað það hafi með uppskurðinn að gera og segir að hann yrði sendur inn á geðdeild ef hann færi upp á Landspítala og segðist ætla að taka samþykki sitt til baka. Davíð segir að þegar spurt sé um vitleysisatriði af þessu tagi fái menn svör eins og í skoðanakönuninni. Hann spyr hverju fólk eigi að svara og bætir við að hann hefði kannski verið í vandræðum með að svara spurningu af þessu tagi, hún sé svo vitlaus. Davíð var inntur eftir því hvort ekki væri verið að gagnrýna þá ákvörðun sem tekin hefði verið í upphafi, að Ísland væri hópi ríkja sem styddu innrásina í Írak. Davíð svaraði því svo að Íslendingar væru ekki í neinum sérstökum hópi, sú pólitíska ákvörðun hafi verið tekin að það kæmi til greina að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna ef Saddam Hussein léti ekki skipast. Þessa ákvörðun hafi þrír fjórðu hlutar NATO-ríkjanna líka tekið og því hafi Ísland ekki verið í undarlegum hópi. Ályktanirnar hafi ekki verið innantómar hótanir og Sameinuðu þjóðirnar og hinn frjálsi heimur hafi meint þetta. Davíð sagði enn fremur að umræðan væri undarleg. Rætt væri um að Íslendingar væru á einhverjum lista sem sæi um sprengingar í Írak og því miður hafi fréttamenn tekið þátt í þessum undarlega leik stjórnarandstöðunnar. Það sýndi að þeir væru ekki á mjög háu plani. Misvísandi upplýsingar hafa borist um það hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur í utanríkismálanefnd Alþingis. Formaður Framsóknarflokksins hefur staðhæft að svo hafi verið, ólíkt Jónínu Bjartmarz, fulltrúa flokksins í nefndinni. Davíð segir að hugsanlega geti menn sagt að formlega hafi málið ekki komið fyrir utanríkismálanefnd. Það sé umræða af sama meiði sem hann velti fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt í. Stefna allra fulltrúa í utanríkismálanefnd hafi legið fyrir. Stjórnarflokkarnir hafi stutt að hótunum um valdbeitingu gagnvart Saddam Hussein kynni að þurfa að fylgja eftir. Það hafi legið fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hafi verið á móti valdbeitingu en enginn hafi vitað hvaða afstöðu Samfylkingin hefði haft í þessu máli eða öðrum. Það hefði engu breytt þótt formlegur fundur hefði verið haldinn í nefndinni. Um pólitíska yfirlýsingu hafi verið að ræða og þeir sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar séu þeir sem hafi gefið hana samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir umræðu hér á landi um stuðning Íslands við innrásina í Írak á villigötum. Þá undrast hann að Gallup skuli hafa tekið þátt í uppþoti stjórnarandstöðunnar með því að kanna hug landsmanna til stríðsins. Spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Í könnun Gallups var spurt: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum? Nei sögðu 84 prósent. Davíð Oddsson segir að með sama hætti ætti að spyrja: Viltu að Saddam Hussein verði áfram við völd í Írak? Hann gerir ráð fyrir að sambærilegar tölur fengjust í þeirri spurningu. Svona spurningar séu ekki mikið innlegg í umræðuna. Davíð segir að hvergi annars staðar sé rætt um að fara af listanum en stundum sé hér rætt um dellu eins og þessa. Fyrir umræðunni standi stjórnarandstaðan. Fjölmiðlar spili undir þessa vitleysu, hann sé svolítið hissa á því. Davíð líkir þessu við uppskurð sem hann fór í vegna veikinda sinna. Hann hafi skrifað undir samþykki við uppskurðinum í júlí. Hann spyr hvort hann eigi að taka samþykkið til baka. Hann spyr einnig hvað það hafi með uppskurðinn að gera og segir að hann yrði sendur inn á geðdeild ef hann færi upp á Landspítala og segðist ætla að taka samþykki sitt til baka. Davíð segir að þegar spurt sé um vitleysisatriði af þessu tagi fái menn svör eins og í skoðanakönuninni. Hann spyr hverju fólk eigi að svara og bætir við að hann hefði kannski verið í vandræðum með að svara spurningu af þessu tagi, hún sé svo vitlaus. Davíð var inntur eftir því hvort ekki væri verið að gagnrýna þá ákvörðun sem tekin hefði verið í upphafi, að Ísland væri hópi ríkja sem styddu innrásina í Írak. Davíð svaraði því svo að Íslendingar væru ekki í neinum sérstökum hópi, sú pólitíska ákvörðun hafi verið tekin að það kæmi til greina að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna ef Saddam Hussein léti ekki skipast. Þessa ákvörðun hafi þrír fjórðu hlutar NATO-ríkjanna líka tekið og því hafi Ísland ekki verið í undarlegum hópi. Ályktanirnar hafi ekki verið innantómar hótanir og Sameinuðu þjóðirnar og hinn frjálsi heimur hafi meint þetta. Davíð sagði enn fremur að umræðan væri undarleg. Rætt væri um að Íslendingar væru á einhverjum lista sem sæi um sprengingar í Írak og því miður hafi fréttamenn tekið þátt í þessum undarlega leik stjórnarandstöðunnar. Það sýndi að þeir væru ekki á mjög háu plani. Misvísandi upplýsingar hafa borist um það hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur í utanríkismálanefnd Alþingis. Formaður Framsóknarflokksins hefur staðhæft að svo hafi verið, ólíkt Jónínu Bjartmarz, fulltrúa flokksins í nefndinni. Davíð segir að hugsanlega geti menn sagt að formlega hafi málið ekki komið fyrir utanríkismálanefnd. Það sé umræða af sama meiði sem hann velti fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt í. Stefna allra fulltrúa í utanríkismálanefnd hafi legið fyrir. Stjórnarflokkarnir hafi stutt að hótunum um valdbeitingu gagnvart Saddam Hussein kynni að þurfa að fylgja eftir. Það hafi legið fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hafi verið á móti valdbeitingu en enginn hafi vitað hvaða afstöðu Samfylkingin hefði haft í þessu máli eða öðrum. Það hefði engu breytt þótt formlegur fundur hefði verið haldinn í nefndinni. Um pólitíska yfirlýsingu hafi verið að ræða og þeir sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar séu þeir sem hafi gefið hana samkvæmt íslenskri stjórnskipan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira