Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Árni Sæberg skrifar 14. maí 2025 18:15 Húsið sem um ræðir er á Völlunum í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Fjölskylda í Hafnarfirði, sem svaf úti í garði um tíma og flutti svo úr húsi sínu vegna myglu, fær ekki krónu úr hendi seljenda. Kröfur þeirra voru ekki settar fram fyrr en tæpum fjórtán árum eftir kaupin og því var réttur þeirra til að bera ætlaða vanefnd fyrir sig talinn „löngu niður fallinn.“ Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem var staðfestur með dómi Landsréttar í síðustu viku. Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau sögðust hafa verið blekkt og þeim afhent fokhelt hús sem þau hefðu talið vera fullbúið. Fengu hálfa milljón árið 2013 Sama dag og fjölskyldan steig fram í fjölmiðlum var aftur á móti greint frá því að dómur hefði þegar fallið í máli þeirra á hendur seljendum hússins og byggingarstjóra þess árið 2013. Niðurstaða dómsins var sú að frágangur rakavarnar í fasteigninni hefði verið í samræmi við uppdrætti eins langt og þeir hefðu náð og með tæknilega og faglega eðlilegum hætti. Á því hefði þó verið þau frávik að samskeyti rakavarnar í bílskúr hafi verið ófullnægjandi þar sem límband sem á þeim var virtist ekki hafa haft viðloðun og ekki samfellt límt. Þétting rakavarnar við vegg milli bílskúrs og íbúðar hefði ekki verið klemmd og glufur í henni á köflum. Matsmaður hefði þó talið litlar líkur á því að þessi frávik á frágangi rakavarnar gæti leitt til vandamála á borð við leka. Til þess að bæta úr hefði þó þurft að ráðast í endurbætur sem myndu kosta 597 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómurinn dæmdi seljendur og byggingarstjórann því til þess að greiða kaupendum 510 þúsund krónur í skaðabætur auk málskostnaðar. Áður höfðu kaupendur fengið 3,3 milljónir króna greiddar úr starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra hússins. Hefðu mátt vita að húsið væri fokhelt Þá gerðu kaupendurnir kröfu um skaðabætur úr hendi seljenda vegna þess að þau hefðu verið blekkt til að kaupa fokhelt hús frekar en fullbúið. Í niðurstöðu dómsins hvað byggingarstig hússins varðar segir að þegar kaupin fóru fram hefði legið fyrir útskrift frá Fasteignamati ríkisins þar sem komið hefði fram að eignin væri á byggingarstigi 4, sem þýði að hún hefði verið skráð á fokheldisstigi þegar kaupin fóru fram. Tekið hefði verið fram í kauptilboði kaupenda að við tilboðsgerð og samþykki hefðu aðilar kynnt sér gaumgæfilega gögn sem tengdust fasteigninnni, þar á meðal vottorð Fasteignamats ríkisins, og ekki gert neinar athugasemdir við þau. „Samkvæmt þessu lá fyrir við kaupin að fasteignin væri skráð fokheld og þar með ljóst að lokaúttekt hefði ekki farið fram. Þá lá fyrir að stefndu höfðu gert breytingar á innréttingum sem ekki voru í samræmi við byggingarnefndarteikningar. Fyrir liggur að ekkert var vikið að þessu er stefnendur skoðuðu fasteignina fyrir kaup eða við tilboðsgerð eða undirritun kaupsamnings. Dómurinn telur í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að fasteignin hafi verið seld enda þótt lokaúttekt hefði ekki farið fram. Enda mátti ráða það af fylgiskjölum með kaupsamningi eins og áður greinir að eignin hafi verið skráð á fokheldisstigi við kaupin þrátt fyrir að hún væri að mestu fullgerð. Í ljósi þess og framkvæmda sem gerðar höfðu verið á fasteigninni sem ekki voru í samræmi við teikningar og þörfnuðust því samþykktar byggingaryfirvalda er það álit dómsins að stenfendum hefði mátt vera ljóst að endanleg úttekt hefði ekki farið fram á fasteigninni,“ sagði í dóminum. Seljandi megi treysta því að viðskiptum ljúki endanlega Á fimmtudag í síðustu viku staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness síðan 21. desember 2023 um sýknu seljenda hússins af öllum kröfum kaupendanna. Það var gert með vísan til forsenda dóms héraðsdóms fyrir utan að nokkrum málsástæðum kaupendanna var vísað frá dómi þar sem þær voru ekki hafðar uppi í héraði. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að af ákvæðum laga um fasteignakaup leiði að kaupandi fasteignar glatar rétti til að bera fyrir sig vanefnd, þar með talið að fasteign hafi verið haldin leyndum galla, að liðnum fimm árum frá afhendingu fasteignar, nema seljandi hafi ábyrgst hana í lengri tíma eða tiltekin skilyrði laganna séu fyrir hendi. Ákvæði þessi séu reist á því að seljandi eigi að geta treyst því að viðskiptunum sé endalega lokið við tiltekið tímamark og þurfi ekki að sæta því að kaupandi komi fram með síðbúnar kvartanir nema eitthvað annað og meira komi til. Þá sé ekki svigrúm til annarrar skýringar miðað við orðalag ákvæðis laganna en að ekki verði frá þessum tímafresti vikið, nema því aðeins að seljandi hafi ábyrgst fasteign í lengri tíma eða skilyrðin séu fyrir hendi. Tilkynntu vanefnd tæplega fjórtán árum seinna Því komi ekki til skoðunar hvort krafa vegna vanefnda seljanda samkvæmt lögum um fasteignakaup sé fyrnd nema ljóst sé að kaupandi hafi ekki glatað rétti til að bera þá vanefnd fyrir sig á grundvelli framangreinds. Kaupendurnir hefðu fengið fasteignina afhenta 1. nóvember 2008. Þeir hefði tilkynntu seljendum hins vegar fyrst um þá ætluðu vanefnd sem dómkrafa þeirra í málinu laut að með tölvubréfi 20. júní 2022. „Var því réttur stefnenda til að bera þá vanefnd fyrir sig löngu niður fallinn þegar umrætt tölvubréf var sent, nema þá aðeins að sýnt sé að stefndu hafi ábyrgst umrædda fasteign í lengri tíma eða sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða framferði þeirra strítt með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú. Ágreiningslaust er að stefndu ábyrgðust hvorki tiltekið ástand fasteignarinnar að [...] né eiginleika hennar í ákveðinn tíma.“ Kaupendurnir hefðu aftur á móti byggt á því að seljendurnir hefðu sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem og að framferði þeirra hefði með öðrum hætti strítt gegn heiðarleika og góðri trú og þeir gætu því ekki borið fyrir sig að tilkynning um umrædda vanefnd hefði verð send of seint og kaupendur glatað rétti af þeim sökum. Í því sambandi virðist kaupendurnir einkum hafa byggt á því að seljendurnir hefðu keypt fasteignina fokhelda að innan og lokið við innri frágang hennar. Seljendur hefðu því borið ábyrgð á frágangi á loftun þaks og eins frágangi á einangrun og múrun útveggja að innan. Sá frágangur hefði ekki verið í samræmi við viðurkennd vinnubrögð og hefði leitt hafi af sér myglumyndun og seljendur því sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem valdið hefði kaupendum tjóni. Þá hefðu seljendur leynt upplýsingum um að ekki hefði farið fram lokaúttekt á fasteigninni þegar kaupsamningur málsaðila var gerður í andstöðu við lög um fasteignakaup og framferði þeirra að því leyti strítt gegn heiðarleika og góðri trú. Réðu meistara Í niðurstöðunni segir að samkvæmt framlögðum gögnum og því sem fram kom við skýrslutökur fyrir dómi hefðu seljendur ráðið iðnmeistara á viðeigandi sviðum til þess að annast frágang fasteignarinnar að innan og byggingarstjóra til að hafa yfirumsjón og eftirlit með þeirri framkvæmd á meðan hún stóð yfir. Þá sé að mati dómsins ósannað gegn andmælum seljenda að þeir hefðu að einhverju leyti sjálf annast þá framkvæmd, enda liggi ekkert fyrir um að svo hafi verið. „Ekkert er því fram komið sem rennir stoðum undir það að stefndu hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við frágang fasteignarinnar að innan enda máttu þau treysta því að þeir iðnmeistarar sem þau réðu til að annast þá framkvæmd inntu vinnu sína af hendi í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru og að byggingarstjóri hefði virkt eftirlitmeð því að svo væri.“ Höfðu ótvírætt tapað rétti til að bera fyrir sig vanefnd Þá hafi í því dómsmáli málsaðila vegna ætlaðra galla á fasteigninni sem lauk með dómi Héraðsdóms Reykjaness 23. apríl 2013 meðal annars verið tekist á um það hvort seljendur hefðu vanrækt að upplýsa kaupendur um að lokaúttekt á fasteigninni hefði ekki farið fram í andstöðu við lög um fasteignakaup. Í þeim dómi komi afdráttarlaust fram að þegar kaupsamningur málsaðila um fasteignina var gerður hefði legið fyrir gagn, sem kaupendur hefðu staðfest að hafa kynnt sér, þar sem tiltekið hefði verið að skráð byggingarstig fasteignarinnar væri 4, það er fokheld bygging. Verði því lagt til grundvallar að svo hefði verið enda ekkert fram komið í þessu máli um hið gagnstæða. „Þegar af þeirri ástæðu verður ekki á það fallist að stefndu hafi leynt upplýsingum um að lokaúttekt á fasteigninni hefði ekki farið fram þegar kaupsamningur málsaðila var gerður. Að öllu framansögðu virtu er því að mati dómsins ekkert fram komið um að skilyrði 3. mgr. 48. gr. laga nr. 40/2002 séu fyrir hendi í máli þessu en fyrir því bera stefnendur eðli máls samkvæmt sönnunarbyrði. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar höfðu stefnendur þannig ótvírætt glatað rétti til að bera fyrir sig þá ætluðu vanefnd á kaupsamningi málsaðila sem dómkrafa þeirra í máli þessu lýtur að þegar þau tilkynntu stefndu um hana tæplega 14 árum eftir afhendingu umræddrar fasteignar. Verða stefndu þegar af þeirri ástæðu sýknuð af dómkröfu stefnenda og ekki þörf á að taka afstöðu til annarra málsástæðna málsaðila kröfum þeirra til stuðnings.“ Kaupendurnir voru dæmdir til að greiða seljendunum tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og 1,2 milljónir króna fyrir Landsrétti. Fasteignamarkaður Dómsmál Mygla Hafnarfjörður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem var staðfestur með dómi Landsréttar í síðustu viku. Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau sögðust hafa verið blekkt og þeim afhent fokhelt hús sem þau hefðu talið vera fullbúið. Fengu hálfa milljón árið 2013 Sama dag og fjölskyldan steig fram í fjölmiðlum var aftur á móti greint frá því að dómur hefði þegar fallið í máli þeirra á hendur seljendum hússins og byggingarstjóra þess árið 2013. Niðurstaða dómsins var sú að frágangur rakavarnar í fasteigninni hefði verið í samræmi við uppdrætti eins langt og þeir hefðu náð og með tæknilega og faglega eðlilegum hætti. Á því hefði þó verið þau frávik að samskeyti rakavarnar í bílskúr hafi verið ófullnægjandi þar sem límband sem á þeim var virtist ekki hafa haft viðloðun og ekki samfellt límt. Þétting rakavarnar við vegg milli bílskúrs og íbúðar hefði ekki verið klemmd og glufur í henni á köflum. Matsmaður hefði þó talið litlar líkur á því að þessi frávik á frágangi rakavarnar gæti leitt til vandamála á borð við leka. Til þess að bæta úr hefði þó þurft að ráðast í endurbætur sem myndu kosta 597 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómurinn dæmdi seljendur og byggingarstjórann því til þess að greiða kaupendum 510 þúsund krónur í skaðabætur auk málskostnaðar. Áður höfðu kaupendur fengið 3,3 milljónir króna greiddar úr starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra hússins. Hefðu mátt vita að húsið væri fokhelt Þá gerðu kaupendurnir kröfu um skaðabætur úr hendi seljenda vegna þess að þau hefðu verið blekkt til að kaupa fokhelt hús frekar en fullbúið. Í niðurstöðu dómsins hvað byggingarstig hússins varðar segir að þegar kaupin fóru fram hefði legið fyrir útskrift frá Fasteignamati ríkisins þar sem komið hefði fram að eignin væri á byggingarstigi 4, sem þýði að hún hefði verið skráð á fokheldisstigi þegar kaupin fóru fram. Tekið hefði verið fram í kauptilboði kaupenda að við tilboðsgerð og samþykki hefðu aðilar kynnt sér gaumgæfilega gögn sem tengdust fasteigninnni, þar á meðal vottorð Fasteignamats ríkisins, og ekki gert neinar athugasemdir við þau. „Samkvæmt þessu lá fyrir við kaupin að fasteignin væri skráð fokheld og þar með ljóst að lokaúttekt hefði ekki farið fram. Þá lá fyrir að stefndu höfðu gert breytingar á innréttingum sem ekki voru í samræmi við byggingarnefndarteikningar. Fyrir liggur að ekkert var vikið að þessu er stefnendur skoðuðu fasteignina fyrir kaup eða við tilboðsgerð eða undirritun kaupsamnings. Dómurinn telur í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að fasteignin hafi verið seld enda þótt lokaúttekt hefði ekki farið fram. Enda mátti ráða það af fylgiskjölum með kaupsamningi eins og áður greinir að eignin hafi verið skráð á fokheldisstigi við kaupin þrátt fyrir að hún væri að mestu fullgerð. Í ljósi þess og framkvæmda sem gerðar höfðu verið á fasteigninni sem ekki voru í samræmi við teikningar og þörfnuðust því samþykktar byggingaryfirvalda er það álit dómsins að stenfendum hefði mátt vera ljóst að endanleg úttekt hefði ekki farið fram á fasteigninni,“ sagði í dóminum. Seljandi megi treysta því að viðskiptum ljúki endanlega Á fimmtudag í síðustu viku staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness síðan 21. desember 2023 um sýknu seljenda hússins af öllum kröfum kaupendanna. Það var gert með vísan til forsenda dóms héraðsdóms fyrir utan að nokkrum málsástæðum kaupendanna var vísað frá dómi þar sem þær voru ekki hafðar uppi í héraði. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að af ákvæðum laga um fasteignakaup leiði að kaupandi fasteignar glatar rétti til að bera fyrir sig vanefnd, þar með talið að fasteign hafi verið haldin leyndum galla, að liðnum fimm árum frá afhendingu fasteignar, nema seljandi hafi ábyrgst hana í lengri tíma eða tiltekin skilyrði laganna séu fyrir hendi. Ákvæði þessi séu reist á því að seljandi eigi að geta treyst því að viðskiptunum sé endalega lokið við tiltekið tímamark og þurfi ekki að sæta því að kaupandi komi fram með síðbúnar kvartanir nema eitthvað annað og meira komi til. Þá sé ekki svigrúm til annarrar skýringar miðað við orðalag ákvæðis laganna en að ekki verði frá þessum tímafresti vikið, nema því aðeins að seljandi hafi ábyrgst fasteign í lengri tíma eða skilyrðin séu fyrir hendi. Tilkynntu vanefnd tæplega fjórtán árum seinna Því komi ekki til skoðunar hvort krafa vegna vanefnda seljanda samkvæmt lögum um fasteignakaup sé fyrnd nema ljóst sé að kaupandi hafi ekki glatað rétti til að bera þá vanefnd fyrir sig á grundvelli framangreinds. Kaupendurnir hefðu fengið fasteignina afhenta 1. nóvember 2008. Þeir hefði tilkynntu seljendum hins vegar fyrst um þá ætluðu vanefnd sem dómkrafa þeirra í málinu laut að með tölvubréfi 20. júní 2022. „Var því réttur stefnenda til að bera þá vanefnd fyrir sig löngu niður fallinn þegar umrætt tölvubréf var sent, nema þá aðeins að sýnt sé að stefndu hafi ábyrgst umrædda fasteign í lengri tíma eða sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða framferði þeirra strítt með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú. Ágreiningslaust er að stefndu ábyrgðust hvorki tiltekið ástand fasteignarinnar að [...] né eiginleika hennar í ákveðinn tíma.“ Kaupendurnir hefðu aftur á móti byggt á því að seljendurnir hefðu sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem og að framferði þeirra hefði með öðrum hætti strítt gegn heiðarleika og góðri trú og þeir gætu því ekki borið fyrir sig að tilkynning um umrædda vanefnd hefði verð send of seint og kaupendur glatað rétti af þeim sökum. Í því sambandi virðist kaupendurnir einkum hafa byggt á því að seljendurnir hefðu keypt fasteignina fokhelda að innan og lokið við innri frágang hennar. Seljendur hefðu því borið ábyrgð á frágangi á loftun þaks og eins frágangi á einangrun og múrun útveggja að innan. Sá frágangur hefði ekki verið í samræmi við viðurkennd vinnubrögð og hefði leitt hafi af sér myglumyndun og seljendur því sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem valdið hefði kaupendum tjóni. Þá hefðu seljendur leynt upplýsingum um að ekki hefði farið fram lokaúttekt á fasteigninni þegar kaupsamningur málsaðila var gerður í andstöðu við lög um fasteignakaup og framferði þeirra að því leyti strítt gegn heiðarleika og góðri trú. Réðu meistara Í niðurstöðunni segir að samkvæmt framlögðum gögnum og því sem fram kom við skýrslutökur fyrir dómi hefðu seljendur ráðið iðnmeistara á viðeigandi sviðum til þess að annast frágang fasteignarinnar að innan og byggingarstjóra til að hafa yfirumsjón og eftirlit með þeirri framkvæmd á meðan hún stóð yfir. Þá sé að mati dómsins ósannað gegn andmælum seljenda að þeir hefðu að einhverju leyti sjálf annast þá framkvæmd, enda liggi ekkert fyrir um að svo hafi verið. „Ekkert er því fram komið sem rennir stoðum undir það að stefndu hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við frágang fasteignarinnar að innan enda máttu þau treysta því að þeir iðnmeistarar sem þau réðu til að annast þá framkvæmd inntu vinnu sína af hendi í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru og að byggingarstjóri hefði virkt eftirlitmeð því að svo væri.“ Höfðu ótvírætt tapað rétti til að bera fyrir sig vanefnd Þá hafi í því dómsmáli málsaðila vegna ætlaðra galla á fasteigninni sem lauk með dómi Héraðsdóms Reykjaness 23. apríl 2013 meðal annars verið tekist á um það hvort seljendur hefðu vanrækt að upplýsa kaupendur um að lokaúttekt á fasteigninni hefði ekki farið fram í andstöðu við lög um fasteignakaup. Í þeim dómi komi afdráttarlaust fram að þegar kaupsamningur málsaðila um fasteignina var gerður hefði legið fyrir gagn, sem kaupendur hefðu staðfest að hafa kynnt sér, þar sem tiltekið hefði verið að skráð byggingarstig fasteignarinnar væri 4, það er fokheld bygging. Verði því lagt til grundvallar að svo hefði verið enda ekkert fram komið í þessu máli um hið gagnstæða. „Þegar af þeirri ástæðu verður ekki á það fallist að stefndu hafi leynt upplýsingum um að lokaúttekt á fasteigninni hefði ekki farið fram þegar kaupsamningur málsaðila var gerður. Að öllu framansögðu virtu er því að mati dómsins ekkert fram komið um að skilyrði 3. mgr. 48. gr. laga nr. 40/2002 séu fyrir hendi í máli þessu en fyrir því bera stefnendur eðli máls samkvæmt sönnunarbyrði. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar höfðu stefnendur þannig ótvírætt glatað rétti til að bera fyrir sig þá ætluðu vanefnd á kaupsamningi málsaðila sem dómkrafa þeirra í máli þessu lýtur að þegar þau tilkynntu stefndu um hana tæplega 14 árum eftir afhendingu umræddrar fasteignar. Verða stefndu þegar af þeirri ástæðu sýknuð af dómkröfu stefnenda og ekki þörf á að taka afstöðu til annarra málsástæðna málsaðila kröfum þeirra til stuðnings.“ Kaupendurnir voru dæmdir til að greiða seljendunum tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og 1,2 milljónir króna fyrir Landsrétti.
Fasteignamarkaður Dómsmál Mygla Hafnarfjörður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels