Franskt snilldarverk Egill Helgason skrifar 25. janúar 2005 00:01 Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira