Meira en skór 26. janúar 2005 00:01 "Það sem mér finnst ómissandi í fataskápnum mínum eru gullskórnir mínir. Þetta eru balletskór sem ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum en þau keyptu þá í Kron á Laugaveginum. Mig var búið að langa í þessa skó mjög lengi og ég fékk þá rétt áður en ég ferðaðist til Belgíu. Síðan er svo skemmtileg að ég hef notað þessa skó í fullt af listaverkum sem ég hef unnið. Þetta eru því meira en skór, en ég geng líka mikið í þeim. Þeir búa yfir fjöldamörgum góðum minningum," segir Ásdís. Ásdís opnaði sýningu sína í Gallerí Humar og Frægð föstudaginn 21. janúar en sýningin stendur til 18. febrúar. Þar koma skórnir góðu við sögu. "Ég er aðallega með vídeóverk en á sýningunni eru fimm vídeó sem ég hef verið að gera síðastliðið ár. Það eru nokkur þemu í verkunum og þetta eru eins og fimm kaflar af sama verkinu. Gullskórnir eru einmitt í einu verkinu," segir Ásdís og greinilegt að þessi afmælisgjöf er henni afskaplega kær. Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Það sem mér finnst ómissandi í fataskápnum mínum eru gullskórnir mínir. Þetta eru balletskór sem ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum en þau keyptu þá í Kron á Laugaveginum. Mig var búið að langa í þessa skó mjög lengi og ég fékk þá rétt áður en ég ferðaðist til Belgíu. Síðan er svo skemmtileg að ég hef notað þessa skó í fullt af listaverkum sem ég hef unnið. Þetta eru því meira en skór, en ég geng líka mikið í þeim. Þeir búa yfir fjöldamörgum góðum minningum," segir Ásdís. Ásdís opnaði sýningu sína í Gallerí Humar og Frægð föstudaginn 21. janúar en sýningin stendur til 18. febrúar. Þar koma skórnir góðu við sögu. "Ég er aðallega með vídeóverk en á sýningunni eru fimm vídeó sem ég hef verið að gera síðastliðið ár. Það eru nokkur þemu í verkunum og þetta eru eins og fimm kaflar af sama verkinu. Gullskórnir eru einmitt í einu verkinu," segir Ásdís og greinilegt að þessi afmælisgjöf er henni afskaplega kær.
Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira