Sólarljós gott gegn krabbameini 2. febrúar 2005 00:01 Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess. Þessar óvæntu niðurstöður komu í ljós, annars vegar í rannsókn sem gerð var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og hins vegar í rannsókn vísindamanna við háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Í ljós kom að sólarljós hafði bætandi áhrif á bæði eitlakrabbamein, sem ekki er af Hodgkins-tegund, sem og illkynja húðkrabbamein. Samkvæmt sænsku rannsókninni er til að mynda 30-40% minni líkur á því að fólk sem stundar sólböð fái eitlakrabbamein. Vísindamennirnir slá varnagla og segja að kannski sé hægt að reka þessi jákvæðu áhrif sólarljóssins til þess að húð manna framleiðir D-vítamín þegar hún kemst í snertingu við sól. Það gæti því verið D-vítamínið frekar en sólarljósið sem veldur þessu. Niðurstöðurnar eru svo sannarlega umdeildar því heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár rekið gríðarmikinn áróður gegn of miklum sólböðum. Reyndar munu þessar niðurstöður ekki hafa nein áhrif þar á því fólk er áfram hvatt til að verja húð sína gegn of mikilli sól enda geti hún valdið krabbameini. Erlent Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess. Þessar óvæntu niðurstöður komu í ljós, annars vegar í rannsókn sem gerð var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og hins vegar í rannsókn vísindamanna við háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Í ljós kom að sólarljós hafði bætandi áhrif á bæði eitlakrabbamein, sem ekki er af Hodgkins-tegund, sem og illkynja húðkrabbamein. Samkvæmt sænsku rannsókninni er til að mynda 30-40% minni líkur á því að fólk sem stundar sólböð fái eitlakrabbamein. Vísindamennirnir slá varnagla og segja að kannski sé hægt að reka þessi jákvæðu áhrif sólarljóssins til þess að húð manna framleiðir D-vítamín þegar hún kemst í snertingu við sól. Það gæti því verið D-vítamínið frekar en sólarljósið sem veldur þessu. Niðurstöðurnar eru svo sannarlega umdeildar því heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár rekið gríðarmikinn áróður gegn of miklum sólböðum. Reyndar munu þessar niðurstöður ekki hafa nein áhrif þar á því fólk er áfram hvatt til að verja húð sína gegn of mikilli sól enda geti hún valdið krabbameini.
Erlent Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira