Verkalýðshreyfing og pólitík 3. febrúar 2005 00:01 Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur. Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekkisýnt því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þó hafa einkennileg tengsl alla tíð verið fyrir hendi á milli Alþýðusambandsins og norrænna jafnaðarmannaflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur. Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekkisýnt því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þó hafa einkennileg tengsl alla tíð verið fyrir hendi á milli Alþýðusambandsins og norrænna jafnaðarmannaflokka.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar