Þrýst hart á íslensk stjórnvöld 9. febrúar 2005 00:01 Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira