Rumsfeld reiddist vegna þotna 10. febrúar 2005 00:01 Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira