Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2025 12:33 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vísar til þess að málið sé til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi PPP njósnafyrirtækisins er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi og hafi því komið gömlum kynningum PPP til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. Ólafur Þór hafnar því alfarið. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi njósnafyrirtækisins PPP ræddi um hið svokallaða PPP mál sem kom upp í Kveik og Kastljósi á RÚV fyrir nokkrum vikum við Frosta Logason í Brotkasti hans í morgun. PPP málið hefur vakið mikla athygli og hefur ríkissakskóknari falið lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka það, stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að ræða það og nefnd um störf lögreglu hefur ákveðið að hefja umfangsmikla frumkvæðisathugun. Jón Óttar er fullviss um að upptökurnar sem RÚV hefur undir höndum og birtust í KVeik og Kastljósi séu komnar frá Ólafi Þór Haukssyni héraðssakskóknara sem gegndi embætti sérstaks saksóknara á árunum 2009-2016. Ástæðan sé að Ólafur vilji koma á sig höggi því hann sé afar ósáttur við að Jón Óttar hafi kært hann til eftirlitsnefndar um störf lögreglu fyrir vanhæfi í hinu svokallaða Namibíumáli. Ástæðan fyrir kæru Jóns Óttars sé að Ólafur hafi kært hann fyrir brot á þagnarskyldu í öðru máli 2012 en svo gert hann að sakborningi í Namibíumálinu 2021. Jón Óttar hafi talið embætti hérraðssaksóknara vanhæft vegna þess að það hefði kært hann árið 2012. Nefndin hefði tekið undir kvörtun hans og sent erindið áfram til ríkissaksóknara 14. mars. Fréttastofa hefur fengið staðfest frá nefndinni að málið hafi verið sent áfram til ríkissaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðsakskóknari hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu að hafa látið starfsfólk RÚV fá þau gögn sem komu fram í Kastljósi og Kveik. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði til þess að gagnalekinn væri til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þá staðfestir nefnd um störf lögreglu að hún hafi fengið gagnasendingu frá Sigurði Þórðarssyni, betur þekktum sem Sigga hakkara, sem tengist málinu í heild. Nú sé verið að yfirfara þau gögn. Sigurður tjáði fréttastofu í gær að hann hefði afhent Jóni Óttari, Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Grími Grímssyni, þá allir starfsmenn sérstaks saksóknara ýmis gögn sem tengdust föllnu bönkunum og fyrirtækjum þeim tengd sem hann hefði komist yfir. Jón Óttar sagði í viðtalinu við Frosta að gögnin hefðu upphaflega komið frá Sigurði. Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. 12. maí 2025 12:53 Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. 10. maí 2025 12:05 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi njósnafyrirtækisins PPP ræddi um hið svokallaða PPP mál sem kom upp í Kveik og Kastljósi á RÚV fyrir nokkrum vikum við Frosta Logason í Brotkasti hans í morgun. PPP málið hefur vakið mikla athygli og hefur ríkissakskóknari falið lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka það, stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að ræða það og nefnd um störf lögreglu hefur ákveðið að hefja umfangsmikla frumkvæðisathugun. Jón Óttar er fullviss um að upptökurnar sem RÚV hefur undir höndum og birtust í KVeik og Kastljósi séu komnar frá Ólafi Þór Haukssyni héraðssakskóknara sem gegndi embætti sérstaks saksóknara á árunum 2009-2016. Ástæðan sé að Ólafur vilji koma á sig höggi því hann sé afar ósáttur við að Jón Óttar hafi kært hann til eftirlitsnefndar um störf lögreglu fyrir vanhæfi í hinu svokallaða Namibíumáli. Ástæðan fyrir kæru Jóns Óttars sé að Ólafur hafi kært hann fyrir brot á þagnarskyldu í öðru máli 2012 en svo gert hann að sakborningi í Namibíumálinu 2021. Jón Óttar hafi talið embætti hérraðssaksóknara vanhæft vegna þess að það hefði kært hann árið 2012. Nefndin hefði tekið undir kvörtun hans og sent erindið áfram til ríkissaksóknara 14. mars. Fréttastofa hefur fengið staðfest frá nefndinni að málið hafi verið sent áfram til ríkissaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðsakskóknari hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu að hafa látið starfsfólk RÚV fá þau gögn sem komu fram í Kastljósi og Kveik. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði til þess að gagnalekinn væri til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þá staðfestir nefnd um störf lögreglu að hún hafi fengið gagnasendingu frá Sigurði Þórðarssyni, betur þekktum sem Sigga hakkara, sem tengist málinu í heild. Nú sé verið að yfirfara þau gögn. Sigurður tjáði fréttastofu í gær að hann hefði afhent Jóni Óttari, Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Grími Grímssyni, þá allir starfsmenn sérstaks saksóknara ýmis gögn sem tengdust föllnu bönkunum og fyrirtækjum þeim tengd sem hann hefði komist yfir. Jón Óttar sagði í viðtalinu við Frosta að gögnin hefðu upphaflega komið frá Sigurði.
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. 12. maí 2025 12:53 Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. 10. maí 2025 12:05 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56
Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. 12. maí 2025 12:53
Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. 10. maí 2025 12:05