Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hells Angels á Ís­landi hafi aukið um­svif sín og sýni­leika

Hells Angels hafa aukið umsvif sín og sýnileika hér á landi að undanförnu að sögn lögreglu og hafa fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. Því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu á laugardag þegar samtökin boðuðu til hittings á ensku. Lögregla hafi ríkar heimildir til að tryggja almannaöryggi.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir ein­staklingar víða til vand­ræða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast við á­rás á barnaníðing í Fella­bæ

Sveitarfélagið Múlaþing hefur minnt íbúa sína og fleiri á að Ísland er réttarríki, vegna atviks í Fellabæ á dögunum. Atvikið varðar árás á mann sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán geta búist við sekt

Eigendur fjórtán ökutækja geta átt von á sekt vegna stöðubrots í Garðabæ er segir í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafði afskipti af fjölda ökumanna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kærður fyrir fjár­svik fyrir að neita að borga

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem hafði fengið far með leigubíl en neitaði svo að greiða fyrir farið þegar hann var kominn á leiðarenda. Viðkomandi hefur verið kærður fyrir fjársvik.

Innlent
Fréttamynd

Húsbrot á höfuð­borgar­svæðinu: Oft sama fólkið sem brýst í­trekað inn í fleiri fjöl­býlis­hús

Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar

Þrír hafa verið ákærðir fyrir að hafa í félagi ruðst inn í íbúð manns í heimildarleysi í febrúar árið 2023. Einn þeirra er ákærður fyrir að hafa í kjölfarið ráðist á manninn, meðal annars með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu, í einhverjum tilvikum þannig að aðeins tannrótin var eftir.

Innlent
Fréttamynd

Einn bíl­stjóri án leyfis og skráningar

Aðeins einn af á sjötta tug leigubílstjóra reyndist ekki með „allt sitt á hreinu“ í eftirliti sem fór fram um helgina. Lögregluþjónar frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn Skattsins fóru í þetta sameiginlega eftirlit á bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Daður við drengi sem verður kyn­ferðis­legt og endar með hótun

Barnaheill merkja aukningu í svokölluðum kynlífskúgunarmálum sem beinast gegn börnum. Fórnarlömbin eru í flestum tilfellum unglingsdrengir sem eru narraðir af óprúttnum aðilum, sem þykjast vera stúlka á þeirra aldri, til að senda af sér viðkvæmar myndir sem þeir síðan nota til að kúga fé út úr drengjunum.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að manni með öxi

Lögregla rannsakar nú mál þar sem tvö ungmenni eru sögð hafa veist að því þriðja, slegið með áhaldi og rænt. Atvikið er sagt hafa átt sér stað við verslunarmiðstöð.

Innlent
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir eril­sama nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða.

Innlent