Jakkaföt full af minningum 17. febrúar 2005 00:01 Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum." Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum."
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira