Þingmenn tala af vanþekkingu 21. febrúar 2005 00:01 Fyrrverandi framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar segir þingmenn tjá sig af mikilli vanþekkingu um hugsanlegt bann við reykingum á veitinga- og kaffihúsum. Hann bendir á að samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar geti Ísland ekki skorast undan því að vernda fólk gegn tóbaksreyk á öllum opinberum stöðum. Í kjölfar frumvarps Sivjar Friðleifsdóttur Framsóknarflokki um bann við reykingum á kaffihúsum og veitnga- og skemmtistöðum, hafa þingmenn tjáð sig fjálglega um málið og af mikilli vanþekkingu, að mati Þorgríms Þráinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Tóbaksvarnarnefndar. Honum finnst með ólíkindum að þingmenn skuli ekki hafa lesið rammasamning sem utanríkisráðuneytið gerði við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina sl. vor þar ríkisstjórn Íslands skuldbindur sig til að vernda fólk gegn reykingum á öllum opinberum stöðum. „Mér finnst ég ekki geta orða bundist þegar maður sér fólk í þjóðfélaginu, og ekki bara þingmenn, vaða uppi með rangindi og vitleysu þegar staðreyndirnar liggja fyrir og við höfum skuldbundið okkur til að taka ákveðið skref í tóbaksvörnum,“ segir Þorgrímur. Hann segir þjóðir eins og Ítali, Svía og Kúbverja búnar að skrifa undir sama samning og séu núna að stíga skrefið til fulls. Samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar viðurkenna aðildarríkin meðal annars að tóbaksneysla sé faraldur sem breiðist út og geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu í samfélaginu. Þorgrímur segir það miður að það sé feimnismál að fjalla um dauðsföll af völdum reykinga og bendir á að hér á landi látist 30 til 40 manns árlega af völdum óbeinna reykinga sem sé algerlega óásættanlegt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar segir þingmenn tjá sig af mikilli vanþekkingu um hugsanlegt bann við reykingum á veitinga- og kaffihúsum. Hann bendir á að samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar geti Ísland ekki skorast undan því að vernda fólk gegn tóbaksreyk á öllum opinberum stöðum. Í kjölfar frumvarps Sivjar Friðleifsdóttur Framsóknarflokki um bann við reykingum á kaffihúsum og veitnga- og skemmtistöðum, hafa þingmenn tjáð sig fjálglega um málið og af mikilli vanþekkingu, að mati Þorgríms Þráinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Tóbaksvarnarnefndar. Honum finnst með ólíkindum að þingmenn skuli ekki hafa lesið rammasamning sem utanríkisráðuneytið gerði við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina sl. vor þar ríkisstjórn Íslands skuldbindur sig til að vernda fólk gegn reykingum á öllum opinberum stöðum. „Mér finnst ég ekki geta orða bundist þegar maður sér fólk í þjóðfélaginu, og ekki bara þingmenn, vaða uppi með rangindi og vitleysu þegar staðreyndirnar liggja fyrir og við höfum skuldbundið okkur til að taka ákveðið skref í tóbaksvörnum,“ segir Þorgrímur. Hann segir þjóðir eins og Ítali, Svía og Kúbverja búnar að skrifa undir sama samning og séu núna að stíga skrefið til fulls. Samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar viðurkenna aðildarríkin meðal annars að tóbaksneysla sé faraldur sem breiðist út og geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu í samfélaginu. Þorgrímur segir það miður að það sé feimnismál að fjalla um dauðsföll af völdum reykinga og bendir á að hér á landi látist 30 til 40 manns árlega af völdum óbeinna reykinga sem sé algerlega óásættanlegt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira