Hollar og einfaldar pítsur 5. mars 2005 00:01 Pitsa pitsaRautt pestóMozzarella-osturSérrítómatarKlettasalatParmesanostur Setjið þrjár teskeiðar af rauðu pestói á pitsubotninn og dreifið vel úr því. Skerið niður 250 grömm af mozzarella-osti og dreifið á pitsuna. Gott er að kaupa íslenskan mozzarella-ost í dósum, fljótandi í vatni. Skerið tólf sérrítómata til helminga og raðið þeim jafnt á pitsuna. Bakið pitsuna í tólf til fimmtán mínútur við 220°C hita. Dreifið síðan handfylli af klettasalati yfir bökuðu pitsuna og nóg af rifnum parmesanosti. 685 kaloríur, 40 grömm fita, 50 grömm kolvetni.Pitsa parmaSpínatTómat- og kryddsósaMozzarella-osturHráskinka (Parma skinka)EggSetjið 250 grömm af spínati á pönnu, bætið smá vatni við og hitið þangað til laufin fölna. Takið spínatið af pönnunni, síið vatnið frá og kælið spínatið aðeins. Setjið hálfa krukku af tómat- og kryddsósu á pitsubotninn. Einnig er hægt að nota venjulega pitsusósu. Skerið 250 grömm af mozzarella-osti og dreifið jafnt yfir pitsuna. Bætið níutíu grömmum af hráskinku og spínati ofan á. Brjótið síðan eitt hrátt egg á miðja pitsuna og bakið í fimmtán mínútur við 200°C hita. 772 kaloríur, 40 grömm fita, 53 grömm kolvetni. Pítsur Uppskriftir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið
Pitsa pitsaRautt pestóMozzarella-osturSérrítómatarKlettasalatParmesanostur Setjið þrjár teskeiðar af rauðu pestói á pitsubotninn og dreifið vel úr því. Skerið niður 250 grömm af mozzarella-osti og dreifið á pitsuna. Gott er að kaupa íslenskan mozzarella-ost í dósum, fljótandi í vatni. Skerið tólf sérrítómata til helminga og raðið þeim jafnt á pitsuna. Bakið pitsuna í tólf til fimmtán mínútur við 220°C hita. Dreifið síðan handfylli af klettasalati yfir bökuðu pitsuna og nóg af rifnum parmesanosti. 685 kaloríur, 40 grömm fita, 50 grömm kolvetni.Pitsa parmaSpínatTómat- og kryddsósaMozzarella-osturHráskinka (Parma skinka)EggSetjið 250 grömm af spínati á pönnu, bætið smá vatni við og hitið þangað til laufin fölna. Takið spínatið af pönnunni, síið vatnið frá og kælið spínatið aðeins. Setjið hálfa krukku af tómat- og kryddsósu á pitsubotninn. Einnig er hægt að nota venjulega pitsusósu. Skerið 250 grömm af mozzarella-osti og dreifið jafnt yfir pitsuna. Bætið níutíu grömmum af hráskinku og spínati ofan á. Brjótið síðan eitt hrátt egg á miðja pitsuna og bakið í fimmtán mínútur við 200°C hita. 772 kaloríur, 40 grömm fita, 53 grömm kolvetni.
Pítsur Uppskriftir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið